Fiskifréttir


Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 15

Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 15
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996 15 Texti: Magnús Þór Hafsteinsson tóku olíu áður en áfram var haldið. Herskipin mættu síðan skipalest- unum úti af Norðurlandi. Þar röð- uðu kaupskipin sér upp í lest en herskipin voru staðsett yst til varn- ar árásum kafbáta og flugvéla. Síð- an var haldið í norðaustur til móts við vægðarlausa óvini og banda- menn sem börðust fyrir tilverurétti þjóðar sinnar og biðu í óþreyju eft- ir nýjum vistum. Viðbúnaður Þjóðverja Hitler óttaðist ávallt að Bandamenn kynnu að reyna inn- rás á Noregsströndum, og til að vera viðbúinn henni sendi hann flest herskipa Þjóðverja þangað. Þó að Þjóðverjar ættu öflugan kaf- bátaflota með bækistöðvar í Þrándheimi og Björgvin, var herskipafloti þeirra veikur miðað við flotastyrk Bandamanna. Þeir gátu þó státað af nokkrum öflug- um bryndrekum svo sem Admiral von Tirpitz, systurskipi Bismark, og beitiskipinu Scharnhorst. Bæði þessi skip héldu ásamt tundurspill- um til í fjörðum í Noregi. Bretum stóð mikil ógn af þessum skipum því að ljóst var að ef byssukja- ftar þeirra kæm- ust í tæri við skipalestirnar gætu þau valdið gífurlegu tjóni á skömmum tíma. Af þessum or- sökum neyddist flotastjórn Breta ávallt til að halda úti öfl- ugum flota herskipa í grennd við skipalestirnar sem grípa áttu í taumana ef Þjóðverjar sendu brynd- reka sína til hafs. í þeim hópi voru orr- ustuskip, beitis- kip, tundurspill- ar og flugmóð- urskip. Þessi ógn batt dýrmæt skip við verk- efni í íshafinu, - skip sem skorti sárlega á öðrum hafsvæðum svo sem sunnar í Atlantshafi, Miðja- rðarhafi og Kyrrahafi. Þjóðverjum var mjög í mun að sökkva sem flestum kaupskipum á leið til Rússlands. Varningur sá sem skipalestirnar höfðu innan- borðs hafði gífurlegt hernaðarlegt mikilvægi. Eitt skip gat haft með- ferðis hergögn, sem tæki heila lan- dorrustu með miklu mannfalli og tilkostnaði að tortíma, ef þau kæmust á leiðarenda. Skipalestir frá íslandi og Skotlandi Fyrsta skipalestin fór frá Hvalfirði 21. ágúst 1941 og hún komst heilu og höldnu til Ark- hangelsk 10 dögum síðar. Skipa- lestum sem fara áttu til Rússlands Kortið sýnir siglingaleiðir skipalestanna milli Skotlands og íslands og til og frá Norðvestur-Rússlandi. Helstu skipalægi og flugvellir stríðsaðila eru merktir inn ásamt því hversu langt á haf út flugvélar þeirra höfðu flugþol. áhöfnum þeirra týndu lífi. 18 herskip af ýmsum stærðum töpuð- ust og með þeim fórust 1.944 menn. Þjóðverjar urðu einnig að gjalda átakanna dýru verði. Þeir töpuðu fimm herskipum. í þeim hópi var orrustubeitiskipið Scharnhorst sem var sökkt í Bar- entshafi 26. desember 1943. Ein- ungis 36 af tæplega 2.000 manna áhöfn komust af. Tirpitz, systurs- kipi Bismarck, hvolfdi eftir sprengjuárás flugvéla frá Bret- landi, þar sem það lá við festar í Tromsö 12. nóvember 1944. Tæp- lega 1.000 manns lokuðust inni í skipinu og fórust flestir. Þjóðverj- ar misstu 32 kafbáta í Ishafinu, flesta með allri áhöfn. Að auki töpuðu þeir fjölda flugvéla í árás- um á skipalestirnar. Saga sem ekki má gieymast Saga íshafsskipalestanna geymir frásagnir af fjölmörgum harmleikjum sem áttu sér stað í stríðsátökunum á þessum misk- unnarlausa Tundurspillarnir Echo og Eclipse stíma út Seyðisfjörð. Skipafjöldi bíður brottfarar í Hvalfirði árið 1942. PQ 18 skipalestin á siglingu 14. september 1942. Flutningaskipið Mary Luckenback sprengt í loft upp. voru gefnir bókstafirnir PQ og síð- an númer eftir því hvar þær voru í röðinni, eftir þá fyrstu sem hét PQl. Skipin sigldu einnig í lestum frá Rússlandi til íslands, yfirleitt með litla eða enga farma, og þá höfðu skipalestirnar bókstafina QP og númer til aðgreiningar. Alls voru 18 skipalestir af ýmsum stærð- um sendar frá Islandi til Rússlands frá ágúst 1941 til september 1942. Þessi skip snéru aftur í 15 skipalest- um. Einnig var reynt að láta skip læðast einskipa til Rússlands en það gafst illa og var því hætt (sjá jólablað Fiskifrétta 1995). Frá og með haustinu 1942 fóru skipalest- irnar frá Skotlandi, en skip bættust oft í hópinn frá íslandi þegar lest- arnar áttu leið þar hjá. ísland var einnig eftir sem áður mikilvæg miðstöð fyrir ratsjárstöðvar, flug- vélar og skip sem vernda áttu skip Bandamanna á ferð um hafið. Goldið dýru verði á báða bóga í heildina sendu Bandamenn 41 skipalest til Norðvestur-Rúss- lands á stríðsárunum. Skipin snéru aftur í 35 lestum. Meðan á stríðinu stóð voru fluttar alls 17,5 milljónir tonna af ýmsum varningi til Sovét- ríkjanna. Tæplega fjórðungur þess fór með Ishafsskipalestunum, og af því töpuðust 7 prósent (tæp 300.000 tonn). Margar skipalest- anna komust svo til klakklaust yfir hafið en aðrar guldu verulegt af- hroð og örlögum skipalestarinnar PQ17 má líkja við hreina slátrun. Mest varð tjónið árið 1942, en þá fóru skipin frá íslandi. Þó að tapið á varningi virðist ekki ýkja stórt í prósentum talið voru íshafsskipalestirnar hlutfalls- lega séð mannskæðustu skipalestir stríðsáranna. Fæst skipanna voru búin til siglinga á norðurslóðum. Við beint tap bættist álag á menn og búnað vegna hinna geysierfiðu skilyrða sem ríkja í Ishafinu. Ahafnir voru oft illa útbúnar til að takast á við erfið skilyrði, og fæstir skipstjóranna eða flotaforingjanna höfðu reynslu af siglingum á þess- um hafsvæðum. Líkamlegt og and- legt álag var oft gífurlegt og margir buguðust. Menn létust fljótt í köld- um sjónum eða frusu í hel í björg- unarbátum. Margir hlutu örkuml ævilangt vegna sára og kuls. Alls var 104 kaupskipum sökkt á Ishafsskipaleiðinni á stríðsárunum og 829 manns úr hjara veraldar. Einnig eru fjöldamörg dæmi um ein- stæðan hetju- skap, hugrekki og þrek manna og kvenna af ýmsum þjóðern- um (algengt var að konur væru í áhöfnum so- vésku kaupskip- anna). Þetta gildir jafnt um Bandamenn og Þjóðverja. Þegar átökin voru hvað blóð- ugust héldu skipalestirnar frá Islandi. Margir þeirra sem létust áttu síðast landsýn við strendur Is- land. Saga skipalestanna á Atlantshafi er samtvinnuð ís- landssögunni. Með þeim sann- aðist hernaðar- legt mikilvægi legu þessarar eyju í miðju Norður-Atlantshafi. Hér í jólablaði Fiskifrétta verður saga tveggja íshafsskipalesta sögð og rætt er við tvo íslenska farmenn sem tóku þátt í þessum hildarleik. Heimildir Richard Woodman: Arctic Convoys. London 1994. Bob Ruegg og Arnold Hague: Convoys to Russia 1941-1945. Kendal, Eng- land 1993. Paul Kemp: Convoy! Drama in Arctic Waters. London 1993. Jónas Jónasson: Krappur lífsdans. Æv- isaga Péturs H. Ólafssonar. Vaka Helgafell 1994. Höfundur starfar sem fiskifræð- ingur við Sjávarútvegsháskól- ann í Tromsö og er fréttaritari RIJV í Norður-Noregi. Hann skrifar reglulega í Fiskifréttir.

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.