Fiskifréttir


Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 12

Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 12
12 FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996 Einar Sigurðsson um borð í togaranum Sigurði. Merki Hraðfrysti- stöðvarinnar er á skorsteininum. Myndin var tekin árið 1976. — hvað var í fréttum í sjávar- útvegi fyrir fjórum áratugum? Gluggað í pistla Einars ríka, Úr verinu, í Morgunblaðinu frá árunum 1956-1957 Einar Sigurðsson útgerðarmaður, í daglegu tali kallaður Einar ríki, skrifaði um árabil fastan vikulegan fréttapistil um sjávar- útvegsmál í Morgunblaðið undir heitinu Ur verinu. Pistlar þessir voru víðlesnir, bæði af mönnum í atvinnugreininni og almennum lesendum. Þegar horft er til baka eru þessar greinar eins konar fréttaspegill úr fortíðinni, sem áhugavert er að skyggnast í. Við skulum hverfa fjóra áratugi aftur í tímann og skoða glefsur úr skrifum Einars frá árunum 1956 og 1957. Á þeim tíma var fiskleysi á hefðbundnum togaramiðum við landið og sókn á fjarlæg haf- svæði talin helsta bjargráðið. Utgerðin var styrkt með bátagjald- eyri, dagpeningum og uppbótum. Illa gekk að manna skipin sem sést á því að tveir af hverjum fímm sjómönnum á Ootanum voru Færeyingar. Ekki er þó svartnættið eitt ríkjandi í pistlum Einars, síður en svo. Baráttan fyrir útfærslu fískveiðilögsögunnar í 12 mflur er hafín og Einar hvetur starfsbræður sína óspart til þess að tileinka sér nýja tækni í fískveiðum sem farin er að ryðja sér til rúms erlendis og nefnir ýmis dæmi þar að lútandi. Auk þess sýnishorns sem hér fylgir er ætlunin að birta á næstunni stuttar klausur úr greinum Einars frá árabilinu 1958-1974 á aflafréttasíð- um Fiskifrétta eftir því sem rúm leyfir hverju sinni. 15. ágúst 1956 Karfínn gengur fljótt til þurrðar Það er einkennilegt, eins og við- koma karfans er þó mikil hjá hverj- um fiski árl. 200.000 til 300.000, hvað hann gengur fljótt til þurrðar. Allir vita um Halann, einhver auð- ugustu karfamið, sem nokkurn tíma hafa þekkst, þar sem lítið eða ekkert var í fyrra og ekkert í ár, og Dohrnmiðin, þar sem hin mikla veiði hófst í miðjum september í fyrra, en þar er nú ekkert að fá. Framtíðarmið íslendinga Hvar eru framtíðarmið Islend- inga, gæti mörgum orðið á að spyrja, vegna þeirrar reynslu, sem menn hafa fengið af því, hve fiskur gengur fljótt til þurrðar, og þá fyrst og fremst á karfamiðunum. Er svæðið á milli austurstrandar Grænlands og íslands fullkannað? Það er alvarlegt fyrir fiskveiðar íslendinga, hve fiskur virðist ganga til þurrðar með ári hverju á hinum nálægari miðum. Það er viðbúið, að hér geti farið eitthvað líkt og átt hefur sér stað við Skot- land og Færeyjar, þar sem miðin hafa verið svo til þurrausin. Það má ekki dragast lengi að færa út landhelgislínuna með landgrunnið sem lokatakmark. En trúlega kemur að því þrátt fyrir það, að íslendingar verði almennt að sækja afla sinn í Hvítahafið, á Bjarnar- eyjamiðin og vestur fyrir Græn- land. 19. ágúst 1956 Bugtin físklaus Svo má heita, að nú sé alveg fisklaust í Bugtinni. Bátar þeir, er róa, fá aðeins nægilegt í soðið. Helst er það kurlýsa, sem fæst. Sjómenn segja mikið af sandkola og að krossfiskur sé nær því á öðr- um hverjum krók. Þess sjást merki í fiskbúðunum, hve steindautt er í Faxaflóa. Hefur verið gripið til Grænlandsþorsks og karfa í fisk- hallærinu. 21. ágúst 1956 Uppbæturnar og áróðurinn Svo þegar menn ræða um sjávar- útveginn, sem hvergi koma þar ná- lægt, heyrist það ekki sjaldan, að hér sé á ferðinni hinn mesti þurfa- lingur þjóðarinnar, sem haldið sé uppi af þeim. Og náðarbrauðið er: Bátagjaldeyrir, dagpeningar tog- aranna, uppbætur á sfld o.fl. því- líkt góðgæti. Er nú trúlegt, að svo sé í raun og veru, að sá atvinnuvegur sem lætur hverju mannsbarni þjóðarinnar í té 92 aura af hverri krónu, sem notuð er til kaupa á hinum margháttuðu erlendu þörfum hennar, sé um leið mesti styrkþeginn? 23. ágúst 1956 Einn togari í stöðugri fiskileit Ef vel væri, ætti alltaf einn tog- ari að vera í leit að nýjum miðum og athugun á, hvernig fiskur hagar sér, og ríkissjóður að tryggja hon- um lágmarkstekjur á dag. Ein- staklingum er ofvaxið að gera slík- ar tilraunir upp á eigin spýtur eins og að þessum atvinnuvegi er búið, hversu mikla þörf og löngun, sem menn hafa til slíks. 28. ágúst 1956 Gott kast Norðmenn veiða sem kunnugt er mikið af upsa í nót og á hand- færi. Nýlega fékk einn bátur 70 lestir í einu kasti. Undanfarið hafa nokkur skip norðanlands verið að veiða töluvert af upsa í nót. Hér sunnanlands er mjög mikið af upsa á haustin. Skyldi ekki vera tök á að veiða hann á annan hátt en á hand- færi, enda þótt hann vaði ekki? Metafli Portúgala Það er búist við, að hinn portúg- alski Grænlandsfloti fái metafla í ár, 60.000 lestir af fullverkuðum saltfiski. Um miðjan júlí var um helmingur af flotanum á heimleið með fullfermi og von á hinum helmingnum á næstunni. Þetta er geysimikið fiskmagn, sem sézt bezt á því, að saltfiskafli íslend- inga yfir árið er 40-50 þús. lestir, miðað við fullstaðinn fisk. Frakkar láta ekki sitt eftir liggja Á 12 árum, eða síðan stríðinu lauk, hefur franski fiskiskipaflot- inn, sem veiðir í salt, aukið afla- magnið úr 4000 lestum af saltfiski í 70.000 lestir. Þessi floti er nú 33 nýtízku togarar. 9. sept. 1956 Háir tollar og söluskattur Vélbáturinn Hilmir var að koma í vikunni með nýja Mannheimvél frá Þýzkalandi. Tók það tvo mán- uði, frá þvt að báturinn fór út og þar til hann kom aftur. Fjórir bátar eru nú á förum til þess að láta skipta um vélar. Eru það Erlingur III. og V., Baldur og Bergur. Vél- báturinn Sjöfn er úti í sömu erinda- gerðum. Allt er þetta gert vegna hins geysiháa söluskatts og tolls, sem er 80-100 þúsund krónur á vél. Þykir í því mikið ósamræmi, að tolla þannig vélar, ein innflutt skip eru tollfrjáls. 9. desember 1956 Síldveiðitilraunir hafa heppnazt Neptúnus kom inn í vikunni með 60 tn. af sfld. Fékk hann þær á fimmtudaginn. — Sprengdu þeir tvisvar, þrisvar vörpuna, að því þeir töldu með sfld. Má segja, að þessi dagur skeri úr um það, að hægt sé að veiða sfld í botnvörpu. Getur það verið ómetanlega mikil- vægt fyrir framtíðina. Það er nú eitthvað annað, hvað kostnaðinn snertir, að veiða sfld í botnvörpu eða reknet, fyrir utan nú það, hve miklu afkastameira það hlýtur að vera, þar sem hægt er að nota til þessara veiða stórvirk skip eins og íslenzku togarana. Þyrilvængja á sfldarmiðunum Norðmenn ráðgera nú að nota í samráði við eftirlitsskip þeirra, þyrilvængju til aðstoðar skipum sínum á sfldarmiðunum. Einnig ráðgera þeir að nota vélbát úr léttu efni — plasti — til þess að auðvelda sambandið við fiskiskipin. 24. mars 1957 Líf og dauði Það virðist nú svo sem um líf eða dauða íslenzks sjávarútvegs sé að tefla. Verði ekkert gert í friðunar- málunum er trúlegt, að allur fiskur verði horfinn hér af heimamiðum eftir 10-20 ár rétt eins og við Fær- eyjar og Bretland, þar sem aðeins er um „lúsarkropp" að ræða. — Það er meira en vafasamt, að meirihluti Alþingis fáist til að sam- þykkja tillögur Péturs Ottesen um að færa friðunarlínuna út í 12 mfl- ur, þó að því verði ekki trúað að óreyndu, að ekkert verði aðhafzt í landhelgismálinu, þessu mesta hagsmunamáli íslendinga í dag. En það er annað sem þarf að fylgja í kjölfarið, og það er friðun fyrir netjaveiði, þar sem helztu gotstöðvarnar eru eins og Selvogs- banki og þó einkum hraunið. Áður fyrr fékkst ekkert nema svilfiskur í netin, en nú síðari ár, eftir að farið var að leggja netin á hraunið, hefur þetta gjörbreytzt. Nú orðið er mjög mikið af netjafiskinum hrognafiskur. Út einu meðal- hrogni koma 4-5 millj. seiða, ef allt klekst út. 7. apríl 1957 Tregur togaraafli Aflinn hefur verið tregur eins og fyrri daginn, og hefur ekki annað eins aflaleysi þekkzt í manna minnum. Er einkum athyglisvert, hve afli hefur brugðizt á Selvogs- banka og út af Reykjanesi. Kveður svo rammt að þessu, að reyndustu „Bankamenn“ eins og Snæbjörn á Hvalfellinu, Bjarni Ingmarsson á Neptúnusi og Magnús á Marzin- um, gáfust hreinlega upp við að liggja þar yfir engu... Má þetta allt undarlegt heita á hávertíðinni hér sunnanlands, er mokveiði ætti að vera eftir venjunni. 5. maí 1957 Fyrsta þýzka verksmiðjuskipið Fyrsta þýzka verksmiðjuskipið hljóp nýlega af stokkunum í Brem- erhaven. Er skipið 69 m. á lengd (ísl. nýsköpunartogararnir eru 54- 57 m.). Er varpan tekin inn aftan á skipinu. í skipinu eru Baader fisk- vinnsluvélar, frystitæki, kæli-

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.