Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 11
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996
11
Útvarp/sjónvarp
Bætt útvarpsskilyrði á miðunum á næsta ári
Nú er unnið að endurnýjun lang-
bylgjukerfis Ríkisútvarpsins, bæði
á Gufuskálum og á Austurlandi.
Þegar þeirri endurnýjun lýkur,
væntanlega á fyrri hluta næsta árs,
verður vel séð fyrir einni útvar-
psrás til hafsvæðisins kringum
landið og hlustunarskilyrði á mið-
unum verða ágæt. Jafnframt er
unnið að mótun dagskrárstefnu
fyrir þessa rás með blönduðu efni
af Rás 1 og Rás 2 sem ætlað er að
koma betur til móts við óskir sjó-
manna en hingað til.
Þetta sagði Björn Bjarnason
menntamálaráðherra í svari við
fyrirspurn frá Einari K. Guðfinn-
ssyni á Alþingi fyrir skömmu. Ein-
ar benti á að mikill fjöldi sjómanna
á miðunum í kringum landið nyti
ekki eðlilegrar útvarps- og sjón-
varpsþjónustu. Sem dæmi nefndi
hann að samkvæmt upplýsingum
Slysavarnafélagsins um sjósókn á
Vestfjarðamiðum norðan við
65°30’ N og vestan við 22° vestlægr-
ar breiddar hefði heildarsókn
verið 1.870 bátar í októbermánuði
1994 og svipaður fjöldi í nóvemb-
er. Einar spurði ráðherra hvað
væri fyrirhugað að gera til þess að
bæta skilyrði útvarps- og sjón-
varpssendinga þannig að þau næðu
til hafsvæðisins í kringum landið.
Fram kom hjá menntamálaráð-
herra að áætlaður stofnkostnaður
við að dreifa sjónvarpssendingum
allt að 50-60 mílur frá landi væri
um 850 milljónir króna og rekstr-
arkostnaður dreifikerfisins myndi
tvöfaldast miðað við núverandi
rekstur. Ef stækka ætti annað FM-
kerfið svo útvarp næði 60 mflur frá
landi með góðum styrk kostaði
það 650 millj. króna.
Ódýrari lausnir eru til
Ráðherrann benti á að ýmsar
úrbætur mætti gera, þótt skrefið
yrði ekki strax stigið til fulls. „Með
því að nota aðstöðu sem nú verður
til á fjallatoppum en byggja hvergi
ný mannvirki má áætla að FM-út-
varp náist á 50% miðanna í stað
10% nú og að sjónvarp náist á 30-
40% miðanna í stað 3-4% nú, en
þá verður að gera ráð fyrir vandað-
asta móttökubúnaði um borð í
skipinu. Heildarkostnaður fyrir
eina FM-rás til um 50% miðanna
er áætlaður um 64 millj. króna og
rekstrarkostnaður 11 millj. kr. á
ári. Til þess að ein sjónvarpsrás
næði til 30-40% miðanna þarf að
gera ráð fyrir 16 nýjum sjónvarps-
sendum. Áætlaður kostnaður er
310 millj. kr. og rekstrarkostnaður
24 millj. kr. á ári,“ sagði mennta- i Menntamálaráðherra gat þess i alls staðar byggt á landstöðvum, en i að veltafyrir sér að nýta gervihnatt-
málaráðherra. I að í áðurnefndum áætlunum væri I að sjálfsögðu hlyti að koma til álita I artæknina meira í þessu skyni.