Fiskifréttir


Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 13

Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 13
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996 13 Samantekt: GE Á verbúðarbryggjunni í Reykjavík árið 1956. í ágúst skrifar Einar að heita megi alveg fisklaust í Bugtinni, bátarnir fái rétt í soðið. (Mynd: Snorri Snorrason). Á sfldveiðum. Um borð í Þorsteini Ingólfssyni við Grænland. Helsta bjargráð togaranna í fiskleysinu hér heima var að sækja á Grænlandsmið. (Mynd/Fiskifréttir: Heiðar Marteinsson). geymslur fyrir freðfisk, vélar til vinnslu á fiskúrgangi í fiskimjöl og farmrými fyrir nýjan fisk. — Aðal- vélar skipsins eru 2 Deutz-dísilvél- ar, 600 ha. hvor. Hvenær finnst íslendingum tími til kominn að fylgjast með öðrum þjóðum i bygg- ingu verksmiðjuskipa? 2. júní1957 íslendingar leggja línu við Grænland Sagt er, að togarinn Brimnes hafi lagt línu með 500 krókum við Grænland og fengið á annað hundrað þorska. Þætti það gott hér, ef fiskur stæði á þriðja eða fjórða hverju járni. 16. júní 1957 Fiskforðabúr íslendinga Halinn hefur um langt árabil verið fiskforðabúr Islendinga, en nú er fiskurinn farinn mjög að minnka þar, eins og einna gleggst kom fram í vetur. Það er allt, sem bendir til þess, að miðin við Græn- land verði aðalfiskimið Islendinga í náinni framtíð, bæði hvað karfa og þorsk snertir. 30. júní1957 Þyrilvængja til fískileitar Bretar hafa gert tilraunir til fiskileitar með þyrilvængjum, sem búnar eru bergmálsdýptarmælum, og hefur þetta borið nokkurn ár- angur. Getur þetta sparað mikinn tíma hjá fiskiskipunum sjálfum við leit að fiski. 30. júní1957 Hin mikla fískgengd við Grænland Togarar, sem veiða í salt við Grænland, verða oft varir við óhemju mikla fiskgengd við vest- urströnd Grænlands á vorin, en þá gengur fiskurinn norðvestur með ströndinni. Heldur virðist þó hafa dregið úr fiskmagninu, síðan skipafjöldinn jókst, því að 1952 og á þeim árum voru 20 faðma þykkar torfur af fiski, og þurfti þá aðeins að sökkva trollinu í 5-10 mínútur, þá var það fullt af fiski. 1. sept. 1957 Sjálfvirk Asdictæki Elac-verksmiðjurnar þýsku hafa smíðað alveg sjálfvirkt asdictæki. Tæki þetta leitar sjálft uppi fiski- torfurnar og er svo nákvæmt, að í 3-4 km fjarlægð finnur það t.d. smásíldarhnapp, sem væri jafnvel ekki nema nokkur mál, eða annan fisk og skýrir frá því um leið í hátal- ara. Fyrir nokkrum dögum voru 5 slík tæki sett í norsk fiskiskip. Hvert tæki kostar 160 þús. krónur, en Norðmennirnir telja samt, að þau muni skjótt margborga sig. Síldveiðarnar voru lélegar fyrir allflesta í upphafi síldveiðanna fyrir Norðurlandi var útlitið gott. Afli var almennur nokkra daga síðari hluta júnímánaðar. Menn nöguðu sig í handarbökin fyrir að vera ekki byrjaðir fyrr, þegar fréttist um hina miklu veiði Norðmanna, nokkrum dögum áður en nokkur íslendingur var kominn á miðin. En það dró fljótt úr veiðinni, og nú fóru að skera sig úr með góða veiði skip, er voru með hin nýju leitartæki — asdikkið. Það má full- yrða, að á næstu vertíð verði ekki talið fært að hreyfa sig á síld, nema hafa þessi tæki. 24. sept. 1957 Síldveiðar með vörpu Það er súrt í broti að vita af því ógrynni síldar, sem hér er við suð- vesturlandið, og geta ekki náð meiru af henni vegna frumstæðrar veiðitækni. Ef tækist að veiða sfld þessa með einhvers konar vörpu í stað netja, myndi það valda bylt- ingu í fiskveiðum íslendinga á borð við notkun línunnar, botn- vörpunnar, snurpunótarinnar og þorskanetjanna. Ein tvö, þrjú undanfarin ár hafa tveir menn úr Vestmannaeyjum, Jóhann Sigfússon og Kjartan Friðbjarnarson, gert tilraunir með flotvörpu af svonefndri Larsens- gerð. Hafa þessar tilraunir borið lítinn árangur, hvað veiði snertir, en hins vegar veitt dýrmæta reynslu um styrkleika og gerð veiðarfæranna og orðið til þess að vekja áhuga á þessari veiðiaðferð hjá þeim, er að þeim hafa starfað. Annarskipstjóranna, enbátarn- ir eru tveir, sem draga vörpuna, var hinn mikli aflamaður Benóný Friðriksson, sem hefur verið afla- kóngur Vestmannaeyja margar vetrarvertíðir og raunar alls ís- lands, að því er vélbátana varðar. Hinn var Þorsteinn Gíslason frá Görðum, einnig kunnur sjósókn- ari og fengsæll skipstjóri úr Eyjum. Nú er ætlunin að halda þessum tilraunum áfram í haust... 27. okt. 1957 Nýr svipur á togurum Næsta ár verður fullsmíðaður nýr togari fyrir Ross í Grimsby með nýju lagi að aftan, en lagið á afturhluta togaranna hefur verið óbreytt síðan 1930. Kostirnir við þessa nýju breytingu eru taldir aukinn hraði, betri sjóhæfni og hagkvæmari rekstur. Það þarf að athuga vel, að nýju íslenzku togar- arnir verði ekki gamaldags, um leið og smíði þeirra væri lokið. 3. nóv. 1957 Norðmenn endurbæta dýptarmælinn Norska hafrannsóknaskipið G.O. Sars hefur nýlega gert til- raunir með nýja gerð af bergmáls- dýptarmælum. Aðalkostur þess- ara mæla er sá, að þeir sýna fisk við botn með miklu meiri næmleik en áður. Þannig er hægt að sjá fisk, sem er 1-2 faðma frá botni, á 200 faðma dýpi. Fiskur, sem áður hef- ur ekki verið unnt að merkja, kem- ur greinilega fram á þessum mæli, þar eð botninn sést sem hvít lína... Það er Simonsen Radio a/s sem hefur smíðað tækið. 1. des. 1957 Hlutarhæsti báturinn á handfærum Hlutarhæsti báturinn í Vest- mannaeyjum á síðustu vetrarver- tíð var handfærabátur, 22 lestir að stærð, skipstjóri Ástgeir Olafsson (Ási í Bæ). Hluturinn var við 50 þúsund krónur. Það er athyglisvert, hversu mik- ið má afla með hinum nýju nælon- handfærum með 7 krókum eða fleiri. Segja má, að þetta hafi vald- ið byltingu í þessum veiðiskap, sem hefur verið stundaður af landsmönnum með litlum breyt- ingum öldum saman. Handfæraveiðar eru einna mest stundaðar í Vestmannaeyjum, og fjölgar stöðugt þeim bátum, sem eingöngu leggja stund á handfæra- veiðar. Báta af stærðinni 15-30 lestir, sem seldir voru úr Eyjum fyrir nokkrum árum fyrir lítið fé, er nú verið að kaupa þangað aftur fyrir tvöfalt verð. Nú er ekki ófróðlegt að gera sér nokkra grein fyrir mikilvægi þess- ara veiða. I göngufiski á vetrar- vertíð er ekki óalgengt, að maður- inn dragi allt upp í 2 lestir af fiski yfir daginn. Hér hefur aflinn tíðast verið við 1 lest á mann. Að vísu er tröppugangur í þessu eins og geng- ur. 5, 6, og 7 lestir yfir daginn er góður afli á bát, þó ufsi sé, sem hér veiðist mest. Aflinn er mun minni á línuna og í netin. En hvað er aflinn á mann á togurunum? Vart meira en 300-400 kg. yfir sólar- hringinn eins og aflabrögðin hafa verið undanfarið. Gott hefur þótt ef náðst hafa 10 lestir yfir sólar- hringinn. Á togurunum eru 30 menn. En svo er önnur hlið á þessu máli, sem er ekki síður athyglis- verð, og það er kostnaðarhliðin. Þar er tvennu ólíku saman að jafna, að gera út á handfæraveiðar og svo línu-, netja- og togveiðar. Þá er hráefnið, fiskurinn, ekki amalegt til hvers sem er. Það er ekki verið að vekja at- hygli á handfæraveiðunum, til þess að kastað sé frá sér í einni svipan því, sem fyrir er, en vafalítið væri mörgum manninum hagkvæmt að gefa þessum veiðiskap meiri gaum en gert hefur verið. Það skyldi þó aldrei vera, að verulegur hluti af vélbátaflotanum ætti innan tíðar eftir að stund meira og minna handfæraveiðar. 15. des. 1957 Sjómaðurinn og útgerðin Á vertíð á Akranesi fyrir nokkr- um árum var sagt, að aðeins einn ungur maður hefði byrjað sjó- mennsku. — Þótti þetta svo í frá- sögur færandi, að hann var upp- nefndur Óli sjómaður. Sama á að hafa endurtekið sig í Vestmanna- eyjum á síðustu vertíð. Vel má vera að hér sé málað sterkum litum, almannarómur hefur löngum fengi orð fyrir það. En hvort sem þetta er hárrétt mynd af ástandinu eða ekki, hrökkva menn ónotalega við að heyra, hversu komið sé þessum málum í stærstu verstöðvum lands- ins. Jafnframt hefur alþjóð verð skýrt frá því þessa dagana, að nú séu 40%, tveir af hverjum fimm, af sjómönnum íslenzka fiskiskipa- flotans Færeyingar. Á s.l. vetri hafi þeir verið 1400 talsins og fjölg- að á einni vertíð um 400. Hverjar verða þessar tölur á vertíðinni í vetur, og hvar endar þetta? Höfuðástæðan og ef til vill sú eina er, að laun sjómanna hafa dregist aftur úr launum land- manna. Útgerðin hefur undanfar- in 10 ár orðið að sækja sitt meira og minna undir það opinbera , og hef- ur þá einatt verið naumt skammt- að. Þegar svo minnkandi afli hefur í þokkabót bætzt ofan á , er ekki von, að vel fari... Útgerðinni hefur verið bættur hallinn að nokkru með styrkjum, sem ekki hafa kom- ið til skipta, eins og um hækkun á fiskverði hefði verið að ræða. 29. des. 1997 Aflahæstir Aflahæsti báturinn á vetrarver- tíðinni var Gullborg í Vestmanna- eyjum, skipstjóri Benóný Friðriks- son, með 806 lestir miðað við slægðan fisk með haus. Aflahæsti togarinn 1957 er Marz frá Reykja- vík, skipstjóri Markús Guðmunds- son. Aflahæsta skipið á sumarsíld- veiðunum var Snæfellið frá Akur- eyri, skipstjóri Bjarni Jóhannesson, með 10.090 mál og tunnur.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.