Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 17
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996
17
íshafsskipalestirnar
Pétur H. Ólafsson í
dag og árið 1943.
Skipalestin PQ 13 hélt frá Reykjavík 20. mars 1942.
Þetta var stærsta skipalest sem Bandamenn höfðu sent til
Norðvestur-Rússlands fram að þessu. í henni voru 21
kaupskip frá ýmsum þjóðlöndum, þar af átta bresk,
fjögur amerísk og fímm frá Panama. Eitt af Panamaskip-
unum var Ballot, rúmlega 6.000 tonna flutningaskip,
smíðað árið 1922. Kaupskipin höfðu komið í skipalest
frá Skotlandi einni viku áður, og mörg þeirra höfðu legið
á ytri höfninni í Reykjavík meðan beðið var fyrirskipana
um brottför áfram norður á bóginn til Rússlands.
efu tundurspillar og eitt flugmóð-
urskip. Bretar vildu gjarnan kom-
ast í færi við herskip Þjóðverja svo
koma mætti á þau
höggum þannig að þau
yrðu úr leik í átökum
stríðsins. Þessi skip
snéru við þegar skipa-
lestin var við Bjarnar-
ey, og sex herskip sem
komu frá Rússlandi
tóku við.
Skipalestin var
stödd suður af Jan
Pétur H. Ótafsson lenti í etdskírn íshafsskipalestanna:
hel
Þ> eiF VOFll
: Llócí ú. t
æroiF
■|lj , u
Fim. <allt
Átökin harðna með
hækkandi sól
Fram að þessu höfðu skipalest-
irnar sloppið yfir hafið án mikils
tjóns. Þjóðverjar höfðu ekki víg-
búist í Norðurhöfum til að bregð-
ast við siglingum Bandamanna
þar. Dagarnir urðu stöðugt styttri
eftir að siglingarnar hófust í ágúst,
og skipin áttu nokkuð skjól í slæmu
skyggni vetrarins. Fyrsta veturinn
voru kuldi og stormar helstu óvinir
sjómanna í skipalestunum. Þjóð-
verjar höfðu þó látið á sér kræla og
Bretar gerðu sér fulla grein fyrir að
styrkur þeirra jókst á Norðurslóð-
um eftir því sem þeir náðu að
hreiðra um sig í Noregi. Þeir höfðu
flutt orrustuskipið Tirpitz ásamt
fleiri herskipum til Noregs og þetta
var mikil ógnun. Sól fór hækkandi
í Norðurhöfum og dagana tók nú
að lengja ört. Það mátti búast við
að átök færu að harðna á þessum
slóðum, og atburðir í tengslum við
siglingu PQ 13 staðfestu þann
grun. PQ 13 leiðangurinn var eld-
skírn Ishafsskipalestanna og fyrir-
boði þess sem koma skyldi.
„Ég ætlaði til Ameríku“
Nokkur dæmi eru um að íslensk-
ir sjómenn hafi ráðið sig á kaup-
skipin þegar þau lágu við festar á
íslandi. Dagana sem PQ 13 beið
brottfarar var 22 ára togarasjó-
maður, Pétur H. Ólafsson að
nafni, atvinnulaus í Reykjavík eftir
að hafa orðið fyrir slysi á handlegg
við veiðar um borð í togaranum
Kára RE. Honum hugkvæmdist að
reyna að fá pláss á einhverju er-
lendu flutningaskipanna sem
blöstu við á ytri höfninni. Hann
vissi að vinnan um borð í farskip-
unum var ekki eins líkamlega erfið
og togarasjómennskan. Hann gæti
því hlíft handleggnum sem hvergi
var orðinn nógu góður.
Fjórir menn höfðu bilað á taug-
um um borð í Ballot, tæplega 7.000
lesta skipi sem skráð var í Panama.
Þeir voru settir í land í Reykjavík
og íslendingurinn ungi fékk eitt af
þessum plássum. Pétur taldi sig
góðan að hafa fengið hásetapláss.
Hann hélt að skipalestin væri á leið
til Ameríku. Slíkt vakti tilhlökkun
hjá ungum íslendingi sem aldrei
hafði komið þangað fyrr. Skipa-
lestin hélt von bráðar af stað og
Pétur furðaði fljótt á því að hún
hélt norður með Vestfjörðum í
stað þess að sigla í vesturátt. Hon-
um var brátt tjáð að ferðinni væri
alls ekki heitið til Ameríku, heldur
lengst norður á hjara veraldar, - til
Múrmansk.
Þrjátíu skip í lest
Beitiskipið Trinidad og tveir
tundurspillar fylgdu skipalestinni,
ásamt tveimur togurum og þremur
Beitiskipið Trinidad fylgdi PQ 13
skipalestinni ásamt fleiri verndar-
skipum.
hvalveiðiskipum. Þessum skipum
hafði verið breytt í björgunar- og
verndarskip eftir að stríðið braust
út. Þegar skipalestin nálgaðist Jan
Mayen slóst eitt beitiskip til við-
bótar í fylgdina þar sem lestin nálg-
aðist nú óðum þær slóðir þar sem
hættan á árásum Þjóðverja var
hvað mest. „Skipin sigldu nokkuð
þétt saman og skyggnið var lélegt.
Til að draga úr hættu á árekstrum
dró hvert skip stóra bauju á eftir
sér í haffletinum. Það hvítfyssaði í
kring um þær og þannig sáust þær
sést vel. Hvert skip hafði vakt-
mann á útkíkki frammi í stafni til
að fylgjast með, og það var oft
rosalega kalt þarna frammi á,“
segir Pétur.
Um leið og skipalestin hélt frá
Reykjavík lagði mikill floti her-
skipa í flotastöð Breta í Skotlandi
einnig af stað. í þessum hópi voru
tvö orrustuskip, þrjú beitiskip, ell-
Mayen þegar menn fóru fyrst að
heyra til þýskra flugvéla. Þetta var
illur fyrirboði. Langfleygar vélar
voru sendar til að leita uppi skip á
hafi úti og þær sendu upplýsingar
um skipafjölda, hraða og stefnu til
yfirherstjórnar Þjóðverja í Norður
Noregi. Þaðan var upplýsingunum
komið til kafbáta á hafi úti og lögð
voru á ráðin með árásir úr lofti og á
legi. „Við heyrðum stanslaust í
flugvélum í einn og hálfan sólar-
hring yfir okkur, en sáum þær ekki
þar sem skyggnið var svo lélegt,“
sagði Pétur.
Illviðri og fyrsta árásin
Fjórum sólarhringum eftir
brottförina frá Reykjavík lenti
skipalestin í norðaustan stormi og
skipin sigldu nú mótvinds. ísing
hlóðst á drekkhlaðin kaupskipin
og sælöðrið og djúpar öldurnar
gerðu siglinguna að martröð. Skip-
in misstu brátt sjónar hvert af
öðru. Nokkur skipanna drógust
aftur úr og skipalestin leystist upp í-
minni hópa. Þegar veðrinu slotaði
27. mars voru skipin dreifð um 150
sjómílna svæði suður af Bjarnarey.
Skip Péturs var vestast í samfloti
með fjórum öðrum skipum. Þeir
urðu fyrir fyrstu árásinni. A með-
an á árásum stóð varð hver maður
að standa sína plikt við að verja
skipið. Pétur var gerður að hand-
langara við stóra níu manna loft-
varnabyssu sem staðsett var á skuti
Ballot. Hans hlutverk var að stýra
sprengikúlum eftir sliskju sem lá
að byssunni. „Það var farið að
birta og flugvélarnar komu í lág-
flugi aftan að okkur úr vestri á
móti birtunni. Þær pössuðu sig á
því, þær komu aldrei þvert á síð-
una. Yfirleitt komu þær aftan frá,
kannski fjórar gráður fyrir aftan
þvert, þannig að við ættum verra
með að beita byssunum. Þeir voru
klárir á því að byssurnar voru flest-
ar með síðum skipanna, og veik-
asti punturinn aftur af.“ Skipin
hrundu árásinni og ein vél var
skotin niður. Pétur veit ekki hver
átti heiðurinn að því. „Þeir hróp-
uðu upp hjá okkur að við hefðum
skotið niður vél, en ég held að það
hafi bara verið kjaftæði. Hver
skaut hvað? Það voru allir að
skjóta. Ég gat ekki séð hvort skot-
ið hefði verið frá okkur eða öðr-
um, en það kviknaði í henni og hún
fór í sjóinn," segir Pétur.
Vopnaði togarinn Blackfly var eitt af verndarskipum PQ 13 lestarinnar.
Dregur til tíðinda
Að morgni 28. mars höfðu þrjú
skip til viðbótar slegist í hópinn
með Pétri og félögum hans. Annar
hópur skipa var nú staddur lengra í
vestri og fjögur skip voru týnd.
Veðrið hafði lægt, sólin skein og
skyggni var gott. Þetta kallaði
bölvun yfir skipin því nú var komið
úrvals flugveður. Þjóðverjar létu
ekki bíða eftir sér. Um morguninn
varð vart við langdrægan flugbát
sem fylgdist með skipunum úr ör-
uggri fjarlægð. Hundruð sjómanna
störðu hjálparvana á þessa vél og
allir hugsuðu sitt. Nú mátti búast
mátti við árásum á hverri stundu.
Eitt herskipanna hleypti kúlnahríð
að flugbátnum sem morsaði hæðn-
islega tilbaka með ljósmerkjum:
«Þið drífið ekki». Herskipin
reyndu að safna skipunum saman,
því nú nálguðust þau óðum Nor-
egsstrendur og hættan á árásum
fór stöðugt vaxandi. Allir vissu að
einskipa yrðu farskipin auðveld
bráð fyrir Þjóðverja og foringi
skipalestarinnar var mjög áhyggju-
fullur.
Skrattinn skemmtir sér
Rétt fyrir hádegi varð fjandinn
laus. Skyndilega kom heil flug-
deild af Stuka steypiflugvélum æð-
andi lóðrétt úr háloftunum. Vél-
arnar völdu sér skip og reyndu að
varpa á þau sprengjum um leið og
þær létu kúlnahríðina dynja á
þeim. Skipin svöruðu með ákafri
loftvarnaskothríð. Flugvélarnar
héldu upp árásum allan daginn og
tókst að sökkva tveimur einmana
kaupskipum. „Það var eins og
herskipin hefðu verið óviðbúin,
þau voru að sigla um og reyna að
safna okkur saman,“ segir Pétur,
sem var upptekinn við að stýra
skotum að byssunni aftur á.
Skyndilega bilaði sliskjan sem
stýrði skotunum. „Byssan var úr
leik. Þeir héldu áfram að snúa
henni og miða á flugvélarnar sem
gerðu árás en gátu ekki skotið þar
sem kúlurnar komu ekki. Það voru
einhver hróp og köll niðri þaðan
sem skotin komu upp. Ég var kall-
aður niður til hjálpar. Okkur tókst
að laga bilunina og ég fór upp aft-
ur. Ég heyrði mikla skothríð og
læti. Þegar ég kom að byssunni sá
ég að félagar mínir sem þar voru
staðsettir höfðu orðið fyrir kúlna-
hríð frá flugvél á meðan þeir biðu
varnarlausir. Þeir lágu dánir eða
deyjandi við byssuna, sumir sund-
urskotnir. Ég hljóp fram að brú og
ætlaði að reyna að finna einhver
sárabindi, en það þurfti svo sem
ekki að binda um nein sár. Þeir
voru helsærðir og það var blóð út
um allt... Þegar ég kom fram að
lúgunni á þrjú lestinni fyrir aftan
brú hljóp ég fram á írskan strák
sem ég kannaðist við, sem lá þar í
blóði sínu. Það var búið að skjóta
af honum aðra öxlina. Ég stoppaði
til stumra yfir honum. Hann kall-
aði á mömmu sína og bað mig um
að ná í krossinn sinn og talnaband-
ið sem hann hafði um hálsinn.
Framhald á bls. 18