Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 61

Þjóðmál - 01.06.2020, Blaðsíða 61
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 59 sjö bita stafatafla með ótal afbrigðum, þar á meðal íslensku. Tíu sæti í þessari töflu voru notuð til að uppfylla sérstafi einstakra tungu- mála. Röðun íslensks texta var þó flókin og gera varð breytingar á öllum prenturum og skjám sem komu til landsins. Brátt varð ljóst að taka yrði upp átta bita stafatöflu. Ottó ræktaði sambönd við fjölmarga útlend- inga. Meðal þeirra var Þjóðverjinn Wilhelm F. Bohn, sem starfaði hjá IBM í Þýskalandi og hafði umsjón með gerð stafataflna. Bohn kom hingað til lands 1977 og var starfs- mönnum IBM til ráðgjafar í málum er varðaði íslenska stafrófið.23 Ottó gat komið því til leiðar gagnvart Bohn og yfirmönnum IBM að íslensku stafirnir yrðu hafðir með í nýrri alþjóðlegri stafatöflu. Sverrir Ólafsson, rekstrar stjóri skýrsluvinnslunnar hjá IBM, telur að hér hafi persónutöfrar og þýskukunnátta Ottós skipt sköpum. Þetta hafi verið Ottó mikið kappsmál enda hafði hann metnað fyrir hönd lands og þjóðar. Íslendingar hafi náð forskoti í þessum efnum á miklu stærri málsvæði, til að mynda það tyrkneska.24 Íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við Wilhelm F. Bohn og forseti Íslands sæmdi hann riddarakrossi fálkaorðunnar árið 1993. Á efri árum Ottó lét af störfum sem forstjóri IBM árið 1982 og á þeim tíma unnu á bilinu 60 til 70 manns hjá IBM. Starfsmenn Skrifstofuvéla voru þá milli 40 og 50. IBM hafði fyrst verið til húsa á Klapparstíg 27 þar sem Skrifstofuvélar höfðu haft aðsetur. Brátt var þröngt um starfsemina og árið 1978 fluttist IBM í Skaftahlíð 27. Árið 1992 fór fram róttæk endurskipulagning á fyrirtækinu og til varð öflugt íslenskt hlutafélag, Nýherji, sem nú ber nafnið Origo. Ottó seldi rekstur Skrifstofuvéla árið 1987 og eftir það einbeitti hann sér að margvíslegum hugðarefnum, þar á meðal sögu skýrslu- tækninnar, en hann safnaði ritvélum, reikni vélum, gataspjaldsvélum og fleiri skrif- stofutækjum sem um skeið voru til sýnis á minjasafni Rafmagnsveitu Reykjavíkur en voru fluttar í geymslu eftir að því safni var lokað. Fjölskyldumaðurinn Kona Ottós var Gyða Jónsdóttir, fædd 1924, dóttir Geirlaugar Jóhannesdóttur og Jóns Þ. Björnssonar frá Veðramóti sem var skólastjóri á Sauðárkróki í 44 ár. Gyða var heimilisiðnaðarkennari og hafði numið við listaskóla í Noregi og Finnlandi. Þau Ottó og Gyða vissu hvort af öðru heima á Sauðárkróki en þau kynntust ekki fyrr en á Laugaveginum í febrúar 1955 og höfðu þá ekki sést í tæpa tvo áratugi. Gyða var manni sínum stoð og stytta upp frá því. Þau hófu búskap í Auðar- stræti 9 en fluttust fljótt í Litlagerði 12. Börnin urðu fjögur. Elstir eru tvíburarnir Kjartan, sem var prófessor í Ósló, en hann lést 2010, og Óttar kerfisfræðingur. Þá kom Helga Ragnheiður hjúkrunarfræðingur og yngst í systkinahópnum er Geirlaug grunnskóla- kennari. Fyrir átti Ottó Helgu Ursulu Ehlers, blaðamann í Köln, og Theodór Kristin, sem er viðskiptafræðingur. Ottó með konu sinni, Gyðu Jónsdóttur, á síðari hluta sjötta áratugarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.