Þjóðmál - 01.06.2020, Side 85

Þjóðmál - 01.06.2020, Side 85
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 83 hann er sjálfur eigandi starfsorku sinnar, en ef annar ráðstafar henni fyrst og fremst sjálfum sér til hags. Afstaða þjóðar, sem seld er undir yfirráð annarrar, er hin sama og þess sem í ánauð er. Slík var afstaða íslensku þjóðarinnar allt til 1918 þrátt fyrir nokkra rýmkun á rétti hennar síðustu áratugina þar á undan. En sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar að þessu leyti lauk með sigri 1918, segja sumir. Vissulega má til sanns vegar færa að þá hafi ánauð hennar verið lokið. En var fullt stjórnskipulegt frelsi hennar þar með fengið? Voru verkefni hinnar eiginlegu sjálfstæðisbaráttu þar með úr sögunni? Myndi sá bóndi telja sig að fullu frjálsan, sem að vísu mætti ákveða sjálfum sér og heima- fólki sínu reglur til að fara eftir, en þyrfti þó að leita samþykkis óðalsbónda á fjarlægri jörð til þess að fyrirmælin hefðu nokkra þýðingu? Ef hann mætti ekki hafa skipti við nágranna sína nema fyrir milligöngu óðalsbóndans eða öllu heldur vinnumanna hans, yrði að hafa einhvern þessara vinnumanna með í förinni ef hann skryppi í kaupstað og engin þessara viðskipta hefðu lögformlegt gildi nema óðals- bóndinn samþykkti? Ef hann að vísu mætti hafa eigin hund til að reka úr túninu, en hefði þó, til þess að víst væri að fjárreksturinn færi fram eftir öllum listarinnar reglum, jafnframt sérstaklega vaninn hund frá óðalsbóndanum til túngæslunnar? Og myndi bóndi telja þann eignarrétt á jörð sinni mikils virði sem því skil- yrði væri háður að þrjátíu menn aðrir mættu hafa af henni öll hin sömu not og sjálfur hann? Slíku frelsi myndi enginn íslenskur bóndi una til lengdar. Auðvitað þættu honum þessi kjör betri en alger ánauð, en honum myndi þykja það furðulegt ef honum væri sagt að nú væri frelsisbaráttu hans lokið. Og honum myndi þykja það óþörf spurning ef hann væri að því spurður hvort hann vildi nú ekki una þessum kjörum sínum enn um sinn, þegar sá tími væri kominn að hann ætti rétt á algeru frelsi. En aðstaða íslensku þjóðarinnar er eftir sambandslögunum einmitt hin sama og bónda þess sem nú var lýst. Íslendingar mega að vísu setja sér lög en þau hafa ekki stjórnskipulegt gildi nema konungur inn í Kaupmannahöfn samþykki þau. Íslendingar fara ekki með utanríkismál sín og mega enga samninga gera við önnur ríki nema í samráði við eða fyrir atbeina danska utanríkisráðuneytisins, og konungurinn í Kaupmannahöfn verður að samþykkja þá til þess að þeir hafi nokkurt gildi. Íslendingum er að vísu heimilt að hafa eigin varðskip til gæslu landhelgi sinnar, en þeim eru jafnframt til frekara öryggis fengin dönsk skip til gæslunnar. Íslendingar eiga að vísu land sitt, en þeir eru skyldir til þess að þola þrjátíu sinnum mann- fleiri þjóð, Dönum, öll hin sömu not af landinu og þeir sjálfir hafa. Ætla mætti að ekki þyrfti að hvetja neinn Íslending til að una slíku frelsi eigi lengur en hann er skyldur til samkvæmt ströngustu lögum. En sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar er orðin löng og í henni hefur margt furðulegt komið fyrir. Hin langa sjálfstæðisbarátta þjóðarinnar hefur verið þríþætt. Engan getur undrað þó að hin gamla yfirráðaþjóð okkar, Danir, hafi verið tregir til að sleppa völdum sínum hér á landi. Slíkt er í samræmi við mannlegt eðli. Óvild þeirra til Íslendinga hefur áreiðanlega ekki ráðið afstöðu þeirra, enda hefur hún sjálfsagt aldrei verið fyrir hendi. Metnaður og hagnaðar von hafa eflaust haft einhver áhrif. Þetta hafa samt ekki verið aðalorsakirnar. Bein góðvild hefur sennilega ráðið mestu um. Eftir aldalanga stjórn Dana á landinu var hag íslensku þjóðarinnar svo komið að bestu menn þeirra trúðu því í alvöru að Ísland væri ómagi sem Danmörk mætti eigi hendi af sleppa, heldur yrði með ærnum kostnaði að treina í lífið. Engan getur heldur undrað þó að erlendar þjóðir hafi yfirleitt látið sig sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar litlu skipta. Af eðlilegum ástæðum hefur þekking þeirra á málefnum Íslands verið lítill og áhuginn á þeim enn minni. Þeim sem lítið þekkja til lands eða þjóðar hlýtur að sýnast það ganga kraftaverki næst ef svo lítil þjóð sem Íslendingum tækist

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.