Fiskifréttir


Fiskifréttir - 30.08.1996, Side 5

Fiskifréttir - 30.08.1996, Side 5
FISKIFRÉTTIR 30. ágúst 1996 Höfum við gengið tilgóðs...? — eftir Ágúst Einarsson Það hafa orðið miklar breytingar í sjávarútvegi undanfarin 25 ár. Vinnuafl í sjávarútvegi hefur þó ekki breyst mikið á þessu tíma- bili. Fyrir aldarfjórðungi unnu 13% vinnufærra manna beint við fiskveiðar og - vinnslu en nú er hlutfallið rúmlega 11%. Hvað hefur breyst? Þær breytingar sem setja eink- um mark sitt á síðustu 25 ár eru eftirfarandi: * Veruleg endurnýjun í togara- flotanum með skuttogurum. * Gámaútflutningur stórjókst á tímabili, en síðar dró úr hon- um. * Frystitogarar urðu mjög mikil- vægur þáttur í botnfiskvinnslu, en þeir þekktust ekki hérlendis fyrir 25 árum. * Verðlagskerfi innanlands ger- breyttist með frjálsu fiskverði, afnámi Verðlagsráðs og upp- byggingu innlendra fiskmark- aða. * Ör tækniþróun, einkum í fisk- veiðum, m.a. með nýjum tækj- um. * Úthafsveiði, sem var nær eng- in fyrir 10 árum, hefur stórauk- ist. * Fjárfestingar Islendinga í sjáv- arútvegi hafa margfaldast á síðustu árum. * Fjárhagsstaða sjávarútvegsfyr- irtækja hefur styrkst verulega á síðustu árum, m.a. vegna þátt- töku á hlutabréfamarkaði. * Nýjar fisktegundir skipta sí- fellt meira máli eins og rækja og loðna en hvalveiðar hættu á þessum tíma. Þessar breytingar eru meiri og mikilvægari en flestir gera sér grein fyrir og hægt er að skrifa langt mál um hvern þessara ein- stöku þátta. Hvað hefur lítið breyst? Það er einnig forvitnilegt að velta fyrir sér þeim sviðum þar sem litlar breytingar hafa átt sér stað. * Sölu- og markaðsmál hafa ekki breyst mikið. Að vísu er nú frjáls útflutningur í allar áttir en stóru söluaðilunum hefur tekist vel að halda stöðu sinni. * Það hafa orðið litlar breytingar á launakerfum í sjávarútvegi. Hlutaskiptakerfið er nær óbreytt og nokkrar útfærslur af bónuskerfum hafa verið reyndar í fiskvinnslunni. Að öðru leyti er þar ekki um mikla þróun að ræða. * Kjarasamningaferillinn, sem markar mikilvæga umgjörð í sjávarútvegi, hefur lítið breyst undanfarna áratugi. * Skipulag greininni hagsmunasamtaka í hefur nær ekkert breyst, hvorki hjá atvinnurek- endum né verkalýðshreyfingu. * Uppbygging opinberra aðila hefur ekkert breyst. Fiskmatið lagðist af en annars konar eftir- litskerfi var byggt upp í staðinn. * Skipulag hafrannsókna, ráðu- neytis, lánasjóða og staðan inn- an stjórnsýslunnar hefur verið óbreytt mjög lengi. * Þjónustuaðilum í sjávarútvegi hefur vaxið nokkuð fiskur um hrygg en þrátt fyrir það eru að- föng sjávarútvegs enn að veru- „Talsmenn sjávarútvegs á íslandi mega ekki falla í þá gryfju að vilja sértækar lausnir fyrir sig og sma (í legu leyti erlend, þótt einstaka iðnfyrirtækjum hafi tekist að marka sér góða stöðu hérlendis og erlendis, en þau eru ekki mörg. * Ekki hefur tekist að auka þátt sjávarútvegs í hagkerfinu. Þann- ig er hlutur sjávarútvegs í verð- mætasköpun í landinu um 16% og hefur óbreyttur í tvo áratugi. * Gjaldeyristekjur sjávarútvegs eru um 50% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar og hefur það hlut- fall verið óbreytt í tvo áratugi. * Útflutningur hérlendis er um 35% landsframleiðslunnar og hefur staðið í stað í tvo áratugi. Það er alvarlegt vegna þess að útflutningur hefur verið upp- spretta aukinnar verðmæta- sköpunar hjá fjölmörgum nágrannaríkjum okkar, enda höfum við dregist verulega aft- ur úr þeim á síðustu 15 árum. * Menntun hefur nokkuð aukist í sjávarútvegi, m.a. vegna starfsfræðslu í fiskvinnslu, en áhugi á skipstjórnarmenntun hefur minnkað, og enn er til- tölulega fátt háskólamenntað fólk að störfum í sjávarútvegi. Nú má ekki alhæfa og segja að það sé slæmt að ekki verði miklar breytingar á ýmsum sviðum. Hlutirnir geta verið í góðu lagi og ekki þarf alltaf að breyta þeim í grundvallaratriðum til að ná betri árangri. Þetta á hins vegar alls ekki við öll þau svið sem talin eru upp hér að ofan og reyndar fæst þeirra. Gott má bæta Það er ljóst í mínum huga að mikið framfaraskeið hefur verið síðustu 25 ár, einkum í sjávar- útvegi. Það má ekki gleyma því að mesta bylting íslandssögunnar varð í upphafi þessarar aldar með vélbátunum þegar Island breytt- ist á örfáum áratugum úr frum- stæðum sjálfsþurftarbúskap landbúnaðarsamfélagsins í iðn- vætt þéttbýlissamfélag með sjáv- arútveg sem aflvél hagkerfisins. Þetta byggðist m.a. á frjálsri verslun, samkeppni auðlinda og manna, framtaki og framsýni manna í sjávarútvegi. Þótt þessi saga sé glæsileg þá má ekki gleymast að kröfur til sjávarútvegs eru enn mjög miklar og verður svo áfram. Sjávarútvegurinn verður að laga sig betur að því að verð- mætasköpun í heiminum er að færast úr hefðbundinni fram- leiðslu í ýmis konar þjónustu. Sérhyggja og einangrun ein- stakra atvinnugreina ber dauð- ann í för með sér. Undirritaður er sannfærður um það að hefði ekki verið slegið það varnar- og verndarkerfi um landbúnað hér fyrr á árum, sem enn er að verulegu leyti í fullum gangi, þá væri landbúnaður á Is- landi mun blómlegri en nú er, afkoma þar betri og landbúnaður stærri þáttur í hagkerfinu. Sjávarútvegur á Islandi og talsmenn hans mega ekki falla í þá gryfju að vilja sértækar lausnir fyrir sig og sína. Sá tími er liðinn ekki hvað síst með því að undan- farin ár hefur okkur tekist að haga efnahagsstjórn okkar líkt og gerist í nágrannalöndunum. Það er ef til vill stærsta breytingin síð- ustu 25 ár. Höfundur er alþingismaður. 5 Fréttir Aiþjóðahafrannsóknaráðið: Makrílnum stafar hætta af ofveiði Tromsö — Magnús Þór Hafsteinsson Fiskifræðingar Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins telja að makrfll- inn í Norður-Atlantshafi sé nú verulega ofveiddur. Yeiðiálagið hefur aukist um helming síðastlið- in þrjú ár og stofninn minnkað. Nú er talið að makríllinn sé í sögulegu lágmarki. Þetta kemur fram í ástandsskýrslu norsku hafrann- sóknastofnunarinnar. Fiskifræðingar ráðlögðu að ekki yrði veitt meira en 300.000 tonn af makríl í ár, en heildarkvóti var ákveðinn tæplega 420.000 tonn. Af honum veiða Norðmenn 127.000 tonn. Raunverulegar veiðar eru þó langtum meiri. Tals- verðu af smærri makríl er kastað í sjóinn af veiðiskipum þar sem sjó- menn sækjast eftir stórum og verð- miklum makríl til að ná sem mestu út úr kvótum sínum, og austur- evrópsk skip stunda kvótalausar veiðar á alþjóðlega hafsvæði sunn- arlega í Síldarsmugunni. Heimsaflinn af makríl var 2.250.000 tonn árið 1993. Af þessu voru 800.000 tonn makríll úr Atl- antshafi, en ein og hálf milljón tonna veiddist af Kyrrahafsmakríl. (Benda má á að fjallað var um makrílinn í Norðaustur-Atlants- hafi í grein hér í Fiskifréttum í 15. tbl. á síðastliðnu ári). Norðmenn telja markaðshorfur fyrir sfld og makrfl góðar Norðmenn telja að markað- shorfur fyrir makríl og síld séu góðarþessastundina. Markaðirnir hafa verið í örum vexti undanfarin ár og reiknað er með að þessi vöxt- ur haldi áfram. Norðmenn hafa tvöfaldað útflutningsverðmæti á síld og makríl á undanförnum tveimur árum. I fyrra var útflutn- ingsverðmætið um 24 milljarðar ís- lenskra króna og reiknað er með að það verði hærra í ár. Aukið framboð og birgðasöfnun á jap- önskum makríl mun hugsanlega valda þrýstingi á Japansmarkaði, en á hinn bóginn virðast markaðir í Austur-Evrópu vera nánast ómett- anlegir. Eftirspurnin í Austur- Evrópu hefur leitt til stöðugra verðhækkana á sfld og makrfl und- anfarin ár. Japansmarkaður er mjög mikilvægur fyrir norskan makríl. Norðmenn seldu Japönum alls 140.000 tonn af makríl á síð- asta ári sem var 94% af innfluttum makríl þangað. Þetta kom fram á ráðstefnu sem norski bankinn Kreditkassen stóð fyrir í Alasundi í síðustu viku. Norðmenn binda vonir við að markaðir í Suðaustur- Asíu og Kanada opnist von bráðar fyrir sfld og makrfl, og þar með muni álagið á aðra markaði þeirra í dag minnka og takast muni að halda uppi hagstæðu verði. Norð- menn eru bjartsýnir á að þetta tak- ist. Árið 1988 fluttu þeir út makríl til 33ja landa. í fyrra var makríllinn seldur til 50 landa. Fiskmarkaðir Allir markaðir Vikan 18.-24. ágúst 1996 Tegund Hám. verð (kr/kg) Lágm. verð (kr/kg) Meðal- verð (kr/kg) Magn (kg) Annar afli 597,00 5,00 72,38 178.740 Grálúða 150,00 137,00 149,51 17.254 Karfi 90,00 5,00 66,53 98.373 Keila 80,00 15,00 67,78 59.057 Langa 110,00 16,00 80,09 11.150 Lúða 570,00 100,00 268,31 11.904 Skarkoli 270,00 30,00 101,82 75.285 Steinb. 127,00 10,00 95,63 42.446 Ufsi 63,00 10,00 48,03 210.168 Ýsa 140,00 20,00 72,74 229.297 Þorskur 165,00 88,60 905.559 80,95 1839.233 Olía á hafi úti Olíuskip á vegum High Sea Services verða reglulega á eftirfarandi svæðum með: • Svartolíu - IFO 30 • Gasolíu • Vatn • Smurolíu • Reykjaneshryggur • Barentshaf • Flæmski hatturinn • Hjaltlandseyjar • Önnur svæði eftir samkomulagi Gára ehf. - skipamiðlun Skútuvogi 1-B, 104 Reykjavík Sími: 581-1688. Fax: 581-1685 Heimasímar: Kári Valvesson - 555-2479 Sigvaldi Hrafn Jósafatsson - 567-0384

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.