Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 56

Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 56
54 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Vélarnar voru samt komnar til landsins og áttu eftir að nýtast vel. Á þeim tíma þekktust bókhaldsvélar varla hérlendis en Ottó sá strax að auka mætti afköst við reikningaskrift stórlega með bættri tækni. Hann fór því að teikna reiknings- og skýrsluform sem hann lét prenta. Sum af þessum eyðublöðum voru notuð fram á níunda áratuginn. Fyrstu árin starfrækti Ottó verkstæði sitt á Laugavegi 11. Örn Kaldalóns, sem seinna varð starfsmaður Ottós, kom þangað oft sem barnungur um 1950 og minnist þess hversu vel Ottó tók honum og mælti: „Nei, ertu kominn litli vinur. Fáðu þér nú sæti.“ Síðan var Erni fengin reiknivél sem hann fékk að leika sér með. Níu ára gamall var Örn orðinn sendill hjá Skrifstofuvélum og bar út litaborða í rafmagnsritvélar, sem seldust grimmt. Örlögin höguðu því síðan þannig að Örn leitaði til Ottós með vinnu eftir gagn fræða próf sumarið 1962, þá nýinnritaður í Verslunarskólann. Ottó réð hann til vinnu og sumarstarfið gekk svo vel að Örn vann hjá Ottó upp frá því. Skólagangan mátti víkja. Örn segir Ottó hafa verið lipran í sam- skiptum og framsýnan: „Hann var glöggur gæðamaður, en harður í horn að taka ef á þurfti að halda.“ Erni eru minnisstæð ýmis tilsvör Ottós, eins og til að mynda ef mikið lá við: „Örn! Gerðu ráðstafanir!“7 Húsið á Laugavegi 11 skemmdist illa af bruna í nóvember 1963. Skömmu eftir að eldurinn braust út hringdi síminn á verkstæði Skrifstofu véla: Útvegsbankann vantaði viðgerðarmann í hvelli og Ottó svaraði: „Það er nú því miður að brenna hjá okkur í augnablikinu, en strax og búið er að slökkva eldinn skulum við senda mann. Sælar.“ Þessi saga spurðist út um bæinn og var höfð til marks um góða þjónustu hjá Skrifstofuvélum.8 Á Laugavegi 11 hafði búið gömul kona, einstæðingur, sem varð heimilislaus í kjölfar brunans. Ottó tók þessa konu inn á sitt heimili, þar sem hún hafði herbergi og lítið eldhús fyrir sig og þar bjó hún í nokkur ár.9 Ottó var greiðvikinn og skaut skjólshúsi yfir fleiri sem voru í vanda staddir. Tölvuöld gengur í garð Öll gagnavinnsla þessa tíma fór fram á gataspjöldum en segja má að haustið 1964 hafi tölvuöld haldið innreið sína hér á landi þegar Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkur- bæjar fengu afhenta vélasamstæðu frá IBM og Háskóli Íslands sömuleiðis. Forsaga Háskólatölvunnar var sú að Ottó fékk leyfi IBM til að sýna og kynna reiknivélasamstæðu hér á landi og vakti sá atburður mikla athygli. Ottó segir svo frá að Gylfi Þ. Gíslason, mennta- og viðskiptamálaráðherra, hafi sest við vélina og strax farið að keyra hana með tiltölulega lítilli tilsögn. Hann lagði þá spurningu fyrir vélina hversu mikil tekjuaukning yrði fyrir ríkissjóð ef áfengi yrði hækkað um hálft prósent. Svarið kom á tveimur sekúndum og ekki þarf að fjölyrða um hrifningu ráðamanna. Ottó kvaðst þó ekki vita hvort áfengið hefði undir eins verið hækkað sem þessu nam, enda sjálfur bindindismaður!10 Tölva Háskólans var gríðarstór fjárfesting, andvirði fimm til sex íbúða, og því fór fjarri að skólinn hefði fjárhagslega burði til kaup- anna. Ottó beitti sér því fyrir því að IBM í Bandaríkjunum gæfi eftir 60% af kaupverði tölvunnar og yrði það kallað háskólaafsláttur. Það varð úr og Framkvæmdabankinn, undir forystu dr. Benjamíns H.J. Eiríkssonar, lagði til það sem upp á vantaði. Gylfi Þ. var jafnframt formaður bankaráðs Framkvæmdabankans, en hann var mjög áhugasamur um að fá vélina til landsins, enda var hún „gömul vinkona hans“ eins og Ottó orðaði það síðar.11 Tölva Háskólans nýttist við úrvinnslu marg- víslegra gagna. Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur lagði fyrir vélina útreikninga tengda segulsviðinu og fékk úrlausnina á átta klukkustundum sem tekið hefði heilt ár að leysa með venjulegum aðferðum. Ottó sagði að einhverju sinni er hann mætti til vinnu klukkan sex að morgni hefði dr. Stefán Aðalsteinsson erfðafræðingur komið út frá vélinni líkt og ölvaður, faðmað hann og sagt: „Ó, Ottó. Nú er ég úrvinda, en svo glaður, því að ég veit að ég er búinn að inna af hendi tíu ára verk í nótt.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.