Fiskifréttir


Fiskifréttir - 30.08.1996, Side 6

Fiskifréttir - 30.08.1996, Side 6
7 Sauðárkrókur/rækjuvinnsla FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. ágúst 1996 — Þetta er það skynsamlegasta í stöðunni. Innfj arðarrækjuveiðarn- ar hefjast í byrjun október og við getum einfaldlega ekki hafið vinnslu miðað við núverandi birgðastöðu. Mér skilst að staðan sé svipuð hjá mörgum öðrum rækjuvinnslum og ég veit til þess að verið er að undirbúa svipaðar aðgerir hjá fleiri verksmiðjum hér í nágrenninu, segir Ágúst en hann segir að með framleiðslustöðvun- inni sé fyrst og fremst verið að leita leiða til að grynnka á birgðum og minnka áhættu fyrirtækisins. Lækkandi afurðaverð og birgðasöfnun hjá rækjuverksmiðj- unum hefur orðið til þess að for- ráðamenn í rækjuiðnaði hafa lýst því yfir að hráefnisverð hljóti óhjá- kvæmilega að lækka á næstunni. Ágúst tekur í sama streng og hann segist búast við því að samningar um rækjuverð verði gerðir til skamms tíma. —• Ég á von á því að samið verði um verð á innfjarðarrækjunni fyrir lok septembermánaðar og senni- lega mun sá samningur aðeins gilda til áramóta. Við höfum gert sérsamninga hér á Sauðárkróki við áhafnir okkar viðskiptabáta á inn- fjarðarrækjuveiðunum og eins við áhöfnina á Haferni SK á úthafs- rækjuveiðunum. Peim veiðum var hætt nú í síðustu viku vegna birgðasöfnunarinnar, segir Ágúst. Rækjan úr norðurkantinum best til vinnslu Að sögn Ágústs er það súrt í broti að þurfa að grípa inn í rækju- veiðarnar með þeim hætti sem nú hefur verið gert. — Pað er alls staðar góð veiði og hjá þessu fyrirtæki er ekki hægt að kvarta undan því að erfitt hafi verið að fá hráefni til vinnslu. Út- hafsrækjuveiðar Hafarnar Sk hafa gengið mjög vel og báturinn er ákaflega vel mannaður. Um inn- fjarðarveiðarnar þarf ekki að fjöl- yrða. Rækjustofninn í Skagafirði hefur verið á mikilli uppleið og bátarnir hafa verið fljótir að ná kvótum sínum. Pað hefur reyndar valdið okkur vonbrigðum undan- farin tvö ár að innfjarðarrækjan hefur farið smækkandi en við erum að vona að þar geti orðið breyting á. Jökull SK hefur fengið stærri og betri rækju á grunnslóð hér í Skagafjarðardjúpi en vart hefur orðið við undanfarin ár og það gæti bent til batamerkja, segir Ágúst en í máli hans kemur fram að besta rækjan, sem berst til vinnslu hjá Dögun ehf., komi úr kantinum fyrir norðan land. — Það eru að jafnaði um 200 stykki í hverju kílói í aflanum sem berst úr norðurkantinum. Inn- fjarðarrækjan hefur hins vegar verið heldur smá eða um 300 stykki eða meira í hverju kílói. Rækjan af Flæmingjagrunni er stærri en innfjarðarrækjan en það er ekki óalgengt að um 230-240 stykki séu í hverju rækjukílói sem hingað berst frá Flæmingjagrunni, segir Ágúst Guðmundsson. Ágúst Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Dögunar ehf. hlut í útgerð togaranna Eriks BA og Kan BA sem stunda rækjuveið- ar á Flæmingjagrunni. — Hráefnisöflun okkar byggir Ekki þarf marga starfsmenn til eftirflokkunar eftir að rækjan hefur farið undir leysigeislann. Nafnið „kerlingarbani“ er einmitt dregið af því að flokkarinn hefur komið í stað fjölda starfsmanna, aðallega kvenna, sem unnið hafa við að flokka frá útlitsgallaða rækju hugsanlega auka nýtinguna. Þótt staðan sé erfið í augnablikinu þá er rétt að hafa hugfast að öll él birtir upp um síðir og eins hefur komið í ljós að það er of lítið fyrir okkur að pilla með aðeins tveimur pillunar- vélum á mestu álagstímunum, seg- ir Ágúst en hann segir sveiflur tíð- ar á rækjuveiðunum og framleið- endur verði að laga sig að þeim. — Síðasta ár var mjög hagstætt rækjuverksmiðjunum en því miður var uppsveiflan sem hófst í fyrra- vor of skammvinn. Afurðaverðið hækkaði mjög hratt og sumir vilja halda því fram að verðið hafi verið of hátt á vissu tímabili og það hafi hreinlega skaðað markaðinn. Um er litið og það er því e.t.v. ekki skrýtið að afurðaverðið lækki, seg- ir Ágúst en hann upplýsir að verð- lækkunin taki til svo til allra flokka af frystri iðnaðarrækju sem seldir eru á markað í Evrópu. Smæsta rækjan hefur lækkað mest eða um 25-30% frá því á sama tíma í fyrra og stærstu flokkarnir af iðnaðar- rækju hafa lækkað um 10%. Grynnka á birgðum og minnka áhættu Ágúst segir að sú ákvörðun hafi verið tekin í stjórn Dögunar ehf. að gera hlé á rækjuvinnslunni um sl. helgi á meðan staðan á mörkuð- unum sé að skýrast. Haförn SK 17. Dögun ehf. gerir skipið út til úthafsrækjuveiða árið um kring Flokkaðri rækju pakkað í poka Mikill uppgangur hefur verið í rækjuveiðum íslenskra skipa á undanförnum árum. Rækjustofninn innan landhelginnar hefur vaxið og dafnað sem aldrei fyrr og að auki hafa íslensk skip sótt góða búbót á rækjumiðin á Flæmingjagrunni undan ströndum Nýfundnalands. Síðasta árs verður sennilega minnst sem eins mesta uppgangsárs í íslenskum rækjuiðnaði en þá hækkaði af- urðaverðið verulega á skömmum tíma eftir samfellda verðhjöðn- un um langt skeið þar á undan. Nú standa rækjuframleiðendur frammi fyrir lækkandi afurðaverði eftir skammvinna uppsveiflu. Birgðir hafa safnast fyrir í frystigeymslum og nokkur fyrirtæki hafa því brugðið á það ráð að hætta framleiðslu í bili. Meðal þessara fyrirtækja er Dögun ehf. á Sauðárkróki. Fiskifréttir voru á Sauðárkróki á dögunum og þá var rætt við Ágúst Guðmundsson framkvæmdastjóra um starfsemina og stöðu rækjuiðnaðarins nú um stundir. Rækjuverksmiðjan Dögun ehf. á Sauðárkróki var stofnuð árið 1984. Að stofnun verksmiðjunnar stóðu fjölmargir heimamenn og fyrir þeim vakti að taka þátt í vinnslu á stöðugt vaxandi úthafs- rækjuafla fyrir norðan landið. Vinnslan hófst á vormánuðum 1984 en segja má að sama haust hafi Sauðkrækingar dottið í lukku- pottinn en þá hófust innfjarðar- rækjuveiðar í Skagafirði. Heima- menn höfðu þrýst á það um nokk- urt skeið að Skagafjörðurinn yrði kannaður með tilliti til rækjuveiða en fæstir áttu von á miklum ár- angri, hvað þá að hann yrði jafn góður og reynsla síðustu ára ber gleggst vitni um. Dögun ehf. er nú í viðskiptum við útgerðir þriggja af fjórum bátum, sem leyfi hafa til innfjarðarveiðanna, og eru það Jökull SK, Sandvík SK og Þórir SK sem landa innfjarðarrækjunni til vinnslu á Sauðárkróki. Fjórði bát- urinn, sem er frá Hofsósi, landar á Siglufirði. Unnið úr 2300 tonnum af rækju á sl. ári Að sögn Ágústs Guðmundsson- ar, framkvæmdastjóra Dögunar ehf., hafa orðið nokkrar breyting- ar á eignaraðild í fyrirtækinu á undanförnum árum. Stærsti ein- staki hluthafinn er Ottar Ingvason en fyrirtæki hans, íslenska útflutn- ingsmiðstöðin hf., kemur þar næst á eftir. Meðal annarra eigenda eru rækjuverksmiðjan Særún hf. á Blönduósi og fjölmargir einstakl- ingar á Sauðárkróki og víðar. Dög- un ehf. gerir út eitt skip, Haförn SK 17, á úthafsrækjuveiðar árið um kring en auk þess á fyrirtækið það vil ég ekki dæma en hitt er ljóst að það er að mörgu leyti eðlilegt að þrýst sé á um að verðið lækki. Þótt íslendingar séu langt því frá einir á markaði fyrir kaldsjávarrækju þá erum við orðnir mjög stórir á þessu sviði. Mjög góð rækjuveiði hér á heimamiðum, sem var meiri á fyrri hluta ársins en á sama tíma í fyrra, auk vaxandi afla á Flæmingja- grunni hefur orðið til þess að fram- boðið hefur aukist þegar á heildina Getum ekki hafið vinnslu mið- að við núverandi birgðastöðu — rætt víð Ágúst Guðmundsson framkvæmdastjóra Dögunar ehf. Rækjuverksmiðja Dögunar ehf. á Sauðárkróki Myndir ESE smiðju Dögunar ehf. að undan- förnu. Byggt var við verksmiðjuna í fyrrahaust og nam viðbótin 456 fermetrum. Að sögn Ágústs fólst viðbótin m.a. í því að tekinn var í notkun nýr 160 fermetra frystiklefi og að auki var bætt við ísklefa, hrá- efnismóttöku, ketil- og vélahúfi og geymslu fyrir lyftara. Nýja hús- næðið var komið í gagnið í mars sl. en formleg vígsla fór fram 1. júní í sumar. — Okkur sárvantaði frystiklefa og það er óhætt að segja að við höfum verið á hrakhólum í þeim efnum á undanförnum árum. Við björguðum okkur með því að leigja frystigeymslur af Kaupfélagi Skagfirðinga og eins geymdum við rækjuna í frystigámum hér fyrir ut- an, segir Ágúst. Dögun ehf. ræður yfir tveimur rækjupillunarvélum en Ágúst segir stefnt að því að bæta þriðju pillun- arvélinni við í desember nk. en einnig verður settur upp eftirfryst- ir fyrir rækju og vinnslulínu verður breytt. Pillunarvélarnar eru nú á efri hæð gamla verksmiðjuhússins en fyrirhugað er að færa þær niður á neðri hæðina þannig að fram- leiðslan verði öll á einni hæð. Nauðsynlegt að fá þriðju pillunarvélina Eins og fram hefur komið í frétt- um frá Félagi rækju- og hörpudisk- framleiðenda standa íslenskar rækjuverksmiðjur nú frammi fyrir sölutregðu á helstu mörkuðum fyrir iðnaðarrækju í Evrópulönd- um og lækkandi markaðsverði. Fyrir vikið hefur birgðasöfnun hjá verksmiðjunum aukist og ákveðið hefur verið að stöðva framleiðslu- na um tíma hjá þó nokkrum verksmiðjum sem aðild eiga að fé- laginu. í þessum hópi er Dögun ehf. á Sauðárkróki. — En skýtur ekki skökku við að bæta við þriðju pillunarvélinni í ljósi markaðsaðstæðna? — Hugmyndin með því að bæta þriðju pillunarvélinni við er ekki endilega sú að auka framleiðslu- getuna. Þriðja vélin gefur okkur svigrúm til þess að pilla rækjuna hægar og jafnar og með því er hægt að bæta gæði framleiðslunnar og að meginhluta á úthafsrækjuveið- um Hafarnar SK en að öðru leyti á kaupum á frystri iðnaðarrækju og á innfjarðaraflanum. Við höfum einnig verið með viðskiptabáta á úthafsrækjuveiðum ef aðstæður hafa boðið upp á slíkt og þannig fengum við t.d. úthafsrækjuafla af Jökli SK í sumar, segir Ágúst en hann upplýsir að á sl. ári hafi alls verið unnið úr um 2300 tonnum af rækju og þar af hafi hlutur inn- fjarðarveiðanna numið 660 tonn- um. Stefnt er að því að unnið verði úr svipuðu heildarmagni á þessu ári og ef allt gengur að óskum gæti hlutur innfjarðaraflans aukist vegna aukingar rækjukvótans í Skagafirði. Ágúst segir að rækjuverksmiðj- Nýr frystiklefí bætti úr brýnni þörf Miklar breytingar og endurbæt- ur hafa verið gerðar á rækjuverk- Tómas Ástvaldsson verksmiðjustjóri er hér við „kerlingarbanann“ en svo er hinn geysiöflugi flokkari í rækjuvinnslunni nefndur. Leysigeisli er notaður til þess að greina illa pillaða eða útlitsgallaða rækju á færi- bandinu og eru afköst flokkarans undraverð urnar á Norðurlandi vestra, þ.e.a.s. á Hvammstanga, Blöndu- ósi, Skagaströnd og Sauðárkróki, hafi haft með sér mjög góða sam- vinnu á þessu ári. Hægt hafi verið að miðla hráefni á milli verk- smiðjanna og stjórnendur þeirra hafi getað skipst á hugmyndum og upplýsingum. Myndir og texti: ESE Unni Skúiadóttur svarað: Enn um raekiu- veiðar á Flæmingjagrunni Ágæt kunningjakona rnín til margra ára, Unnur Skúladóttir fiskifræðingur, birtir grein í Fiskifréttum 16. ágúst með yfir- fyrirsðgninni „Snorra Snorrasvni svaraö", en ég átta mig ekki á því hverju hún er að svara. í sama blaði 23. ágúst cr cinnig viötal við Unni, sem ég vil gera nokkrar athugasemdir við. Unnur segir: „I byrjun ársins hélt Snorri Snorrason því fram að eftirlitsmenn hefðu ekkert að gera um borð í íslensk skip á Flæmingjagrunni. Enginn með- afli væri.“ Sfðan rekur hún mæl- tngar á meðafla á svæöinu frá ár- inu 1993 og fram í maf 1996. í þeirri frásögn virðist eitthvað hafa skolast til. Hið rétta er að árið 1993 var ákveðið að 28 inm grindur skyldu notaöar í rækjutrolli frá 1. janúar 1994. Þeir íslend- ingar sem þarna voru á vciðum byrjuðu hins veg- ai fljótlega aö nota grind- ur með þrengra rimlabili eða 22 mm og hafa verið með þær síðan. Þar af leiðandi hafa þeir ekki séð þennan meðafla sem Unnur nefnir. Ég get heldur ekki með nokkru móti séð að neitt hafi breyst j þvíefni þótt cftir- Iitsmenn hafi komið um borö í skipin. Þá er það ntisskilningur að ákvæði um 22 mm rimlabil hafi tekið gildi árið 1995. Það var skilyrt frá og með 1. janúar 1996. Allt tal um áhrif af veru eftirlits- manna um borð í skipun- um cr því ckki á rökurn reist. Unnur tók þessari ábendingu frek- ar fálcga og hafði ég cnga ástæðu til aö ætla aö eliii lieimi yröi l'ariö og þessu yröi breytt. Hefði cg gjarnan viljað fá að vita um brevt• inguna fyrr. Ég bar Jón Kristjánsson ekki fyrir nokkrum sköpuðum hlut í samtali okkar Unnar enda hef ég vitað það t 25 ár að þegar mikill munur er á afla á degi og nóttu er aukningin á daginn oftast smærri rækja. Þó er það ekki algilt. Unnur segir: „Þar scm afli hcfur ávallt verið mun minni á nóttunni alls staðar þar sem vciðar eru stundað- ar á rækjunni stóra kampa- lampa..." Ég segi að þetta sé rangt. Fyrir kemur að jafnmikið veiðist á nóttu sem degi og líka Rækja mæld á Flæmingjagrunni. Meðafli Unnur scgir að á árinu 1995 hafi meðafli verið 1-4.7%. Á ár- inu 1996 hafi meðafli verið innan við 2% fram í maí en þá hafi hann farið nokkrum sinnum yfir 5% (það þætti ekki umtalsverður meðaflí áíslandsmiðum), og loks sé til einstakt dæmi urn allt að 18% meðafla hjá einu íslensku Eg veit auðvitaö ekkert hvaö Unnur telur sig vera að sanna meö þessu, en ekki þætti mér ól- íklegt að í þessu 18% tilviki hafi það óhapp hent að grindin hafi verið óklár. Sést af þessu hversu vel grindurnar virka og hve sjald- gæf slík óhöpp eru. Sýnatökur Þá eru þaö sýnatökurnar. Ég benti Unni á að ég teldi ;ið það að taka aðeins citt sýni á hverjum sóíarhring gæfi ekki rétta mynd. kcmur það fyrir að bctur vciðist á nóttu. en þetta fcr m.a. cftir árs- tíma. Því er ekki hægt aö fullyrða að afli sé ávallt minni að næturlagi, eins og Unnur gerir. „Veiðieftirlitið“ Hvað viö kemur „veiðieftirlit- inu" þá vil ég ítreka að ég hef margtckið fram aö ég amist ekki viö eítiriiti hcldur kostnaöarsamri vitleysu fyrir ríkiö. Unnur er fvrsta manncskjan hér á landi sem lætur í ljós þá skoðun að nauðsynlcgt sc að hafa mann í hvcrju skipi til eftir- lits við rækjuvciðar (og þá einungis á Flæmingjagrunni). í samþvkkt NAFO frá 1995 var kveðið á urn að skip skyldu hafa sjónarvott um borð. Hlutverk hans er að fylgjast með veiðum og skrifa skýrslur og konra upplýsingum til yfirmanna sinna. íslenska ríkiö er svo vel efn- um búiö að gengiö var miklu lengra og settir eftirlitsmenn meö lögregluvaldi um borð (samkvæmt yfirlýsingu lögmanns Fiskistofu, Hílmars Baldurssonar) og þeir skyldaðir til ákveöinna starfa. Þctta er auövitaö hið besta mál en á ekkert skylt við milliríkja- samninga sem getið er um í nýl- egum lögum um eftirlit með veiö- um utan lögsögu Islands. Kvótasetning í Fiskifréttum 23. ágúst er hin fróðlegasta umfjöllun um veiðar á Flæmingjagrunni. Þarmá sjá að eina ferðina enn á áð taka upp umræöur um kvótasetningu. Stundum læðist að manni sá grunur að mönnum sé ekki alveg sjálfrátt. Ennþáerekki komin sú reynsla á þessar veiðar að ástæða sé til að að færa íslensku aðferðina yfir á þetta svæði eða taka upp sókn- arstýringu. Ég bendi á að hægt er að grípa til ann- arra aöferöa við stjórnun veiða; til dæmis að skylda leggpoka (það er gert á vissum svæðum við Is- W land); að skylda stærri M möskva í belg og poka; að ■gjj ioka ákveðnum svæðum þar sem vitað er að mest er af smárækjunni. Á sfðasta fundi N AFO lagði vísindanefndin tit alfriðun á svæðinu. Þeirri tillögu var ýtt út af borð- inu sem rakalausri vit- leysu. Fulltrúi íslands í nefndinni var ekki á fund- inum en segist ekki myndu hafa lagt til slíka friðun (þ.e. algjört veiði- Ég man þó ekki betur en að álit Hafrannsókna- stofnunar á skýrslu vísindanefnd- ar NAFO hafi verið á þá lund að taka undir það scm þar kom l'ram. I-lvaða vísindi fclastí því að heppilegra sé að leyfa takmark- aðar veiðar með kvótasetningu svo einhverjar upplýsingar fáist um stofninn? Svona yfirlýsingar flokkast undir pólitík. Hvernig í ósköpunum getur þaö verið að verulegur misbrest- ur sé á því að NAFO ríkin til- kynni um al'la skipa sinna mcð reglubundnum hætti? Getur verið að þjóðirnar framfylgi ekki samkomulaginu um sjónarvott- ana? Margir muna svardaga sjáv- arútvegsráðuneytisíns og ráð- herra um ófrávíkjanlega skyldu þar um. Getur verið að lítið sé á tölum annarra þjóða að byggja? Er það kannski mögulegt að verið sé aö hafa okkur að fíflum? Höfundur er skipstjóri og útgerðarmaður, og formaður Félags úthafsútgerða.

x

Fiskifréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.