Fiskifréttir - 30.08.1996, Blaðsíða 1
ISSN 1017-3609
FRETTIR
32. tbl. 14. árg. föstudagur 30. ágúst 1996
V*
Smuguveiðarnar:
Búið að landa
4000tonnum
— lélegt hjá ísfiskskipunum en
þokkalegt hjá vinnsluskipum
Nú í lok vikunnar stefndi í að landaður afli íslenskra togara út Smugunni á
þessu sumri væri kominn í rúm 4000 tonn, miðað við afla upp úr sjó,
samkvæmt athugun sem Fiskiféttir hafa gert. Um miðja vikuna voru 17
skip búin að landa afla úr Smugunni eða voru á landleið og er áætlað
aflaverðmæti þessara skipa um 340 milljónir króna. Þessar tölur styðja
ágiskanir norsku strandgæslunnar um að Smuguaflinn í sumar geti verið
orðinn ríflega 20 þúsund tonn.
í hópi skipanna, sem landað
hafa afla fram að þessu eða eru á
heimleið, eru fáir frystitogarar en
þeim mun fleiri saltfisktogarar og
ísfisktogarar. Ljóst er að fæst ís-
fiskskipanna hafa riðið feitum
hesti frá veiðunum í Barentshafi.
Þó virðist Már SH hafa gert ágætan
túr en togarinn landaði 220 tonn-
um af ísfiski í Englandi í sl. viku að
verðmæti 20 millj. kr. Dagrún IS
seldi einnig í Englandi og fékk 11
millj. kr fyrir 120 tonna afla. Mun
lakari er árangur ísfiskskipanna
Harðbaks EA, Kaldbaks EA,
Hoffells SU og Hólmaness SU en
þessir togarar voru með 37-60 tonn
af ísfiski að verðmæti 2,4 til 5 millj-
ónir króna. Saltfisktogararnir hafa
margir hverjir náð þokkalegum ár-
angri og þannig voru, Hegranes
SK, Klakkur SH og Akurey RE
með 23-25 millj. kr túra og Rauði-
núpur ÞH var með um 15 millj. kr
aflaverðmæti.
Af skipunum 16 voru aðeins
fjórir frystitogarar og þar af höfðu
þrír, Engey RE, Örfirisey RE og
Hrafn Sveinbjarnarson GK náð
ágætum árangri. Afli skipanna upp
úr sjó var að jafnaði 500-600 tonn
og aflaverðmætið 50-65 millj. kr.
Alls hafa um 50 íslenskir togarar
verið að veiðum í Smugunni og
búast má við því að aflatölur og
aflaverðmæti hækki verulega
þegar vinnsluskipin ljúka sínum
túrum. í þessu sambandi má nefna
að Málmey SK var komin með
rúmlega 70 milljón króna aflaverð-
mæti í sl. viku en togarinn var þá
enn að veiðum.
Sjá nánar bls. 9
Krístrún RE:
Reynir netaveiðar á Hryggnum
— um leið og haldið verður til línuveiða
Áform eru uppi um að áhöfn
Kristrúnar RE reyni netaveiðar
djúpt úti á Reykjaneshryggnum á
næstunni. Skipið er eitt sjö ís-
lenskra línuskipa, sem fengið hafa
leyfi til þess að veiða karfa utan
kvóta á hryggnum á tímabilinu frá
1. ágúst til 15. október nk, og að
sögn Ásbjörns Jónssonar hjá Fisk-
kaupum hf. nær leyfið einnig til
netaveiða.
Kristrún RE hefur verið að
netaveiðum að undanförnu á hefð-
bundnum miðum og að sögn Ás-
björns hafa aflabrögðin verið frek-
ar léleg. Því hafi verið ákveðið að
halda til veiða út á Reykjanes-
hrygginn en þar hefur mjög stór
karfi fengist á línuna. Samkvæmt
tilraunaveiðileyfi sjávarútvegs-
ráðuneytisins má veiða karfann ut-
an kvóta fyrir utan línu sem dregin
er nokkurn veginn 150 mílur frá
landi en þetta er sama svæðið og
úthafskarfatogararnir hafa fengið
að stunda veiðar á án þess að
leggja kvóta á móti veiðinni.
— Við eigum 20 net sem þola
meira dýpi en er að finna á hefð-
bundinni netaslóð. Þessi net á að
vera hægt að leggja niður á um 600
metra dýpi án þess að þau eyði-
leggist og við höfum hugsað okkur
að gera tilraun til þess að veiða
karfann í þau. Netaveiðar hafa
verið stundaðar á stórum karfa úti
á Fjöllunum og við erum nokkurn
veginn vissir um að það er hægt að
fá þennan karfa í netin dýpra úti á
hryggnum, segir Ásbjörn Jónsson.
Dýrasti matfískur í heimi veiðist í lögsögunni!.
Bláuggatúnfiskur gengur inn í ís-
lensku landhelgina. Þetta er niður-
staða tilraunaveiða á túnfiski sem
japönsk skip stunduðu nú í ágúst-
mánuði. Tvö skip fengu leyfi til
veiðanna og fékk annað þeirra
stærsta túnfiskinn í veiðiferðinni
innan landhelginnar. Fiskurinn
var 2,64 metrar á lengd, 337 kíló að
þyngd og áætlað verðmæti þessa
eina fisks var rúmlega 800 þúsund
ísl. krónur. Myndina tók Hörður
Andrésson um borð í
túnfiskveiðiskip-
inu Ryuo Maro
Sjá nán-
ar bls. 8
SKIPAÞJONUSTA
Íssoí
Olíufélagið hf
Sjö íslensk línuveiðiskip hafa nú fengiö leyfi til að stunda utankvótaveiðar á stórum karfa innan landhelginn-
ar á svæðinu frá um 150 mflum og út að 200 mflunum á Reykjaneshryggnum. f leyfinu felst einnig að Ieyft
verður að veiða karfann í net og hyggst áhöfn a.m.k. eins línuskips gera tilraun til netaveiða. Meðfylgjandi
mynd var tekin um borð í Kristbjörgu VE úti á Reykjaneshryggnum en skipið hefur stundað veiðar á
hryggnum með góðum árangri tvö undanfarin sumur. Maðurinn, sem snýr baki í myndavélina, heitir
Geirharð Guðmundsson en niður um lúguna gægist Fldjárn Már Hallgrímsson
Mynd/Fiskifréttir: Gunnar Oddsteinsson