Fiskifréttir


Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 5

Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 5
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996 Guðmundur Guð- mundsson, skipstjóri á Hafsúlunni HF-77, spyr í síðasta tölubl- aði Fiskifrétta fyrir hverja forysta SSÍ sé að berjast vegna af- ctöAnnnor 111 FiiAtn Eru þetta virkitega hagsmunir sjómanna? — eftir Hóimgeir Jónsson brasksins svokallaða. Ég get svarað því um- búðalaust hvað mig ----------- varðar að ég er að vinna að hags- munamálum þeirra sjómanna sem mynda Sjómannasambands íslands. Sjómenn á netabátum á suðvesturhorninu eru þar ekki undanskildir. Ég get jafnframt fullvissað Guðmund um það, að þann dag sem mér verður sýnt fram á að ég sé ekki að vinna að hagsmunum framangreindra sjó- manna með starfi mínu hér, mun ég með það sama fá mér aðra vinnu. Er þetta atvinnuskapandi? Guðmundur nefnir dæmi um tekjumöguleika miðað við að skipið veiði aðeins eigin afla- heimildir annars vegar eða sjó- menn taki þátt í kvótakaupum útgerðarinnar hins vegar. Dæmi Guðmundar er rétt svo langt sem það nær, en því miður ekki reiknað til enda. Dæminu má snúa upp á fiskverkafólk til að það verði betur skiljanlegt. Segjum sem svo að fiskverkakonu sé boðin vinna hjá fiskverkun. Henni sé sagt að hún geti fengið vinnu í u.þ.b. 3 mánuði vilji hún fá 600 kr/klst í kaup. Ef hún hins vegar samþykki að tíma- kaupið verði lækkað niður í 350 kr/klst geti hún fengið vinnu í u.þ.b. 12 mánuði, því annar fisk- verkandi sé tilbúinn að útvega vinnslunni viðbótarhráefni. Fyrir viðbótarhráefnið þurfi vinnslan hins vegar að greiða þeirri fisk- verkun sem hefur nóg hráefni sem svarar 250 kr/klst af tímakaupi hennar. Ég hlýt auðvitað að spyrja hvort slík ráðstöfun sé atvinnu- skapandi fyrirfiskverkafólk. Hvað ætlar fiskverkunin sem fær til sín of mikið hráefni að gera við það ef fiskverkakonan neitar að taka þátt í slíkum skrípaleik? „Meðþvíað samþykkja þessa ráðstöfun eru þeir sömu útgerðar- menn og sjómenn jafnframt að færa sterk rök fyrir því að íeggja eigi auðlindaskatt á sjávarútveginn“ Eru að greiða auðlindaskatt Þó að dæminu hér að framan sé snúið upp á fiskverkafólk er þetta nákvæmlega það sem er að gerast þegar sjómenn taka þátt í kvóta- kaupum útgerðarinnar. Með því eru sjómenn tilbúnir að greiða öðr- um útgerðum, sem hafa of mikinn kvóta til þess að geta veitt hann, auðlindaskatt fyrir að fá að veiða kvótann. Með því að samþykkja framangreinda ráðstöfun eru þeir sömu útgerðarmenn og sjómenn jafnframt að færa mjög sterk rök fyrir því að leggja eigi auðlinda- skatt á sjávarútveginn. Að sjálf- sögðu þykir eiganda kvótans, þ.e. þjóðinni, réttlátara að auðlinda- skatturinn sé greiddur til hins raunverulega eiganda, en ekki til þeirra sem upphaflega fengu um- boð til að nýta veiðiréttinn. Ríkis- valdið hlýtur því í framhaldinu að segja við útgerð og sjómenn á Hafsúlunni HF-77 að þeir geti fengið að veiða um 1.300 tonn af þorski á næsta fiskveiðiári ef þeir greiði kr. 50 á kg í auðlindaskatt. Þannig fengi útgerð Hafsúlunnar HF að jafnaði 120 kr/kg fyrir afla sinn en þyrfti að skila ríkinu 50 kr/kg af þeirri upphæð í auðl- indaskatt, sem þýðir 70 kr/kg í skilaverð til útgerðarinnar. Er það þetta sem sjómenn á Hafsúl- unni HF vilja? Að missa atvinnuna Verði framsal veiðiheimilda bannað, þ.e. leigukvótaviðskipt- in, er það einnig rétt hjá Guð- mundi, að skilaboð mín til hans og áhafnar hans eru þau, að þegar kvóti skipsins er búinn sé ekki um annað að ræða en að leggja skipinu, þ.e. sjómennirnir „missa atvinnuna. Hins vegar breytist kvótaúthlutunin ekki og þar með ættu j af nmargir sjómenn að hafa atvinnu af því að veiða aflann. Jafnljóst er einnig að hinn raunverulegi eigandi veiðiheim- ildanna, þjóðin öll, mun gera þá kröfu að allur sá kvóti sem leyfi- legt er að veiða á viðkomandi fiskveiðiári verði veiddur. Því er ekki útilokað að Hafsúlan HF fengi með tilstuðlan hins opin- bera úthlutaða viðbótarkvóta síðar á fiskveiðiárinu frá þeim út- gerðum sem ekki hafa veiðigetu til að nýta sér sjálfar þann kvóta sem þeim var úthlutað og ætlað að veiða. Höfundur er framkvæmdastjóri Sjómannasambands íslands. í Fiskifréttum þann 6. desember s.l. birtist grein eftir Hólmgeir Jónsson framkv.stj. Sjómanna- sambands Islands, sem hann kallar „Dæmi um þátttöku sjó- manna í kvótakaupurn." Tilefni skrifa Hólmgeirs er frásögn af báti, Hafsúlunni HF-77, þar sem veitt er svokallað „tonn á móti tonni“, þó þannig í þessu tilviki að á móti hverju einu tonni af kvóta bátsins leggur fiskkaupa- ndinn til þrjú tonn. Mætti ætla að þessi aðferð væri skipverjum mjög hagstæð, þ.e. að fá að veiða fjögur tonn í stað eins tonns, en annað verður upp á teningnum þegar Hólmgeir hefur beitt sín- um útreikningsaðferðum. Lítum fyrst á dæmið, eins og það horfir við mér, en síðan til samanburð- ar, hvernig Hólmgeiri tekst að útfæra dæmið varðandi svokallað „tonn á móti tonni.“ Þátttaka í kvótakaupum? Þátttaka sjómanna í sameigin- legum kvótakaupum var bönnuð skv. ákvæði í kjarasamningum sjómanna og útvegsmanna er tók gildi þann 4. júní 1992 og var staðfest með lögum. Með Hæsta- réttardómi frá 15. febrúar 1996 var dæmt að sameiginleg kvóta- kaup hefðu einnig verið óheimil fyrir þann tíma. Þótt ekki sé vitað um nein dæmi sameiginlegra kvótakaupa á síðustu árum, þá hafa útvegs- menn legið undir ásökunum um að pína sjómenn til að taka þátt í kvótakaupum eða fjármögnun kvótakaupa, sem er alrangt. Eins og alkunna er, þá er fisk- „Kvótabrask“ — eftir Jónas Haraidsson verð frjálst, þar sem menn semja sín í milli um fiskverð. Náist ekki samkomulag milli útgerðar og áhafnar má skjóta ágreiningnum til Úrskurðarnefndarinnar. Nú er það svo að skipin hafa takmark- aðan kvóta og reyna því margir að drýgja kvótann með svokölluðu tonni á móti tonni. Gefum okkur dæmi til þess að átta okkur á að- ferðinni: Útgerð á eftir 100 tonna rækjukvóta. Markaðsverð á land- aðri rækju er kr. 145,- pr. kíló, þegar veitt er af eigin kvóta skips- ins. Rækjukaupandinn býður út- gerðinni að leggja til 100 tonna við- bótaraflaheimild, sem hann á, tonn á móti tonni, gegn því að verðið verði kr. 115,- pr. kíló. Þess- ar viðbótarveiðiheimildir eru verðmæti sem rækjukaupandinn á og leggur til og vill meta til pen- ingaverðmætis að sjálfsögðu. Þess vegna vill hann ekki borga meira fyrir tonn á móti tonni en kr. 115,- pr. kfló í stað 145 kr. eins og þeir fá sem leggja til sinn kvóta sjálfir. Spurningin sem menn standa frammi fyrir í þessu dæmi er þessi: Hvort er hagkvæmara að fá 100 tonn x 145,- kr. pr. kg eða 200 tonn x 115 kr. pr. kg? Er nú ekki betra að fá töluna 230 en 145 fyrir aflann. Auðvitað væri hagstæðara fyrir sjómanninn að útgerðarmaðurinn keypti og greiddi úr eigin vasa 100 tonna viðbótarveiðiheimildina þannig að sjómenn fengju 200x145 eða töluna 290 fyrir aflann. Þetta er krafa sjómannaforustunnar, sem þeir hafa þó ekki rétt á skv. kjarasamningum, þ.e.a.s. að út- gerðin útvegi algjörlega á sinn kostnað nægan kvóta allt árið. Getur útgerðarmaðurinn ekki bara tekið lán eða selt ofan af sér húsið sem býr í til að fjármagna kvótakaupin? Sjómenn eru ekki að berjast fyrir því að útgerðar- maðurinn leggi skipinu, þegar kvóti skipsins er uppveiddur svo þeir komist á atvinnuleysisbætur, heldur að þeim sé útvegaður við- bótarkvóti, án þess að þurfa sjálfir nokkru að fórna. Það skulu aðrir gera. Þetta er sjónarmið forystu- manna sjómanna. Reikningskúnstir S.S.Í. í áðurnefndu dæmi er hlutfallið eitt tonn á móti einu tonni sem er algengast. í tilgreindu tilviki hjá Hólmgeiri með Hafsúluna HF-77 var hlutfallið eitt tonn á móti þremur tonnum fiskkaupandans. Segjum svo að verið sé að veiða rækju líka í því tilviki. í stað 1x145 kr. pr. kfló þegar veitt er úr eigin kvóta, þá væri dæmið hér 4x115,- kr. pr. kfló eða 460 kr. samtals. Væri það ekki hagstæðara að fá að veiða fjögur tonn og fá 460 kr. fyrir hver fjögur kflóin, heldur en 145 kr. pr. kg og fá aðeins að veiða eitt tonn? Nei, segir Hólmgeir því dæmið myndi snúa á eftirfarandi hátt að honum í þessu tilviki, sé greitt fyrir rækjuna kr. 115, - pr. kg og verð á rækjukvóta er á almenn- um markaði kr. 80.- pr. kfló svo maður gefi sér tilbúnar forsendur til að skýra málið, þannig að menn átti sig á útreikningsaðferðinni: Fiskkaupandinn greiðir útgerð- inni kr. 115.- pr. kfló fyrir aflann, sem kemur til skiptanna segði Hólmgeir, en stingur í eigin vasa og undan skiptum 3x80.- kr. pr. kíló eða samtals 240.- kr. sem eru söluverðmæti þeirra veiðiheimilda sem fiskkaupandinn átti og lagði til. Útgerðin fær því greitt kr. 460.- samtals en aðeins 220.- kr. koma til skipta af hverjum fjórum kfló- um. Þessi kenning Hólmgeirs byggist á því að veiðiheimildir fisk- kaupandans séu hluti greiðslu fisk- verðsins til útgerðarinnar, ekki bara fiskverðið sjálft. Breytir engu hjá Hólmgeiri þótt sú staðreynd liggi fyrir að skipverjar fái að fullu greitt upp eftir skiptareglum úr því saman aflamagni og útgerðin fær, líka úr veiðiheimildum fiskkaupa- ndans, sem skipið veiðir. Út- gerðarmaðurinn er ekki að selja þær og stinga í eigin vasa, eins og haldið er fram. Veiðiheimildir sem fiskkaupandinn á og leggur til eru ekki greiðsla fyrir afla til viðbótar því fiskverði sem fisk- kaupandinn greiðir. Ennþá fár- ánlegri er sú hugdetta sjómanna- forystunnar, að fyrst sé hægt að veiða veiðiheimildir fiskkaupa- ndans og fá greitt fyrir aflann, en síðan eigi að meta veiðiheimildir fiskkaupandans til verðs og bæta því ofan á fiskverðið og gera síð- an upp við áhöfnina, þegar búið er að leggja þetta saman. Málið er ósköp einfalt. Menn geta ekki bæði veitt fiskinn og selt síðan kvóta af þeim fiski, sem búið er að veiða. Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Áróður sj ómannasam t akann a Áróður sjómannasamtakanna í þessu máli hefur verið óþolandi. Öllum tiltækum ráðum er beitt, bæði heiðarlegum sem óheiðar- legum vinnubrögðum, einkum þegar farið er að reikna út dæmi til skýringar. Menn mega ekki láta ofstækið í þessum efnum byrgja sér sýn, þótt hinir sömu telji sig vera að berjast fyrir rétt- lætinu. Þeirri staðhæfingu að sjómenn séu látnir taka þátt í kvótakaup- um eða látnir fjármagna kvóta- kaup, hafna ég algerlega sem fullyrðingu sem sett er fram gegn betri vitund. Höfundur er lögfræðingur LÍÚ.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.