Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 14
14
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996
Heimsstyrjoldin siðari
f dagrenningu 21. júní
1941 réðust Þjóðverjar á Sovét-
ríkin. Á augnabliki gerbreytt-
ist vígstaða stórveldanna.
Þjóðverjar og Sovétmenn, sem
höfðu áður gert með sér griða-
sáttmála voru nú í grimmilegri
styrjöld hvor gegn öðrum, og
Bretar sem komnir voru að fót-
um fram, höfðu skyndilega
eignast öfluga bandamenn í
austri. Þjóðverjar voru nú
farnir að berjast á tveimur víg-
stöðvum og það létti nokkuð á
þeim gífurlega þrýstingi sem
Bretar höfðu legið undir allt
frá því að heimsstyrjöldin
braust út 1. september 1939.
Framan af fylgdust Banda-
ríkjamenn með hildarleiknum
í Evrópu án þess að blanda sér
mikið í málin. Þó að augljóst
væri að Roosevelt Bandaríka-
forseti hefði samúð með Bret-
um átti hann erfitt um vik með
að veita hjálp. Mikil andstaða
var í Bandaríkjunum gegn því
að þjóðin skipti sér af styrjöld-
inni. Bandaríkjamenn forðuð-
ust beina þátttöku í átökum, en
stjórnöld þeirra ákváðu loks að
veita Bretum aðstoð í formi
hergagna og annarra vista.
Roosevelt og Churchill
þinga
Snemma í styrjöldinni fóru
skipalestir hlaðnar varningi að
sigla yfir Atlantshaf frá Bandaríkj-
unum til Bretlands. Þjóöverjar
svöruðu með því að beita kafbát-
um sínum gegn skipalestunum og
varð vel ágengt framan af. Orrust-
an um Atlantshafið var hafin.
Bandaríkjamenn hófu að senda
eigin herskip til verndar þessum
skipalestum og ekki leið á löngu
þar til þau urðu fyrir árásum kaf-
bátanna. í ágúst 1941 áttu Chu-
rchill og Roosevelt leynilegan fund
um borð í bresku orrustuskipi við
strendur Nýfundnalands. Þar urðu
þeir ásáttir um að Bandaríkja-
menn aðstoðuðu við að hefja
reglubundnar sendingar á her-
gögnum til Sovétríkjanna sem
börðust nú örvæntingarfullri bar-
áttu gegn hinum sigursælu herjum
Þjóðverja. Síðar um haustið undir-
rituðu þjóðirnar samkomulag um
að Bretar og Bandaríkjamenn
skyldu senda hráefni til herga-
gnaframleiðslu, skriðdreka, flug-
vélar, ökutæki, vopn og skotfæri,
auk ýmiss annars varnings til Sov-
étríkjanna. Bandaríkjamenn
veigruðu sér enn við að lýsa yfir
styrjöld gegn Þjóðverjum og þeir
urðu ekki fullir þátttakendur í
stríðinu fyrr eftir að Japanir höfðu
ráðist á Perluhöfn á Hawaii í byrj-
un desember 1941.
Hjálpin berst
„Ætlun okkar er að senda
skipalestir til Sovétríkjanna stöð-
ugt á tíu daga fresti,“ skrifaði Chu-
rchill til Stalíns í október 1941.
Hann reyndist heldur bjartsýnn í
þessum orðum, en þau sýna hve
mikla áherslu bresk stjórnvöld
Fyrsta skipalest bandamanna til Rússlands var nefnt PQ 1. Hún lagði af stað 29. september 1941 og komst heilu og höldnu til Archangelsk tólf dögum
síðar. Myndin er tekin á ytri höfninni í Reykjavík nokkrum dögum fyrir brottför skipanna.
P
— frá íslandi og Skotlandi tii
Rússiands voru mikið hættuspil.
Alls 104 fl' 'tningaskipum og
18 herskipum var sökkt og með
þeim fórust nær 2.800 menn.
Hér er fjallað um þennan þátt
stríðsins og rakin saga tveggja
íshafsskipalesta, þar sem íslenskir
farmenn komu við sögu
lögðu á að birgðum yrði komið til
Sovétríkjanna. Vera má að Chu-
rchill hafi ekki einungis verið að
hugsa um velferð Sovétmanna í
þessu sambandi, enda var hann
vægast sagt lítill aðdáandi Stalíns
og þeirrar hugmyndafræði hann
stóð fyrir. Sú takmarkaða hrifning
var svo sannarlega endurgoldin af
Stalín og stirð samskipti áttu eftir
að setja sinn svip á framkvæmd
flutninganna. Bretar gerðu sér
einnig fyllilega ljóst mikilvægi þess
að Sovétmenn veittu Þjóðverjum
sem hatrammasta andstöðu. Því
meira sem þýska hernum blæddi á
austurvígstöðvunum, þeim mun
veikari yrði staða þeirra í vestri
gagnvart Bretum.
Þrjár leiðir færar
Bandaríkjamenn og Bretar
höfðu um þrjár leiðir að velja til að
koma birgðum til Sovétríkjanna.
Það var hægt að fara sjóleiðina frá
Bandaríkjunum og Kanada yfir
Beringssund í Kyrrahafi til Síber-
íu. Þaðan varð að flytja hergögnin
vestur á bóginn með járnbrautar-
lestum yfir þver Sovétríkin. Annar
möguleiki var sjóleiðin til írans, og
þaðan með bflum og járnbrautum
til Sovétríkjanna. Þriðja leiðin var
með skipalestum yfir Atlantshaf til
Evrópu, og þaðan áfram norður
fyrir Noreg til Arkhangelsk og
Múrmansk í Norðvestur-Rúss-
landi. Þetta voru hinar svokölluðu
íshafsskipalestir.
Síðastnefndi kosturinn var tví-
mælalaust sá erfiðasti. Mönnum
var ljóst að skipalestirnar gætu
beinlínis orðið að skjóta sér leið
yfir íshafið til Rússlands. Norða-
ustur af íslandi kæmust skipalest-
irnar í kast við sprengjuflugvélar
Þjóðverja sem sendar voru frá
flugvöllum í Norður Noregi. Það
var ljóst að skipin þyrftu öfluga
herskipavernd ef ekki ætti illa að
fara. Breski flotinn hafði þegar í
nógu að snúast, og flotaforingjar
hans hátignar voru ekki hrifnir af
hugmyndinni. Að auki gerðu
menn sér fulla grein fyrir að veður
væru mjög válynd á þessum slóð-
um og mikil hætta á ísingu og hafís.
Á sumrin væri bjart allan sólar-
hringinn á þessum slóðum og á vet-
urna algert myrkur. Kosturinn við
að velja þessa leið var hins vegar sá
að vegalengdirnar voru tiltölulega
stuttar frá Bretlandi, og skammt
var frá höfnunum í Norðvestur
Rússlandi til vígstöðvanna. Chu-
rchill stóð því föstum fótum á því
að skipin skyldu send þessa leið.
Sovétmenn gerðu einnig harðar
kröfur um aðstoð frá bandamönn-
um sínum og þeir urðu að sýna hug
sinn til aðstoðar í verki eftir því
sem framast var unnt.
ísland lykilinn að
framkvæmd
Siglingarnar fór fram á þann
hátt að skipin sem mynduðu lest-
irnar söfnuðust saman á íslandi; í
Hvalfirði og á ytri höfninni í
Reykjavík, eða í Skotlandi. Þang-
að voru einnig send fylgdarskip
þeim til hjálpar. I þeim hópi voru
korvettur, tundurspillar, beitiskip
og björgunarskip sem áttu að sjá
um að reyna eftir fremsta megni að
taka upp sjómenn frá skipum sem
skotin höfðu verið í kaf. Einnig
fylgdu með olíuskip sem sáu
skammdrægari skipum fyrir elds-
neyti á hinni löngu og erfiðu sigl-
ingu til Rússlands. Þegar skipalest-
irnar fóru frá Faxaflóasvæðinu,
héldu þær í fylgd herskipa norður á
bóginn og austur fyrir Vestfirði.
Um svipað leyti héldu herskip
norður á bóginn frá Scapa Flóa í
Skotlandi. Þau höfðu oftast við-
komu á Seyðisfirði þar sem þau