Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 9
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996
9
myndir og texti:
að lagfæra millidekk togarans í
samræmi við hugmyndir Sam-
herjamanna og lá skipið í höfn í
Cuxhaven.
— Þetta var gífurlegt áfall. Sum-
ir héldu að þetta hefði verið mikil
gæfa og það hefði verið hið besta
mál að fá tryggingabæturnar fyrir
togarann. Því fór fjarri. Við vorum
mjög óánægðir með bæturnar. Það
versta var þó að atvikið riðlaði öll-
um okkar áætlunum. Við vorum
búnir að skipuleggja úthald togar-
anna fyrir árið og hugmyndin var
sú að í framhaldi af endurbótunum
á Mainz yrði ráðist í svipaðar
breytingar á Kiel og Wiesbaden,
segir Þorsteinn. í framhaldi af
brunanum í Mainz var Akraberg-
inu flaggað tímabundið til Þýska-
lands og var togarinn látinn veiða
hluta þeirra veiðiheimilda sem
Mainz höfðu verið ætlaðar.
Umhugsunarefni
Er Fiskifréttir ræddu við Þor-
stein hafði hann nýlega frétt af
stjórnsýslukæru þýska útgerðar-
fyrirtækisins Mecklenburger
Hohseefischerei, sem er að rúm-
um helmingi í eigu Utgerðarfélags
Akureyringa, vegna kvótaúthlut-
unar til þýskra fyrirtækja í Bar-
entshafi og við Grænland. Kæran
beinist gegn stofnuninni, sem út-
hlutar kvótunum í Þýskalandi, en
hún snertir DFFU og Samherja hf.
engu að síður. Þorsteinn segir
framkomu MHF í málinu með
ólíkindum. Þótt kæran beinist
formlega gegn kvótastofnuninni
þá sé í henni ómaklega vegið að
DFFU og stjórnendum fyrirtækis-
ins.
— Það er okkur mikið umhugs-
unarefni að aðaleigandi Útgerðar-
félags Akureyringa allt fram til
þessa tíma hefur verið Akureyrar-
bær. Maður skyldi ætla að bærinn
hefði ráðið ferðinni í þessu máli,
segir Þorsteinn.
Skýlaus krafa að DFFU
hefði sjálfstæði í
sölumálum
Samherji hf. á DFFU til helm-
inga á móti þýska stórfyrirtækinu
Nordstern. Þrátt fyrir skiptan hlut
þá hefur Samherji hf. ráðið ferð-
inni hvað varðar útgerð skipanna
og Þorsteinn segir samstarfið við
Nordstern hafa verið einstaklega
ánægjulegt. Þótt Nordstern og
dótturfyrirtæki séu stórir aðilar í
fiskvinnslu og framleiðslu á tilbún-
um sjávarréttum þá segir Þor-
steinn að aldrei hafi komið til
greina að Nordstern sæti eitt að
hráefniskaupum frá DFFU.
— Það var skýlaus krafa okkar
að DFFU héldi sjálfstæði sínu í
sölumálum og þannig hefur það
verið, segir Þorsteinn.
Eins og Fiskifréttir hafa greint
frá hafa verið uppi hugmyndir um
nýsmíði fyrir DFFU og tengist það
mál öðrum þræði útgerð Fram-
herja í Færeyjum.
— Þótt togarar DFFU hafi veitt
uppsjávarkvóta fyrirtækisins,
henta þeir að okkar mati ekki til
þessa verkefnis. Okkur vantar öfl-
ugt fjölveiðiskip með kælitönkum
og frystingu, segir Þorsteinn en
hann segir það einfaldlega vera
reikningsdæmi fyrir útgerðina
hvort það borgi sig að vinna aflann
um borð, landa honum ferskum
eða hvort það eigi að heilfrysta
hann, eins og t. d. er gert um borð í
hollensku risatogurunum.
Við fáum meiri stuðning
úti en hér heima
— Hvernig er rekstrarumhverf-
ið í Þýskalandi í samanburði við
það sem þið þekkið hér heima?
— Það er öðru vísi. Við áttum
reyndar í þó nokkrum slag við
verkalýðshreyfinguna í Þýskalandi
vegna verkstæðismála DFFU en
það mál leystist á mjög farsælan
hátt. Verkstæðið, sem nú heitir
Sam, hefur verið endurskipulagt
og þar er nóg að gera. Auk þjón-
ustu við togara fyrirtækisins þá
hefur það með höndum alls konar
verkefni, m.a. fyrir matvælaiðnað-
inn. Við áttum í engum verulegum
vandræðum með sjómannasam-
tökin og við innleiddum hluta-
skiptakerfi, svipað því sem tíðkast
hér á landi. Með þessu er ég ekki
að segja að samskipti okkar við
t.d. verkalýðsfélögin hér heima
hafi verið slæm. Þótt það hafi
stundum kastast í kekki á milli
okkar og Sjómannafélags Eyja-
fjarðar þá hafa samskiptin yfir höf-
uð verið góð og menn hafa skilið
sáttir, segir Þorsteinn en hann seg-
ir pólítíska umhverfið ólíkt léttara
og þægilegra í Þýskalandi en hér
heima.
— Við fáum meiri stuðning úti.
Það er ekki þetta látlausa karp um
einstök mál eins og hér, að menn
séu að svindla og henda fiski og þar
fram eftir götum.
— Stafar það ekki bara af því að
á Islandi er sjávarútvegurinn í
miklu meira návígi við allt þjóðlíf-
ið en í Þýskalandi? Er ekki sjávar-
útvegurinn meiri afgangsstærð í
Þýskalandi en hér heima?
— Það er rétt að sjávarútvegur-
inn er ekki jafn mikilvægur fyrir
efnahagslífið í Þýskalandi og hér
en sjávarútvegurinn er þó langt því
frá afgangsstærð í Cuxhaven og
víðar í Norður-Þýskalandi. Sem
dæmi þá kemur okkur það á óvart
hvað stjórnmálamenn í Cuxhaven
og nágrenni fylgjast geysilega vel
með okkur. Hins vegar er það rétt
að návígið varðandi veiðarnar eru
miklu minna. Þarna eru menn ekki
að fiska svo til uppi í landssteinum
eins og hér á Islandi. En ég fer þó
ekki ofan af því að stjórnmála-
menn þarna úti eru miklu jákvæð-
ari í okkar garð en margir starfs-
bræður þeirra hérlendis. Þing-
menn í Norður-Þýskalandi hafa
t.d. komið á fundi hjá DFFU og
þeir hafa komið hingað til Akur-
eyrar til þess að kynna sér starf-
semi Samherja.
Dátum Norður-
Atlantshafið nægja
Þrátt fyrir að Þorsteinn hafi
verið kappsfullur skipstjóri og
jafnan á meðal þeirra aflahæstu á
meðan hann var skipstjóri hjá ÚA
og síðan á Akureyrinni EA og
Baldvini Þorsteinssyni EA þá var
forsjáin þó alltaf til staðar - eigi
síður en kappið. Þorsteinn var
meðal þeirra skipstjóra sem vöktu
athygli á hættumerkjunum á grá-
lúðu- og þorskveiðunum og hann
hefur einnig verið uggandi vegna
mikillar sóknar í djúpkarfastofn-
inn.
— Eftir að hafa hlustað á mína
menn er ég sannfærður um að
djúpkarfastofninn sé í verulegri
hættu. Haustið 1993, fyrsta árið
sem ég var með Baldvin Þorsteins-
son EA, vorum við á karfaveiðum
fyrir sunnan land í rúma þrjá mán-
uði. Við vorum með rúmlega 2000
tonna afla á þessum tíma. Þarna
hefur líka verið ágæt veiði undan-
farin haust þar til nú að algjör ör-
deyða er á miðunum. Skipin okkar
hafa verið að reyna þarna af og til í
haust en aflinn hefur verið sára-
tregur. Sömu sögu er að segja af
svæðinu út af Víkurálnum. Það
þarf því engin vísindi til að segja
mér að djúpkarfastofninn sé ekki í
hættu. Hins vegar er ég sannfærð-
ur um að þorskstofninn er á upp-
leið en á því eru eðlilegar skýring-
ar. Veiðiálagið á Halamiðum og
Strandagrunni, svo dæmi séu
nefnd, hefur verið í algjöru lág-
marki mörg undanfarin ár. Þarna
hafa verið tekin nokkur hol og það
væri undarlegur andskoti ef ekkert
kæmi upp. Þá væru menn nú fyrst
komnir í djúpan skít.
Þorsteinn segir að miðað við hve
þorskveiðin fór langt niður þá sé
það ótrúlegt hve vel menn hafi náð
að halda haus.
— Útgerðin hefur, þegar á
heildina er litið, ekki í lengri tíma
gengið eins vel og nú. Menn hafa
orðið að leita leiða til þess að sækja
fiskinn með sem hagkvæmustum
hætti. Ekki hefur afurðaverðið
hækkað. Sóknin í úthöfin hefur
verið ævintýri líkust, segir Þor-
steinn en aðspurður um það hvort
Samherji hf. hafi hug á því að taka
þátt í útgerðarverkefnum t.d. á
suðurhveli jarðar, eins og nokkur
íslensk fyrirtæki hafa gert, segir
hann að það sé ekki á dagskrá.
— Þú mátt ekki skilja það sem
svo að við höfum ekki áhuga á því
og hver veit hvað framtíðin ber í
skauti sér. Núna höfum við mark-
að okkur þá stefnu að láta Norður-
Atlantshafið nægja í bili og verk-
efnin eru ærin.
Sjálfstæði í sölumálum
Samherji hf. stendur utan stóru
sölusamtakanna og hefur fyrirtæk-
ið selt afurðir sínar með ýmsum
hætti á undanförnum árum. Við
báðum Þorstein að greina aðeins
frá sölufyrirkomulaginu.
— I mörg undanfarin ár höfum
við selt sjófrystar afurðir í gegnum
Isberg hf. en sl. vor þá stofnuðum
við okkar eigið sölufyrirtæki í Eng-
landi. Fyrirtækið heitir Seagold og
eru helstu eigendur auk Samherja,
DFFU, Framherji og Gústaf
Baldvinsson. Seagold selur afurðir
fyrir þessi fyrirtæki og það mun
einnig selja ferskar eða frystar af-
urðir af skipum Onward Fishing.
Önnur sölumál okkar eru með
þeim hætti að Nes hf. í Reykjavík
hefur selt mest af þeim afurðum
Samherjaskipanna sem farið hafa
á Asíumarkað. Fyrirtækið hefur
einnig selt fyrir DFFU í Asíu.
DFFU hefur svo sjálft séð um ýmis
sölumál í Evrópu, s.s. á síld og
makríl. Á Bandaríkjamarkaði höf-
um við selt afurðir með milligöngu
fyrirtækis sem heitir North Coast.
Sölumál á rækju voru lengst af
þannig að Nes hf. seldi rækju á
Japansmarkað en starfsmenn
Samherja hf. og Strýtu hf. sáu
sjálfir um sölu á aðra markaði.
Þetta hefur breyst nokkuð í kjölfar
samstarfs okkar við Royal Green-
land. Þeir eru farnir að selja fyrir
okkur suðurækjuna og rækju inn á
Japan. Royal Greenland hefur
einnig með höndum sölu á öllum
úthafskarfanum sem veiddur er í
grænlensku landhelginni. Það á
bæði við um afla Samherja og
DFFU.
Höfum mætt auknum
umsvifum með lengri
vinnudegi
— Umsvif Samherja hf. hafa
vaxið jafnt og þétt undanfarin ár.
Það er ekki langt síðan að svo til
einu eignir fyrirtækisins í landi
voru Lada station bíll og ljósritun-
arvél. Er ekki orðið erfitt fyrir
ykkur frændurna að halda utan
um þennan ört vaxandi rekstur og
verða breytingar á stjórnun fyrir-
tækisins nú þegar þið hafið lýst því
yfir að opna fyrirtækið og breyta
því í almenningshlutafélag?
— Eg kom í land fyrir tveimur
árum og fram að þeim tíma var ég
eins og aðrir skipstjórar fyrirtækis-
ins á sjó í tvo túra og einn í fríi í
landi. Eg hafði auðvitað afskipti af
rekstrinum án þess að taka beinan
þátt í daglegri stjórnun en nú er ég
kominn í þetta verkefni á fullu. Þá
má ekki gleyma því að Björgólfur
Jóhannsson er orðinn fram-
kvæmdastjóri Þróunar- og nýsköp-
unarsviðs hjá Samherja og við er-
um búnir að ráða tvo tæknifræð-
inga til starfa. Aukningin í
starfseminni hefur oðrið mest á sl.
tveimur árum og við höfum mætt
henni með því að ráða menn til
starfa og bæta á okkur aukinni
vinnu. Auðvitað velti ég því fyrir
mér hve lengi það er hægt og hve-
nær menn sprengja sig. Við vinn-
um langan vinnudag og eftir að
heim er komið þá tekur síminn við.
Eg met það svo að við höfum góð
tök á stjórn fyrirtækisins en ef svo
færi að okkur fyndist við vera að
missa tökin þá myndum við bregð-
ast við því að ráða hæfa menn til
þess að sjá um þá þætti sem við
teldum okkur ekki komast yfir.
Okkar styrkur fram að þessu hefur
verið sá að við komum allir sinn úr
hverri áttinni ef þannig má að orði
komast. Þorsteinn er menntaður
skipaverkfræðingur, Kristján er
vélstjóri og ég hef reynslu af skip-
stjórn. Svo má heldur ekki gleyma
því að við höfum mjög gott starfs-
fólk bæði á sjó og í landi.
Alfarið mín ákvörðun
að koma í land
— Var það ekki mikil breyting
fyrir þig að koma í land?
Hjalteyrin EA fer eftir áramótin til Onward Fishing Company eftir miklar endurbætur