Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 6
6
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996
ALLT TIL NETAVEIÐA
ÞORSKANET, ÝSUNET OG
GRASLEPPUNET.
Frábær net frá stærsta
netaframleibanda í heimi.
MOMOI FISHING NET.
Japönsk gæbi - frábært verb.
Eigum ávallt fyrirliggjandi net
í flestum stærbum.
BLÝTEINAR, FLOTTEINAR,
FÆRAEFNI O.FL.
FYRIR NETAVERKSTÆÐI:
BÆTIGARN, BENSLAGARN,
TÓG OG LANDFESTATÓG.
Langholtsvegi 111, Sími 533 3500
BAKKASTIGUR 9
dainiíels
SIMI 561 2879
Fax 552 5988 SLIPPUR
Fáðu tilboð!
íhverri viku
FRETTIR N
Elliði GK. (Mynd: Snorri Snorrason)
Flottrollsskipin
skáka nótaskip-
unum á síldinni
— Við erum á leiðinni inn til
Norðfjarðar með 400-450 tonn af
sfld. Við fengum þennan afla í
Seyðisfjarðardjúpinu, sagði
Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á
tog- og nótaskipinu Elliða GK, er
við náðum tali af honum í byrjun
vikunnar. Þetta var síðasta veiði-
ferð skipsins fyrir áramót en
Guðlaugur sagðist reikna með
því að áhöfnin yrði komin heim í
jólafrí 19. desember.
Að sögn Guðlaugs hefur verið
nokkur tröppugangur í sfldveið-
unum að undanförnu.
— Þegar við byrjuðum á sfld-
inni var veiðin í Héraðsflóadjúp-
inu. Þar var mjög góð sfld og
veiðin var ágæt bæði í troll og
nót. Síðan gekk sfldin suður í
Seyðisfjarðardjúpið og Norð-
fjarðardjúpið og blandaðist sam-
an við smærri sfld. Við fórum tví-
vegis með aflann suður, í annað
skiptið til Sandgerðis og hitt
skiptið til Akraness, en þegar við
fórum suður í seinna skiptið þá
var sfldin komin alveg suður und-
ir 64,50 gráðu eða suður fyrir
Hvalbak. Þegar við komum til
baka var komin bræla og eftir
bræluna fannst engin sfld. Við
skelltum okkur þá í einn túr á
loðnu og fengum 440 tonn í flot-
trollið í fjórum holum út af
Rauða torginu. Þeim afla lönd-
uðum við til bræðslu hjá SR mjöli
hf. á Seyðisfirði.
Sfldin kemur illa fram á
mælum yfír daginn
Þegar sfldin fannst aftur eftir
bræluna var hún komin í Seyðis-
fjarðardjúpið á nýjan leik en
Guðlaugur segir ómögulegt að
segja til um hvort þar hafi sama
síldin verið á ferðinni.
— Það hefur verið mjög erfitt
fyrir nótaskipin að ná sfldinni.
Hún hefur yfirleitt ekki verið
veiðanleg fyrir ofan 60 faðma
dýpi og það eru því aðeins skip
með mjög djúpar nætur sem eiga
möguleika á að ná henni. í þess-
um síðasta túr vorum við að
veiða á um 150 faðma botndýpi
og sfldin var við botninn og upp á
um 15-20 faðma frá botninum.
Það verður mjög lítið vart við
hana á mælum yfir daginn en þegar
rökkvar þá fer hún ofar í sjóinn og
kemur betur í ljós, segir Guðlaug-
ur en um borð í Elliða GK eru
tvenns konar sónarar. Annar er
hefðbundinn lágtíðnisónar eins og
lengst af hefur verið notaður á
loðnu- og sfldveiðum hér við land
en hinn er hátíðnisónar sem aðal-
lega hefur verið notaður erlendis á
makrflveiðum. Guðlaugur segist
alltaf nota hátíðnimælirinn til að
kasta eftir.
— Oft duga mælarnir þó
skammt. Menn verða þá að vinna
saman og keyra yfir vænleg veiði-
svæði og leita að sfldinni, segir
Guðlaugur en hann upplýsir að
þrátt fyrir að síldin hafi blandast
nokkuð að undanförnu þá hafi um
80-90% aflans farið í vinnslu. Lítið
brot aflans hefur því farið til
Guðlaugur
Jónsson
skipstjóri
á Elliða GK
bræðslu. Sfldinni af Elliða GK hef-
ur aðallega verið landað á Eski-
firði og Seyðisfirði og Guðlaugur
giskar á að meðalverðið fyrir
vinnslusíldina hafi verið 11-12 kr/kg
fram að þessu.
— Það má alltaf deila um það
hvort verðið sé nógu hátt eða ekki
en ef miðað er við síðustu ár þá
hefur orðið góð hækkun. í fyrra
voru menn ekki að fá nema 8-9
kr/kg í jafnaðarverð fyrir vinnslu-
síld og mér skilst reyndar að það
verð sé enn einhvers staðar í gildi.
Fyrir bræðslusíldina eru greiddar
6-10 kr/kg og sennilega er verðið
best hjá SR mjöli hf. á Seyðisfirði.
Það verður að hafa gott
eftirlit með skipum
ESB
Elliði GK var keyptur til
landsins fyrr á þessu ári og er
skipið útbúið með sjókælitönk-
um fyrir aflann. Það ber alls 600-
650 tonn miðað við að sjókæling-
in sé á fullu og er hitastgið í fisk-
inum þá um 0 gráður og niður í
mínus 1 gráðu þegar honum er
landað. Guðlaugur segist kunna
vel við skipið. Togkrafturinn sé
ágætur og skipið ráði vel við 1408
Gloríuflottrollið sem notað er á
loðnu- og sfldveiðunum.
Er við ræddum við Guðlaug
voru fjögur skip að veiðum með
flottroll í Seyðisfjarðardjúpi en
aðeins eitt nótaskip. Guðlaugur
segir engin vandræði hafa komið
upp á milli tog- og nótaskipanna
en hann segir þó alveg ljóst að ef
farið sé með trollið í gegnum sfld-
artorfu þá verði ekki hægt að
veiða úr henni með nót í ein-
hvern tíma á eftir.
— Þetta hefur tæpast komið
að sök eins og ástandið er á mið-
unum. Nótaskipin hafa einfald-
lega ekki náð að kasta á flestar
torfurnar og því hefur trollið haft
vinninginn, segir Guðlaugur en
hann segir að það geti verið tölu-
vert meiri vinna fyrir áhöfnina að
stunda togveiðarnar en að vera á
nótaveiðum.
— En svona rétt í lokin.
Hvernig líst þér á samningana um
veiðar úr norsk-íslenska síldar-
stofninum?
— Mér finnst að það komi of
lítið í okkar hlut og að Evrópu-
sambandið fái mun meira en
hægt sé að réttlæta. Það má e.t.v.
segja að það sé gott að ná samn-
ingum og koma þannig í veg fyrir
stjórnlausar veiðar en ég er
hræddur um að það verði að
fylgjast vel með skipum Evrópu-
sambandsins og því hvort þeir
virði kvótann. Ef einhvers staðar
hefur þrifist svindl og svínarí í
kvótamálum þá er það hjá
Evrópusambandinu og því verða
menn að vera á varðbergi gagn-
vart þessum skipum, sagði Guð-
laugur Jónsson.