Fiskifréttir - 30.08.1996, Side 3
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. ágúst 1996
Fiskiskip/endurbætur
Steinunn SH
orðin sem ný
— eftir umfangsmiklar endurbætur
Steinunn SH 167 frá Ólafsvík hefur gengist undir miklar breytingar
undanfarin ár. Segja má að smiðshöggið hafi verið rekið á verkið í vor og
sumar og var skipið sem nýtt þegar eigendurnir tóku við því nú í vikunni
að lokum síðasta þættinum í þessum endurbótum.
Haustið 1990 hófst fyrsti kafli
þessa verks þegar nýr vélbúnaður
var settur í skipið, þ. á. m. ný 715
hestaafla Caterpillarvél. Síðastlið-
ið haust var svo settur nýr skutur á
skipið og við það lengdist það um
tvo metra. Jafnframt var komið
fyrir nýjum tækjum í brúna, þar á
meðal ratsjá og dýptarmæli frá
Furuno og stærri vélbúnaði fyrir
Maxsea tölvu. í vor var svo tekið
til hendinni á ný og allt endurnýjað
ofan þilfars hjá Stálsmiðjunni hf.
Komið var fyrir nýju stýrishúsi og
byggt alveg út í stjór. Skipstjóra-
klefinn færðist niður á miðhæðina
og þar fékkst rými fyrir viðbótar-
klefa. Eldhús og borðsalur voru
færð til. Nýju sónartæki frá Furuno
var bætt við í brúna. Nýjum snur-
voðar- og togvindum frá Osey hf.
var komið fyrir á skipinu. Pá var
millidekkið endurnýjað og klætt,
nýjar raflagnir settar og ýmsar aðr-
ar lagfæringar gerðar. Að síðustu
var Steinunni SH siglt til Skipa-
smíðastöðvar Njarðvíkur þar sem
hún var sandblásin og máluð með
Hempels málningu frá Slippfélag-
inu Málningarverksmiðju.
Steinunn SH að loknum endurbótum nú í vikunni. (Mynd: Snorri Snorrason).
Á dragnót allt árið
Steinunn SH 167 er 144 brúttó-
lesta stálbátur smíðaður í Garða-
bæ árið 1971 en lengdur og yfir-
byggður árið 1982. Hann er í eigu
samnefnds útgerðarfélags í Olafs-
vík en að því standa fimm bræður
og faðir þeirra. „Það má segja að
við séum komnir með nýjan bát,
það er ekki hægt að hafa þetta öllu
nýrra,“ sagði Brynjar Kristmun-
dsson, einn eigendanna, í samtali
við Fiskifréttir. „Síðastliðin tvö ár
höfum við eingöngu verið á drag-
nót og gengið ljómandi vel. Uppi-
staða aflans er þorskur en á vorin
höfum við verið að taka flatfisk.
Við reynum að ná í skarkola þegar
við getum, en fram að þessu höfum
við ekki haft möguleika á tegund-
um eins og skrápflúru. Til þess að
geta stundað veiðar á henni þarf
meira tóg en þá 1.000 faðma sem
rúmast hafa á hverri tromlu. Eftir
breytingarnar verður það hins veg-
ar hægt. Ætlunin er að vera áfram
á dragnótarveiðum, en við erum
einnig útbúnir til veiða með netum
og trolli, ef svo verkast vill,“ sagði
Brynjar.
Gervihnattaeftirlit í Smugunni:
Fylgst með Smuguskipum utan úr geimnum
Hvítu punktarnir tákna íslensku togarana sem raða sér á landhelgislínuna
í suðvesturhorni Smugunnar. Teikning af Smugunni á innfellri mynd.
Tromsö — Magnús Þór Hafsteinsson
Meðfylgjandi mynd var tekin úr
gervihnetti í 800 km hæð yfir
Smugunni í Barentshafi 20. ágúst
sl. og sýnir hvernig togararnir, sem
þá stunduðu veiðar þar, dreifðust
um svæðið. Hvítu punktarnir eru
togararnir á dökkum haffletinum.
Eins og sjá má togaði flotinn þá
eftir línunum sem marka norsku
efnahagslögsöguna í suðri og Sval-
barðasvæðið í vestri.
Myndin var tekin úr fullkomn-
um ratsjárgervihnetti sem
Kanadamenn skutu upp í nóvemb-
er í fyrra. Norski sjóherinn kaupir
myndir frá þessum gervihnetti sem
sendar eru beint til jarðstöðvar í
Tromsö. Norska strandgæslan
styðst við þessar myndir til að
fylgjast með skipaumferð í Bar-
entshafi. Dagblaðið Norðurljós í
Tromsö greinir frá því að síðast-
liðna mánuði hafi umfangsmiklar
prófanir fari fram á búnað hnattar-
ins. Norðmenn hafa fjárfest í
tækjabúnaði fyrir 200-250 milljónir
ísl. króna til að taka á móti mynd-
um frá hnettinum. Að sögn blaðs-
ins tekur það hnöttinn einn og
hálfan tíma að fara einn hring um-
hverfis jörðu og hann getur vaktað
svæði frá 300 ferkílómetrum niður
í 10 fermetra í einu.
Eins og sjá má staðfestir myndin
lýsingar sjómanna á því hvernig
togaraflotinn togar kerfisbundið
eftir landhelgislínunum í von um
að veiða þorskinn um leið og hann
syndir inn í Smuguna. Væri lína
dregin milli punktanna kæmu
landhelgismörkin fram.
Efst fyrir miðri mynd má greina
sex skip sem að líkindum eru stödd
inni á Svalbarðasvæðinu. Norð-
menn segja þetta vera hentifána-
togara, sem skráðir eru í Sierra
Leone og Panama en eru flestir í
eigu Portúgala. Þeir stunda þarna
veiðar á skrápflúru í botntroll en
reglugerðir um veiðar á Svalbarða-
svæðinu ná ekki yfir skrápflúruna,
sem hingað til hefur verið vannýtt í
Barentshafi.
Fj ölstof naráðstef na
Hafrannsóknastofnunarinnar
Hafrannsóknastofnunin býður til ráðstefnu þar sem
niðurstöður svonefndrar fjölstofnaáætlunar stof-
nunarinnar, sem staðið hefur yfir frá árinu 1992,
verða kynntar með erindum og veggspjöldum.
Tími: 3. og 4. september kl. 09 til 17 báða dagana.
Staður: Scandic Hótel Loftleiðir - ráðstefnusalur.
Fjallað verður um efni ráðstefnunnar í stuttum
erindum (20 mínútur) á 6 þemafundum og með
veggspjaldasýningu. Alls verða flutt 25 erindi og 10
veggspjöld verða til sýnis.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.
Dagskrá:
Þriðjudagur 3. september:
09:00
09:10-10:55
11:00-12:05
12:05-13:05
13:05-13:45
13:50-14:30
15:00-17:00
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra, setur ráðstefnuna.
Dýrasvif og uppsjávarfiskar.
Botndýr og fæða botnfiska.
Matarhlé.
Botndýr og fæða botnfiska (framh.).
Veggspjaldakynning: Fæða fiska
Fæðuþættir og atferli þorks.
Miðvikudagur 4. september:
09:00-10:20
10:25-12:05
12:05-13:05
13:05-14:45
15:15-17:00
Fæðuvistfræði sjófugla.
Fæðunám sjávarspendýra.
Matarhlé.
Fjölstofnalíkan byggt á útbreiðslu,
göngum, vexti og áti fiska.
Samantekt, almennar umræður og
ráðstefnulok
Að ráðstefnu lokinni verða veitingar í boði
s j ávarútvegsráðherra.