Fiskifréttir - 30.08.1996, Síða 2
2
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. ágúst 1996
Línuveiðar á Reykjanes-
hryggnum eru meðal þeirra
möguleika sem horft hefur verið
til hjá útgerðum kvótalítilla
skipa. Segja má að þessar veiðar
hafi fyrst hafist af einhverjum
krafti á síðasta ári og nú er svo
komið að aðrar þjóðir, einkum
Norðmenn, eru farnar að gera út
línuskip á þetta veiðisvæði í vax-
andi mæli. Islenskar útgerðir
hafa einkum horft til veiða á mjög
stórum og vænum karfa úti á
Reykjaneshryggnum en óhætt er
að fullyrða að bakslag hafi komið
í veiðarnar og áform um veiðar
fyrr á þessu ári þegar sjávarút-
vegsráðuneytið kvað upp úr um
að íslensk skip mættu ekki stunda
karfa veiðarnar án þess að hafa til
þess kvóta. Eftir viðræður við
ráðuneytið nú í sumar hafa sjö
skip fengið tilraunaveiðileyfi í tvo
og hálfan mánuð og á þeim tíma
telst karfaaflinn ekki til kvóta.
Skipin, sem fengu leyfið, eru
Tjaldur SH, Tjaldur II SH, Eld-
borg RE, Sighvatur GK, Aðalvík
KE, Kristrún RE og Kristbjörg
VE;
Áhöfnin á Kristbjörgu VE
hefur stundað veiðar á hinum
svokallaða aldamótakarfa innan
og utan landhelginnar á Reykj-
aneshryggnum undanfarin tvö
sumur. Að sögn Gests P. Gunn-
björnssonar skipstjóra byrjaði
hann veiðarnar að þessu sinni um
miðjan júní sl. Farnar hafa verið
fimm veiðiferðir og hefur aflinn
yfirleitt verið um 40 til 60 tonn af
fiski í túr.
— Við höfum oftast verið
u.þ.b. sjö daga að veiðum en
vegna þess hve siglingarnar eru
langar er ekki óalgengt að veiði-
ferðin hafi staðið í átta til tíu
daga, segir Gestur en hann segir
aflabrögðin nú í sumar heldur
lakari en á sama tíma í fyrra.
Gestur segir erfitt að átta sig á því
afhverju dregið hafi úr aflanum
en sennilega hafi það sitt að segja
að erlend línuveiðiskip, aðallega
norsk, hafi stóraukið sóknina á
hrygginn rétt utan landhelginnar
á þessu ári.
Mikill barningur
að fá leyfíð
Áhafnir og útgerðir íslensku
línuskipanna hafa barist fyrir því
að fá leyfi til þess að veiða stóra
karfann á Reykjaneshryggnum
án þess að leggja kvóta á móti en
leyfi til þess, svokallað tilrauna-
veiðileyfi, fékkst fyrst 1. ágúst sl.
Leyfið, sem gildir til 15. október
nk., nær til svæðis utan ákveð-
innar línu innan landhelginnar
eða frá um 150 mflum og þar fyrir
utan. Þetta er sama svæði og tog-
ararnir hafa fengið að veiða út-
hafs- eða djúpkarfa án þess að
leggja til kvóta á móti veiðinni.
— Það hefur verið mikill barn-
Karfi á hverjum krók. Kristbjörg VE að veiðum á hryggnum.
GesturP. Gunnbjörnsson á Kristbjörgu VE
Fráleitt að binda karfa-
veiðarnar á hryggnum í kvóta
ingur að fá þetta leyfi en sem betur
fer þá virðast stjórnvöld loksins
hafa áttað sig á því að það er út í
bláinn að binda þessar veiðar í
kvóta. Þegar kveðið var upp úr um
að menn þyrftu að leggja til kvóta
með veiðinni, jafnvel langt fyrir ut-
an 200 mflurnar, þá varð það ein-
faldlega til þess að menn hættu við
áform um að kanna þetta svæði.
Mér þótti þetta óskiljanleg afstaða
en skilaboðin frá stjórnvöldum
voru einföld. Okkur var sagt að
flagga bátunum út og þá væri ekk-
ert hægt að segja við því þótt við
veiddum karfa eða aðrar kvóta-
bundnar tegundir utan 200 míln-
anna. Ef við vildum sigla undir ís-
lenskum fána og veiða karfann við
hlið norsku skipanna þá áttum við
að leggja til kvóta. Þetta er ekki
hægt að skilja á annan hátt en þann
að íslenska kvótakerfið gildi fyrir
íslensk skip um öll heimsins höf ef
um er að ræða veiðar á kvóta-
bundnum tegundum, segir Gestur
en hann segir engan vafa leika á
því að afstaða íslenskra stjórn-
valda hafi orðið til þess að letja
útgerðir línuskipa til þess að kanna
Reykjaneshrygginn.
— Ég fagna því þessari breyttu
afstöðu og eins því að Hafrann-
sóknastofnun, sem ekkert veit um
þennan stóra karfa þarna úti á
hryggnum, skuli nú vera byrjuð að
rannsaka þennan stofn. Eftir því
sem ég veit best þá er fiskifræðing-
ur frá Hafró um borð í Tjaldi IISH
um þessar mundir og því ber að
fagna, segir Gestur.
Besta veiðin er í
smástreymi
Þrátt fyrir að karfinn á Reykja-
neshryggnum og sennilega allt
suður til Asoreyja hafi verið bund-
inn í kvóta fram til 1. ágúst sl. þá
hefur Kristbjörg VE sinnt þessum
Um borð í Kristbjörgu VE.
veiðum frá því um miðjan júlí og
segir Gestur að stærstur hluti afl-
ans hafi veiðst fyrir utan 150 mflna
línuna.
— Við byrjuðum reyndar veið-
arnar grynnra en lengst af höfum
við verið á milli 150 og 200 mflna
frá landi. Við höfum lítið farið út
fyrir 200 mflurnar nú í sumar en þá
brugðum við okkur út fyrir í
nokkra daga í síðasta túr. Aflinn
þá var frekar tregur og það skipti
engu hvort skipin voru innan eða
utan landhelginnar. Eðli þessara
veiða er þannig að aflabrögðin eru
mjög misjöfn frá degi til dags. Það
getur fengist góður afli í tvo til þrjá
daga í röð en síðan getur botninn
dottið úr veiðunum í jafn langan
tíma. Mín reynsla er sú að það sé
best að stunda veiðarnar í smá-
straumi en þegar straumur vex eða
stórstreymt er þá aflast minna. Það
er erfitt að hitta á réttu blettina í
strauminum og eins virðist mér
fiskurinn einfaldlega taka verr í
stórstreymi, segir Gestur en hann
segir að það sé sama hvort verið sé
að veiðum 150 mílur eða 250 mílur
frá landi. Karfinn, sem veiðist, er
allur mjög stór og vænn og lítið um
að smákarfi taki krókana. Auka-
afli er aðallega keila og ýmsar
háfategundir en lítið hefur orðið
vart við blálöngu eða löngu.
— Keilan hefur verið svona 20-
25% aflans á móti karfanum en
háfinn höfum við ekki hirt. Það er
mest af svartháfi en síðan höfum
við fengið sýnishorn af mörgum
öðrum háfategundum. Við settum
hálft tonn af svartháfi á markað
hér heima í tilraunaskyni en það
fengust ekki nema 6 krónur fyrir
kílóið. Það gengur ekki að hirða
háfinn fyrir það verð, segir Gestur
en er við ræddum við hann átti
Kristbjörg VE um 300-400 kíló af
svartháfi í gámi sem var á Ieiðinni á
fiskmarkaðinn í Bremerhaven.
Gestur sagði að spennandi væri að
sjá hvaða verð fengist fyrir háfinn í
Þýskalandi og vonandi kæmi að
því að hægt yrði að hirða þennan
fisk og selja hann gegn þokka-
legu verði.
Fá 90-100 kr/kg fyrir
karfann í Eyjum
Karfaaflinn af Kristbjörgu VE
hefur aðallega farið til vinnslu
hjá Vinnslustöðinni hf. í Eyjum
og hafa 90-100 kr/kg fengist fyrir
karfann. Gestur segir áhöfnina
sátta við þetta verð því ekki sé að
sjá að hærra skilaverð fáist fyrir
karfann yfir sumarið þótt fiskur-
inn sé fluttur utan í gámum.
— Það hefur farið smávægilegt
magn til Þýskalands en verðið
þar hefur verið 130-140 kr/kg.
Það er því hæpið að sá útflutning-
ur borgi sig en hins vegar gæti
verið hækkað í haust og þegar
kemur fram á vetur. Frakk-
landsmarkaður virðist ekki vera
fýsilegur kostur miðað við
reynslu okkar í fyrra. Við send-
um þá sitt hvorn gáminn til
Þýskalands og Frakklands og
verðið í Frakklandi var mun
lægra, segir Gestur en hann upp-
lýsir að fyrirhugað hafi verið að
reyna að fiska í siglingu í síðasta
túr en hætt var við þau áform.
— Við hefðum þurft að ná 70-
80 tonna afla til þess að geta rétt-
lætt siglingu en því miður tókst
ekki að ná þeim afla.
Þetta er í einu orði
sagt óþverrabotn
Eins og grein hefur verið frá í
Fiskifréttum hafa norsku bátarn-
ir, sem stunda karfaveiðarnar á
hryggnum, gert tilraunir með
nýja aðferð á línuveiðunum sem
nefnd hefur verið lóð- eða sníkju-
lína. Gestur segir áhöfnina á
Kristbjörgu VE hafa reynt þessa
aðferð með 11,5 mm línunni.
— Aðferðin felst í að leggja
línuna lóðrétt niður á botninn.
Norðmennirnir hafa reyndar haft
þéttara á milli króka en við og
þeir nota flotefni í línurnar en við
höfum leyst það vandamál með
því að nota flotkúlur. Þessi að-
ferð hefur skilað okkur góðum
árangri á sumum stöðum en lak-
ari á öðrum eins og gengur og
gerist. Maður þarf að hitta á réttu
blettina til þess að fá góðan afla
en þessari aðferð er aðallega
beitt til þess að forðast veiðar-
færatjón. Á svæðinu frá 150 mfl-
unum og út er bara kórall og ap-
alhraun í botni og í einu orði sagt
þá er þetta óþverrabotn, segir
Gestur en hann segist vita til þess
að eitt norskt skip hafi reynt fyrir
sér á netaveiðum á hryggnum á
dögunum.
— Ég veit ekki hvernig sú til-
raun gafst en ég held að það sé
ómaksins vert að reyna netaveið-
ar þarna, segir Gestur P. Gunn-
björnsson.
FRETTIR
Útgefandi: Fróði hf.
Héðinshúsinu, Seljavegi 2,
101 Reykjavtk
Pósthólf 8820,128 Reykjavik
Símí: 515 5500
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Guðjón Einarsson
Ritstjórnarfulltrúi:
Eiríkur St. Eiriksson
Ljósmyndarar:
Gunnar Gunnarsson
Hreinn Hreinsson
Kristján E. Einarsson
Auglýsingastjóri:
Hertha Árnadóttir
Ritstjórn:
Sími 515 5610
Telefax 515 5599
Auglýsingar:
Sími 515 5558
Telefax 515 5599
Áskrift og innheimta:
Sími 515 5555
Telefax 515 5599
Stjórnarformaður:
Magnús Hreggviðsson
Aðalritstjóri:
Steinar J. Lúðvíksson
Framkvæmdastjóri:
Halldóra Viktorsdóttir
Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Grafík hf.
Áskriftarverð: 3.984 kr. m.vsk. maí-ágúst 1996
Hvert tölublað í áskrift 249 kr. m.vsk.
Þeir sem greiða áskrift með greiðslu-
korti fá 10% afslátt, þannig að áskriftar-
verð verður 3.586 kr. fyrir ofangreint
tímabil og hvert tölublað þá 224 kr.
Lausasöluverð 349 kr. Allt verð m.vsk.
Handbókin SJÁVARFRÉTTIR fylgir
áskrift að Fiskifréttum, en hún kemur
út í byrjun september ár hvert.
ISSN 1017-3609