Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 8
Athafnamenn
Umsvif útgerðarfyrirtækisins Samherja hf. á Akureyri hafa
vaxið ört undanfarin ár. Auk starfseminnar á Islandi á Sam-
herji hf. á hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum í Þýskalandi, Fær-
eyjum og Skotlandi og er í samvinnu um veiðar við Royal
Greenland á Grænlandi. Velta Samherjahópsins í ár er áætluð
um 7,8 milljarðar, þar af um 5,3 milljarðar vegna starfseminn-
ar á Islandi.
Samherjahópurinn gerir nú út
tíu frystitogara, fimm ferskfisktog-
ara og tvö fjölveiðiskip og starf-
rækir tvær rækjuverksmiðjur og
eina sfldar- og loðnuvinnslu. Afla-
heimildir á íslandsmiðum á fisk-
veiðiárinu eru rúm 21 þúsund tonn
en aflaheimildirnar ytra eru ríflega
það magn. Auk veiðiheimilda í ís-
lenskri landhelgi hefur Samherja-
hópurinn aflaheimildir á Reykja-
neshrygg, í grænlenskri landhelgi,
í norskri og rússneskri landhelgi,
við Svalbarða, í Norðursjó, á Hatt-
onbanka og í kanadískri landhelgi
auk þess sem skip fyrirtækisins
hafa stundað veiðar í Smugunni og
á Flæmingjagrunni. Samherji hf.
keypti á árinu útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækið Friðþjóf hf. á
Eskifirði og hlut í skoska útgerðar-
fyrirtækinu Onward Fishing Co.
Þá hefur fyrirtækið verið í viðræð-
um við Hrönn hf. á Isafirði með
sameiningu í huga en stefnt er að
því að breyta fyrirtækinu í almenn-
ingshlutafélag á næsta ári. I tilefni
þessara tímamóta ræddu Fiski-
fréttir við Þorstein Vilhelmsson,
einn Samherjafrændanna, og barst
talið fyrst að kaupunum á Onward
Fishing í Skotlandi.
Hjalteyrin til Skotlands
Onward Fishing Company var
stofnað í Hull árið 1901. Þar er
fyrirtækið skráð þótt útgerðin hafi
verið rekin í Skotlandi. Fyrirtækið
á fjóra ísfisktogara sem eru frá því
að vera um 40 metra langir og upp í
um 50 metrar á lengd. Búið er að
leggja einum togaranum og annar
hefur verið settur á söluskrá. A
móti kemur að ákveðið hefur verið
að senda frystitogarann Hjalteyr-
ina EA utan til Skotlands. Búið er
að endurnýja togarann mikið.
Skipt var um stál í skrokk skipsins í
Póllandi og það var sandblásið. Að
undanförnu hefur Hjalteyrin verið
í vélarupptekt á Akureyri. Skipt
verður um hluta vindukerfis og
millidekkið verður endurnýjað.
Skipið var síðast á rækjuveiðum en
nú hefur rækjuvinnslulínan verið
tekin frá borði og flakalína sett í
staðinn. Sömuleiðis verða gerðar
lagfæringar á vistarverum áhafnar-
innar. Segir Þorsteinn að Hjalteyr-
in ætti að vera klár í slaginn um
miðjan janúar nk.
Barentshafíð er
„gulrótin“
Onward er með veiðiheimildir í
Barentshafi og við Svalbarða, við
Færeyjar, í Norðursjó, á Hatton-
banka og við Grænland. Kvótinn í
Barentshafi er alls rúm 2300 tonn
af þorski, ýsu, ufsa og karfa og við
Færeyjar eru veiðiheimildirnar um
Þorsteinn með Stefán son sinn í fanginu
Myndir/Fiskifréttir:ESE
ÉG VAR EINS OG
ILAUSU LOFTI
FYRST EFTIR ADÉG KOM í LAND
750 tonn af ýsu, þorski og ufsa. I
Norðursjó mega skip fyrirtækisins
veiða tegundir eins og þorsk, ýsu,
karfa og blálöngu. Veiðiheimild-
irnar við Grænland eru bundnar í
karfa, þorski og grálúðu og á Hatt-
onbankanum eru helstu tegund-
irnar stinglax, blálanga og karfi.
— Það er alveg óvíst hvort við
gerum út tvö eða þrjú skip í Skot-
landi í framtíðinni. Það gæti allt
eins verið að þau yrðu bara tvö.
Kvótinn hentar ágætlega fyrir tvö
skip miðað við að annað skipið
taki kvótann í Barentshafi og við
Svalbarða, segir Þorsteinn en að-
spurður um hve mikið þeir Sam-
herjafrændur hafi að segja um
rekstur og stjórn skoska fyrirtækis-
ins þá segir hann aðeins að þeir
ráði ferðinni.
— En hvernig kom það til að
Samherji hf. keypti hlut í Onward?
Var leitað til ykkur?
— Það var ekki leitað til okkar
en það má segja að við höfum frétt
af þessu fyrirtæki í gegnum sam-
bönd okkar erlendis. Við sáum
þarna ákveðna möguleika og sett-
um okkur í samband við Terry
Taylor sem hefur verið aðaleig-
andi Onward. Það tók tíma að
komast að samkomulagi en við er-
um sáttir við niðurstöðuna.
— Hver er „gulrótin“ fyrir ykk-
ur, ef svo má að orði komast, varð-
andi kaupin á Onward?
— Barentshafið vegur þyngst en
ef horft er til lengri tíma þá von-
umst við til þess að veiðin við
Grænland glæðist. Þá má ekki
gleyma því að Norðursjórinn er
alltaf gjöfull og það er drjúgt sem
kemur upp úr honum. DFFU í
Þýskalandi er með kvóta í Norður-
sjónum en skip fyrirtækisins eru
það stór að það hentar þeim illa að
sinna verkefnum sem minni skip
geta leyst. Sá möguleiki er fyrir
hendi að skiptast á kvótum innan
Evrópusambandsins og það hafa
fyrirtæki í Bretlandi og Þýskalandi
gert. Við höfum möguleika á að
víxla kvótum á milli skipanna í
Norðursjónum og eins í Barents-
hafi.
Framherja vantar öflugt
fjölveiðiskip
Samherji hf. hefur um nokkurra
ára skeið rekið dótturfyrirtæki í
Færeyjum undir nafninu Fram-
herji. Fyrirtækið á tvö skip, Akra-
berg og Ester, en síðar nefnda
skipið var keypt fyrir nokkru. I
kaupunum fylgdi síldar-, makríl-
og kolmunnakvóti sem skipið hef-
ur aldrei veitt. Akrabergið er með
bolfiskkvóta í Barentshafi og út-
hafskarfakvóta á Reykjanes-
hryggnum. Þorsteinn segir veiði-
heimildirnar í Barentshafi ekki
duga togaranum. I fyrra hafi verið
keyptur viðbótarkvóti en það hafi
ekki skilað útgerðinni neinu og því
hafi verið ákveðið að kaupa ekki
kvóta í ár. Kvóti Esterar er ekki
meiri en svo að hann dugar ekki
fyrir eitt skip og að sögn Þorsteins
stendur Samherji hf. nú frammi
fyrir því að finna leiðir til þess að
ná kvótum færeysku skipanna með
sem hagkvæmustum hætti.
— Við höfum verið að reyna að
selja Ester og nú síðast voru Rúss-
ar hér í heimsókn sem höfðu hug á
að kaupa skipið. Af því varð þó
ekki. Heppilegasti kosturinn fyrir
okkur væri sá að fá eitt öflugt fjöl-
veiðiskip til þess að veiða kvóta
beggja skipanna en einnig kæmi til
greina að fá þokkalegt nótaskip til
þess að veiða uppsjávarkvótann.
Við höfum látið hanna fyrir okkur
nýtt fjölveiðiskip en það er al-
gjörlega óráðið á þessu stigi
hvert framhald málsins
verður. Draumurinn
væri auðvitað sá að
hægt væri að sameina
uppsjávarheimildir
Framherja og DFFU
og láta eitt mjög öfl-
ugt skip sjá um veið-
arnar. Það er ekki
hægt í augnablikinu
en hver veit hvað
framtíðin ber í skauti
sér, segir Þorsteinn en
þess má geta að Akra-
bergið hefur að undan
förnu verið að veiðum á
Kaninbank í Barentshafi og
segir Þorsteinn aflabrögðin hafa
— rætt við Þorstein Vilhelmsson hjá
Samherja hf. um vaxandi umsvif
fyrirtækisins, framtíðina o.fl.
verið ágæt. Aflinn hefur verið 6-20
tonn af flökum á dag.
Bruninn í Mainz setti
allar áætlanir úr
skorðum
Þegar Samherjafrændur komu
inn í rekstur DFFU í Þýskalandi í
nóvember í fyrra var fyrirtækið
með fjóra togara í rekstri en
skömmu áður hafði frystitogarinn
Hannover verið seldur til Nami-
bíu. Frystitogararnir Kiel,
Wiesbaden og Mainz voru systurs-
kip Hannover, 92 metrar á lengd,
en fimmti togarinn sömu gerðar,
Stuttgart, var seldur til Kína fyrir
nokkrum árum. Auk frystitogar-
anna gerði DFFU út ísfisktog-
arann Cuxhaven. Honum hefur nú
verið breytt í frystitogara með
möguleika til heilfrystingar á karfa
og grálúðu og hefur hann verið að
veiðum við Vestur-Grænland.
Kvótinn þar er búinn og er Cux-
haven nú á grálúðuveiðum á
Flæmingj agrunni.
Þorsteinn rifjar það upp þegar
þeir frændur voru með Akureyrina
EA í breytingum í Þýskalandi í
mars 1985 hafi Stuttgart verið í
höfninni. Þá hafi verið búið að
selja þetta mikla skip fyrir um 100
milljónir króna. Til samanburðar
megi nefna að Akureyrin EA stóð
þá í um 120 milljón krónum með
þeim endurbótum sem búið var að
gera á togaranum.
í janúar á þessu ári varð það
óhapp að frystitogarinn Mainz
eyðilagðist í eldsvoða. Verið var