Fiskifréttir


Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 10

Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 10
10 FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996 Athafnamenn — I>að voru mjög mikil við- brigði. Ég hafði ekkert annað gert, svo til frá því að ég man eftir mér, en að vera á sjó. Ég var fimm ára gamall þegar ég fór fyrst í túr með pabba á togara og ég sá aldrei neitt annað. Ég var í sjómennskunni af lífi og sál og auðvitað fórnaði ég ýmsu sem jafnöldrum mínum stóð til boða. Fyrst eftir að ég kom í land var ég eins og í lausu lofti. Sú spurning var óneitanlega áleitin hvort ég væri að gera einhverja bölvaða vitleysu. Á hitt ber að líta að stundum dauðkveið ég fyrir því að fara á sjóinn. Petta var hins veg- ar alfarið mín ákvörðun. Það var engin pressa frá fjölskyldunni að koma í land. Ég tilkynnti henni þessa ákvörðun. Konan segir við mig núna að hún vilji ekki að ég fari á sjóinn aftur þótt vinnudagur- inn í landi sé langur. En þetta er öðru vísi. Ég er við hendina ef eitt- hvað kemur upp á, segir Þorsteinn en þess má geta að hann og eigin- Starfsfólk Marel hf. sendir sjómönnum og fiskvinnslufólki hugheilar jólakveðjur með ósk um farsælt komandi ár. *r--------------m Höfðabakka 9 112 Reykjavík Sími: 563 8000 Fax: 563 8001 4QÖ Netfang: info@marel.is ► Esther í höfn á Akureyri. Samherji hf. hefur að undanförnu reynt að selja skipið kona hans, Þóra Hildur Jónsdótt- ir, eiga sex börn. Þau elstu eru reyndar flogin úr hreiðrinu, í bili a.m.k., en þrjú eru ennþá heima. Yngsta barn Þorsteins og Þóru er Stefán, sem nú er hálfs annars árs, og Þorsteinn segir í gamni að það sé eina barnið hans sem hann eigi kost á að ala upp frá grunni. — Hefur það hvarflað að ykkur frændunum að setjast hreinlega í helgan stein eftir að búið verður að breyta Samherja hf. í almennings- hlutafélag? — Það hafa margir spurt okkur þessarar spurningar. En það er ekki á dagsrká. Það væri ekkert gaman. En auðvitað verðum við að hugsa um framtíðina eins og aðrir. Ein af ástæðum þess að við veljum þessa leið er sú að með þessu móti teljum við að við tryggj- um hagsmuni fjölskyldna okkar best. Slagur um peninga og yfirráð í fyrirtækjum hefur sundrað mörg- um fjölskyldum. Ég á sex börn, Kristján fimm og Þorsteinn Már á tvö börn. Ekki getum við ráðið öll börnin okkar í vinnu hjá Samherja hf. Hvað með barnabörnin þegar fram líða stundir? Ég gæti átt 20-30 barnabörn eftir 10-20 ár, segir Þor- steinn og hlær dátt um leið og við slítum spjallinu. Það er komið há- degi og konan og tvö barnanna eru komin til þess að ná í hann í mat. Um leið og Þorsteinn röltir inn á skrifstofu sína til þess að ná í eitt- hvað, sem hann hefur gleymt, kemur í ljós að það er sitthvað til í því að hann hafi tekið uppeldi Stef- áns sonar síns föstum tökum. Þegar sá stutti kjagar á eftir pabba sínum kemst maður a.m.k. hjá því að veita því athygli að göngulag þeirra feðga er óneitanlega mjög svipað. Fréttir Bliki og G. Ben sameinast: Rækjufrystitogarí keypiurfrá Græntandi — er systurskip Júlíusar Havsteen ÞH Nýtt útgerðarfyrirtæki, BGB hf., sem myndað var með sameiningu Blika hf. á Dalvík og G.Ben á Ar- skógsströnd fyrir skemmstu, hefur keypt græn- lenska rækjufrystitogarann Natarnak og verður hann afhentur um miðjan næsta mánuð. Seljandi er Royal Greenland. Togarinn var smíðaður í Dan- mörku árið 1987 og er systurskip Júlíusar Havsteen ÞH frá Húsavík sem keyptur var til landsins fyrir ári. Skipið er 42 metra langt og 10,4 metra breitt og mælist 423 brúttórúmlestir eða 716 brúttótonn. Grænlenskí togarinn Natarnak, sem kemur í stað Blika EA. Skipið kemur í stað Blika EA og er stærðarmunurinn umtalsverð- ur, því Bliki er 34 m langur, 8,75 m breiður og mælist 216 brl. eða 436 brúttótonn. Bliki hefur nú þegar verið seldur til Bátsfjord í Noregi. Kaupverð grænlenska skipsins og söluverð Blika hefur ekki verið gefið upp. Ottó Jakobsson útgerðarmaður tjáði Fiskifréttum, að ástæðan fyrir kaupunum á grænlenska togaran- um væri fyrst og fremst sú, að Bliki væri of lítið skip til þess að sækja á fjarlæg mið eins og Smuguna og Flæmingjagrunn, þótt leitast hefði verið við að senda hann út fyrir lögsöguna á undanförnum árum. Bæði væri burðargetan of lítil og aðstaða fyrir mannskapinn ekki nógu góð. „Við áttum þess vegna um það að velja að lengja Blika eða kaupa stærra skip álíka gamalt. í báðum tilfellum hefði þurft að kaupa rándýra úreldingu og að vel aðhuguðu máli var síðari kosturinn ódýrari fyrir okkur, ekki síst vegna fáránlegra úreldingar- reglna,“ sagði Ottó í samtali við Fiskifréttir. Trausti ÁR var keypt- ur sem viðbótarúrelding vegna skipakaupanna, en með honum fékkst 315 tonna kvóti í þorskígild- um. Skrifstofur nýja útvegsfyrirtæk- isins BGB hf. verða á Árskógs- strönd en fiskvinnsla verður rekin á báðum stöðum. Þannig fer frum- vinnsla saltfisksins fram á Ár- skógsströnd en þurrkun og pökk- un á Dalvík, auk þess sem skreið- arverkun og hausaþurrkun verður þar áfram. BGB hf. mun gera út þrjá báta auk togarans. Þeir eru Arnþór, Borgþór og Sæþór. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins er Þórir Matthíasson.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.