Fiskifréttir - 30.08.1996, Side 8
8
FISKIFRÉTTIR föstudagur 30. ágúst 1996
Túnfiskveiðar
TUraunaveiðar japanskra línuveiðiskipa:
800þús. króna blá-
uggatúnfískur veiddist
innan landhelginnar
— ísienskir eftirlitsmenn fylgdust með túnfiskveiðunum
Stærsti túnfiskur veiðiferðarinnar, 337 kfló að þyngd, veiddist innan
íslensku landhelginnar Myndir/Fiskifréttir: Hörður Andrésson
Tilraunaveiðar tveggja jap-
anskra túnfiskveiðiskipa nú í
ágústmánuði hafa staðfest að
bláuggatúnfiskurinn, sem er
einhver dýrasti matfiskur í
heimi, gengur í einhverjum
mæli inn í íslensku landhelg-
ina. Túnfiskveiðiskipið Ryuo
Maru fékk stærsta túnfisk
veiðiferðarinnar í íslenskri
landhelgi. Sá var 264 sentím-
etrar á lengd og vóg hann 337
kíló. Miðað við meðalverð á
frystum bláuggatúnfiski á
Japansmarkaði í fyrra, 2400
kr/kg, var verðmæti fisksins
ríflega 800 þúsund krónur.
Túnfiskveiðarnar f íslensku
landhelginni voru stundaðar sam-
kvæmt samningi á milli Hafrann-
sóknastofnunar og japanska út-
gerðarfyrirtækisins og með leyfi
sjávarútvegsráðuneytisins. Tveir
íslenskir eftirlitsmenn voru um
borð í skipunum, Hafsteinn Aðal-
steinsson skipstjóri á Kristrúnu
RE og Hörður Andrésson líffræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun,
og fylgdust þeir með veiðunum frá
1. ágúst sl. og þar til um síðustu
helgi.
Að sögn Harðar Andréssonar,
sem var um borð í Ryuo Maru,
hafa japönsku skipin leyfi til veiða
innan landhelginnar til loka októ-
ber nk. en ákveðið var að hætta
tilrauninni að sinni vegna óhag-
stæðra skilyrða en halda henni
áfram ef skilyrði breytast á næstu
vikum.
— Sjávarhiti var mun óhagstæð-
ari nú en bæði í fyrra og hittifyrra
að því leyti að sjórinn var kaldari
nú, segir Hörður en hann upplýsir
að við veiðarnar séu notaðar flot-
girnislínur og er línan 72 mílur á
lengd. Þegar línunni hefur verið
komið fyrir við baujur er lengd á
milli enda um 55 mílur. 3000 krók-
ar eru á línunni og eru 43 metrar á
milli króka. Þegar búið er að leggja
línuna eru krókarnir á dýpi frá 30-
40 metrum og niður á um 140
metra dýpi.
— Við byrjuðum veiðarnar vest-
ur af Irlandi en Japanirnir voru
ekki ánægðir með aflabrögðin þar
og við færðum okkur því norðar og
vestar og enduðum inni í íslensku
landhelginni. Veiðin þar virðist
heldur lakari en úti af Irlandi, segir
Hörður.
Línan dregin um borð í Ruyo Maru
Hólf fyrir línuna
Gert að túnfiskinum. Sporðurinn er skorinn af og stungið er á hálsæð fisksins. Til þess að
flýta fyrir því að honum blæði út er sjó dælt inn í tálknin.
Smokkfiskur er notaður sem beita og fer beitningin
fram á milliþilfari. Línan er lögð aftur úr skipinu og
dregst hún frá milliþilfarinu eftir rörunum sem sjást á
myndinni
Þótt nú sé búið að sýna fram á að
bláuggatúnfiskurinn gangi inn í
landhelgina þá segir Hörður að
ýmislcgt þurfi að skoða áður en til
veiða Islendinga gæti komið, s.s.
arðsemi veiða og tækni og hugsan-
legt samstarf við aðrar þjóðir um
veiðarnar. Þá hafa íslensk skip
ekki yfir að ráða nógu öflugum
búnaði til frystingar og geymslu á
fiskinum um borð í skipunum.
— Japanirnir heilfrysta túnfisk-
inn í blásurum við 50-60 gráðu
frost í einn sólarhring en að því
búnu er fiskurinn „glasseraður" og
síðan geymdur í 50 gráðu frosti í
frystilestum. Islensk skip hafa
sennilega ekki nógu öflugar frysti-
pressur til þess að hægt sé að með-
höndla túnfiskinn á þennan hátt en
það er forsenda þess að hátt verð
fáist fyrir fiskinn á Japansmarkaði,
segir Hörður.
Hörður segir að viðmót jap-
önsku sjómannanna gagnvart hon-
Ryuo Maru í höfn í Reykjavík
um hafi komið honum skemmti-
lega á óvart.
— Ég var dálítið stressaður fyrir
túrinn vegna þess að ég vissi ekki
að hverju ég gengi en það kom á
daginn að þessar áhyggjur voru
óþarfar. Áhöfnin var mjög af-
slöppuð og ég fékk aðgang að öll-
um gögnum og tækjum um borð.
Þannig gat ég tengt fartölvuna
beint við GPS-staðsetningartæki
skipsins og plottað alla leiðina.
Hörður telur ekkert óeðlilegt
við það að íslensk skip skuli ekki
hafa orðið vör við túnfisk innan
landhelginnar á undanförnum ár-
um. Hafa verði í huga að hafsvæð-
ið syðst og í suðausturhorni land-
helginnar hafi verið lítið kannað.
Þá sé túnfiskurinn gríðarlega
kraftmikill og hraðsyndur og hann
hafi því örugglega átt auðvelt með
að forðast togveiðarfæri. Eina
leiðin til þess að ná honum sé að
veiða hann á flotlínu en shkar veið-
ar hafi einfaldlega ekki verið
stundaðar af Islendingum á þessu
svæði.
— Það var greinilegt að jap-
önsku sjómennirnir áttu von á
betri afla en reyndin varð á. Ryuo
Maru er nokkurs konar frumherji
á túnfiskveiðunum á norðurslóð-
um en skipið kom fyrst upp að ís-
lensku landhelginni árið 1994 og
hefur orðið vel ágengt sunnan
landhelginnar, segir Hörður
Andrésson.