Fiskifréttir - 30.08.1996, Side 4
4
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. ágúst 1996
Fréttir
Norðmenn stórveldi í vinnslu á síld:
Veiða 40% heimsaflans á þessu ári
I Renni-
/ x •
smiði
= HÉÐINN =
SMIÐJA
STÓRASI 6 • GARDABÆ • SÍMI 565 2921 • FAX 565 2927
Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta
Heimsaflinn af sfld árið 1993 var
tæpar 2,1 milljón tonna. Af því
veiddu Norðmenn rúmlega
300.000 tonn. Síðan hefur heims-
aflinn staðið nokkurn veginn í
stað, en Norðmenn aukið sinn
hlut. í ár munu þeir veiða tæp
800.000 tonn af sfld eða tæplega 40
prósent heimsaflans. Síldarafli í
Atlantshafi í ár verður meira en ein
og hálf milljónir tonna. Þetta kom
fram á ráðstefnu sem norski bank-
inn Kreditkassen hélt í Álasundi í
síðustu viku.
Á meðan Norðmenn sátu ein-
ir að norsk íslensku-síldinni um
árabil notuðu þeir tímann vel til að
styrkja samkeppnisaðstöðu sína.
Byggður var upp geysiöflugur sfld-
ariðnaður til vinnslu á sfld til
manneldis. Einnig öfluðu þeir
nýrra markaða, einkum í Austur-
Evrópu. Nú geta alls 45 fisk-
vinnslustöðvar tekið við sfld til
vinnslu í landi og fryst 9.500 tonn
af sfld í einu. Geymslupláss fyrir
síld er 145.000 tonn og landvinnsl-
an getur á ársgrundvelli alls tekið á
Aflmiklar dælur í ýmsum stærðum!
móti 1,6 milljón tonnum af hráefni
frá uppsjávarfiski, einkum síld og
makrfl. Þrjú fyrirtæki, Skaarfish,
Domstein og Global ráða yfir
helmingi framleiðslugetunnar.
Langflest fyrirtækin eru staðsett á
vesturströnd Noregs.
Miklir yfirburðir í
Austur Evrópu
Norðmenn hafa mikla yfir-
burði á mörkuðum í Austur-
Evrópu og Rússlandi. Þangað
seldu þeir 300.000 tonn af síld til
manneldis í fyrra, sem var nær
helmingurinn af sfldarafla þeirra.
Norðmenn eru einnig umsvifa-
mesti sfldarinnflytjandinn til ESB
landanna. Þangað voru seld
150.000 tonn af sfld í fyrra. Um
20.000 tonn voru seld til Japans.
Nokkur óöryggis gætir þó enn í
sfldarviðskipum við lönd Austur-
Evrópu. Norskir sfldarútflytjend-
ur neyðast til að gefa sfldarkaup-
endum í Austur-Evrópu greiðsl-
ufresti á eigin reikning, oft með
lágum eða engum vöxtum. Á ráð-
stefnunni var varað við því að auka
áhættuna frekar með aukinni sölu
á sfld til Austur-Evrópu, og hvatt
til að reynt yrði að fá banka í Aust-
ur-Evrópu til að taka þátt í við-
skiptunum í formi lána og annarrar
fyrirgreiðslu til innflutningsaðila.
Þórir SF 77 keyptur til Skagastrandar:
Rafknúnar dælur
0,37 til 15 kw
Hringrásardælur, brunndælur, sjódælur úr
kopar, neysluvatnsdælur með jöfnunarkút,
olíudælur, smúldælur o.fl.
Dæmi um verð á dælum - 1 eða 3 fasa (verð m/vsk.):
PK alhliða dælur 40 lítra/mín. 40 m.v.s. kr. 7.180,-
CK olíu-eða vatnsdælur 50 lítra/mín. 47 m.v.s. kr. 19.340,-
JSW neysluvatnsdælur 160 Iítra/mín. 60 m.v.s. kr. 33.850,-
SV brunndælur 600 lítra/mín. 12 m.v.s. kr. 55.500,-
F bruna- og smúldælur 700 lítra/mín. 55 m.v.s. kr. 83.780,-
Úrvalsdælur á ótrúlega góðu verði.
Sendum um land allt.
VÉLASALAN HF.
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 552 6122.
Óikum útyerð 09 áhöfn innilo?a til hamin?ju með skipið.
vrnnunn $H-i67 QT Ótbúin cftirfarandi tækjum frá FURUÍIO:
- CH-36 $ónar. - FCV-382 Dýptarmælir. - 6P-80
- FR-1510 ÍHKII Radar. - FflP-330 íjálfitýrin?. GPMtaðtetnin?artæki.
Brimrún hf
Hólmaslóð 4 • 101 Reykjavík • Sími 561 0160 • Fax 561 0163
Kaupverðið var
80 millj. króna
Jökull ehf. á Skagaströnd gekk
nýlega frá kaupum á Þóri SF 77 frá
Hornafirði. Engar aflaheimildir
fylgdu með í kaupunum og var
kaupverð skipsins 80 milljónir
króna.
Það eru hjónin Stefán Jósefsson
skipstjóri og Sigríður Gestsdóttir
sem eru eigendur Jökuls ehf. Þau
hafa gert út 57 brúttórúmlesta eik-
arbát, Ólaf Magnússon HU 54, á
rækju-, skel- og netaveiðar og mun
Þórir SF, sem er 125 brúttórúm-
lestir að stærð, fá nafn gamla báts-
ins. Gamli báturinn, sem stendur á
fertugu, verður síðan seldur kvóta-
laus en með veiðileyfi.
Að sögn Lárusar Ægis
Guðmundssonar, framkvæmda-
stjóra Hólaness hf. á Skagastönd,
sem verið hefur eigendum Jökuls
ehf. innan handar varðandi kaupin
á Þóri SF, er hugmyndin að gera
skipið eingöngu út til rækjuveiða.
Jökull ehf. bætti kvótastöðu sína í
rækjunni á sl. ári með kaupum á
varanlegum rækjukvóta og verður
Ólafur Magnússon HU 54 gerður
út með 200 tonna úthafsrækju-
kvóta, 200 tonna innfjarðarrækju-
kvóta og um 130-140 tonna botn-
fiskveiðikvóta, sem að mestu er
bundinn í þorski, á næsta kvótaári.
ÍTfiERD4RjHMlV
VÉLSTJÓRÆR
Sem aðilar að
alþjóðlegu þjónustuneti
TURBONED B/V,
bjóðum við varahluti og
þjónustu fyrir BROWN
BOVERI afgastúrbínur.
Eigum á lager eða útvegum fljótt helstu slithluti í
BBC og NAPIER túrbínur. Erum viðurkenndir
þjónustuaðilar fyrir NAPIER túrbínur.
Útvegum skiptihluti, s.s. uppgerða rótora o.fl.
Allir uppgerðir hlutir eru viðurkenndir af Lloyds.
Gerið verðsamanburð! ^
MDvélar hf.
FISKISLÓÐ 135-B, PÓSTHÓLF 1562, 121 REYKJAVÍK
SÍMI 561 0020, FAX 561 0023