Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 19
18
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996
19
íshafsskipalestirnar
framh. af bls. 17
Hann átti sjáanlega stutt eftir og
hann sagði að ég mætti eiga frakk-
ann sinn, sem var góð flík. Svo
lognaðist hann út af. Eg hljóp
áfram að brúnni og sá þar lík af
manni sem var klipptur í sundur af
kúlnahríð frá öxl og niður að mitti.
Vélbyssurnar á þessum flugvélum
skutu svona þétt,“ segir Pétur.
Vélamennirnir
leggja á flótta
Á meðan flugvélarnar héldu
uppi árásum og sjórinn kraumaði
af sprengjum komu tveir tundur-
spillar aðvífandi að Ballot.„Peir
töldu sig hafa orðið vara við kafbát
í grennd við okkur og sigldu með
báðum síðum skipsins á meðan
þeir létu djúpsprengjurnar fara.
Djöfulgangurinn var rosalegur.
Dallurinn lyftist allur upp. Höggið
var svo mikið að leiðslur í vélar-
rúmi rofnuðu og vélar skipsins
stöðvuðust. Það var hringt úr
brúnni niður í vélarrúm, en enginn
svaraði. Menn skildu ekkert hvað
var að eða hvað hefði orðið um
mennina í vélinni. Einn af stýri-
mönnunum kom hlaupandi ofan
úr brú og flýtti sér niður í vélarrúm
til að kanna málið. Ég mætti hon-
um og hann skipaði mér að koma
með sér. Með okkur var einn úr
vélinni sem hafði verið á frívakt.
Hann var Norðmaður, kallaður
Stavanger, vígalegur og bara með
eina framtönn. Vélarrúmið var
mettað gufu og við sáum ekki einn
einasta kjaft þar. Ég hafði verið
kyndari á togurum heima og
þekkti aðeins til í vél. Stavanger
gaf skipanir og okkur tókst að
koma vélunum í gang,“ segir Pét-
ur.
Einir á báti
Ballot hélt áfram en var nú orðið
einskipa. Hin skipin höfðu haldið
áfram og voru horfin. Það kom á
daginn að mennirnir í vélarrúminu
höfðu yfirbugast af innilokunar-
kennd og ótta þegar sprengjurnar
féllu, og hlaupið upp á dekk og
falið sig. „Yfirmennirnir urðu svo
reiðir vélamönnunum að hét hélt
þeir myndu drepa þá,“ segir Pétur.
Þegar Ballot kom til New York
mörgum vikum síðar voru skip-
stjórinn, sem var danskur, og yfir-
mennirnir í vélarrúminu sóttir um
borð af hermönnum og þeir sáust
ekki meir. „Líklega hafa þeir verið
reknir úr starfi fyrir slælega
frammistöðu. Skipstjórinn var
snarvitlaus. Hann drakk allt sem
til var af víni um borð og var sífull-
ur. Taugarnar voru greinilega að
fara með hann. Hann var gripinn
skelfingu þegar vélar skipsins
stöðvuðust og sendi 16 menn frá
borði í björgunarbáti yfir í annað
skip. Hann hélt að nú væri úti um
okkur.“ Seinna kom í ljós að þeir
sem yfirgáfu Ballot hefðu betur
haldið sig um borð. Skipinu sem
tók við þeim var sökkt daginn eftir
og fæstir mannanna komust af.
Enn má litlu muna
Ballot hélt stefnu til Múrmansk
en brátt var friðurinn úti á ný.
Þegar skipið nálgaðist strendur
Rússland sá áhöfnin skyndilega til
hraðskreiðra herskipa. Þetta voru
þýskir tundurspillar sem sendir
höfðu verið til hafs til að sökkva
kaupskipunum. Einn þeirra reyndi
að skjóta Ballot í kaf. „Það var
engin smá ferð á þessum skipum.
Ég sá til þeirra þegar þeir byrjuðu
að skjóta á okkur. Við fengum
kúlu rétt yfir okkur þvert fyrir
framan brúna, við tvö lestina.
Þrýstingurinn frá henni var svo
mikill að lunningin bognar eins og
slegið hefði verið ofan á hana með
járnröri. Kúlan fór á milli skrið-
drekanna sem stóðu á dekkinu,“
segir Pétur.
Tundurspillarnir hurfu hins veg-
ar jafn skyndilega og þeir birtust,
án þess að hafa grandað Ballot,
sem hélt nú áfram eins hratt og
dallurinn dró. „Skömmu síðar sá-
um við miklar eldglæringar og
heyrðum sprengingar fyrir sunnan
okkur en gerðum okkur enga grein
fyrir því hvað var að gerast,“ segir
Pétur. Sennilega var þar um að
ræða hatramma orrustu milli tund-
urspillanna og breska beitiskipsins
Trinidad, sem fræg varð.
Til Múrmansk
Að sögn Péturs létust 24 af um
70 manna áhöfn Ballot í árásum
Þjóðverja á leið yfir hafið. Laskað,
en með sinn dýrmæta farm heilan
um borð, komst Ballot loks til
Múrmansk 30. mars. Þar var skip-
ið í tæpan mánuð áður en aftur var
siglt til baka með annarri skipalest.
Hún komst heldur ekki átakalaust
yfir hafið en Ballot slapp enn á ný
með skrekkinn. Pétur komst loks
til Ameríku þar sem hann munstr-
aði af. í janúar 1943 strandaði Bal-
lot í innsiglingunni til Múrmansk
og eyðilagðist.
Önnur skip sem lögðu af stað frá
íslandi með PQ 13 voru ekki eins
heppin. Af 21 skipi hvfldu fimm nú
á botni Barentshafs. Tveimur til
viðbótar var sökkt í loftárásum
Þjóðverja á höfnina í Múrmansk.
Einu verndarskipanna var sökkt í
hafi og tvö herskip höfðu laskast
alvarlega. Manntjón var verulegt.
Á móti töpuðu Þjóðverjar einum
kafbát, tundurspilli og að minnsta
kosti einni flugvél.
Vegna þessara gífurlega áfalla
tóku margir að efast um að það
borgaði sig að reyna að senda skip
þessa leið um sumartímann. Yfir-
stjórn Bandamanna með Churchill
í fararbroddi var hins vegar stað-
ráðin í því að halda þessum flutn-
ingum áfram, ekki síst af pólitísk-
um ástæðum. Sovétmönnum
skyldi sýnd aðstoð í verki. Með
sumrinu hóf her Þjóðverja einnig
nýja sókn á Austurvígstöðvunum
og þörfin fyrir vistir og varning
varð enn meira aðkallandi fyrir
Sovétmenn. Margir menn af ýms-
um þjóðernum áttu eftir að gjalda
þessara siglinga með lífi sínu á
næstu mánuðum.
Ótti Bandmanna um að Þjóð-
verjum væri að vaxa ásmegin í Is-
hafinu reyndist á rökum reistur.
Eftir för PQ 13 var harkalega bar-
ist um flestar skipalestanna sem
sigldu til og frá Rússlandi vorið og
sumarið 1942. Það var geysimikil-
vægt fyrir Þjóðverja að reyna að
stöðva þessa flutninga. Þeir skipu-
lögðu stórsóknir á Austurvígstöðv-
unum þá um sumarið og þeim var
nauðsynlegt að hindra að Sovét-
mönnum bærist aðstoð. Skipalest-
irnar urðu fyrir stöðugum árásum
flugvéla, kafbáta og herskipa.
Þjóðverjar höfðu sent mikinn flota
flugvéla til flugvalla í Norður-Nor-
egi og megnið af herskipaflota
þeirra var statt í fjörðum Noregs.
Skipalestin PQ 16 sem sigldi frá Is-
landi í lok maí varð fyrir hörðum
loftárásum og heill mánuður leið
þar til næsta skipalest var send af
stað. I Englandi töldu margir að
stöðva ætti siglingarnar yfir sum-
artímann meðan albjart væri á
norðurslóðum. Birgðir hlóðust
upp á meðan Sovétmenn börðust af
öllum mætti gegn herjum Þjóð-
verja.
íslendingarnir á
Járnhúðinni
Fjöldi skipa safnaðist saman í
Hvalfirði þar sem næsta sigling var
undirbúin. Meðal þeirra var
bandaríska skipið Ironclad (Járn-
húðin). Þetta var gamall dallur,
smíðaður árið 1919 og tæplega
6.000 tonn að stærð. Fjórir íslend-
ingar höfðu ráðið sig á skipið, þeir
Guðbjörn Guðjónsson, Albert
Sigurðsson, Friðsteinn Hannesson
og Magnús Sigurðsson. Þeir þrír
síðastnefndu eru allir látnir, en
Guðbjörn býr nú í Reykjavík.
„Fjórir úr áhöfninni höfðu verið
reknir þegar skipið lá inni í Hval-
firði og beið eftir brottför. Þeir
höfðu brotist inn í geymslu, stolið
brennivíni og farið á fyllirí. Þegar
allt komst upp hótuðu þeir að
drepa skipstjórann. Það var marg-
ur misjafn sauðurinn í áhöfninni.
Margir voru fyrrverandi fangar og
morðingjar sem settir höfðu verið í
siglingar sem eins konar afplánun.
Þetta voru svo sem ágætis náung-
ar, allavega gagnvart okkur Is-
lendingunum. En skipstjóBnn,
gamall og sérvitur karl, ótta *
suma þeirra. Einn þeirra, sem við
kölluðum Lordinn, var alltaf sett-
ur í járn þegar hann kom nálægt
karlinum. Skipstjórinn kallaði
hann morðingja sem sjálfsagt var
rétt. Það var fangaklefi um borð og
þar voru menn settir inn upp á vatn
og brauð ef þeir brutu af sér. Af
því að þetta var fangaskip fengum
við ekki að fara í land eins og skip-
verjar á öðrum skipum,“ segir
Guðbjörn.
Einn góðan veðurdag braut
Guðbjörn reglurnar eftir að hafa
hangið um borð í næstum mánuð
án þess að fá að fara í land. „Ég,
Lordinn og einn til viðbótar tókum
smájullu traustataki og rérum í
land við Ferstiklu. Við löbbuðum
upp á veginn í veg fyrir Borganes-
rútuna og fórum með henni til
Reykjavíkur. Þar fórum við í am-
eríska sendiráðið og spurðum eftir
sendiherranum, því við vildum fá á
hreint hvort það væri virkilega svo
Skipin biðu í margar vikur eftir að skipun bærist um brottför frá íslandi. Hér sést
flutningaskipið Empire Tide á legunni í Hvalfirði. Skipiö var útbúið skotrennu sem
sendi Hurricane orrustuflugvél á loft til að hindra árásir sprengjuflugvéla. Vélin var
einnota þar sem hún gat ekki lent aftur á skipinu. Flugmaðurinn varð að kasta sér út í
fallhlíf í von um að björgunarskip fiskaði hann upp úr sjónum. Empire Tide var eitt
fárra skipa sem sluppu heil úr PQ 17 skipalestinni.
Mannskæðasta skipalest
stríðsáranna:
PQ 17 skipalestin sigldi frá Hvalfirði að morgni 27. júní 1942. „Það var ákaflega fallegt veður þennan morgun,“
segir Guðbjörn. Á myndinni gera skipin klárt fyrir brottför. Meðal annars má sjá rjúka úr skorsteini olíuskips-
ins Azerbadjan, sem var hætt komið þegar tundurskeyti hæfði það á leiðinni, en það komst samt til Rússlands að
lokum.
— Guðbjörn Guðjónsson og nokkrír fleirí íslendingar sluppu
lifandi úrþessari háskaför, en af 39 skipum sem lögðu upp
frá íslandi var 24 sökkt og 153 sjómenn fórust
að við mættum ekki vera í landi.
Þeir hringdu bara í herlögguna
sem kom og sótti okkur og skutlað
okkur aftur upp í Hvalfjörð. Þegar
við komum aftur um borð í Iron-
clad ætluðu þeir að stinga okkur í
fangaklefann, en þá bárust fyrir-
mæli um að við ættum að sigla
næsta morgun og við sluppum,“
segir Guðbjörn.
39 fraktarar
síga út Hvalfjörð
Skipalestin PQ 17 var sú stærsta
fram að þessu. Alls sigldu 39 kaup-
skip frá Hvalfirði að morgni 27.
júní, hlaðin 297 herflugvélum, 594
skriðdrekum, 4.246 ökutækjum af
öllum gerðum, og um 150.000 tonn
af ýmsum birgðum og skotfærum.
Þessi dýrmæta skipalest var mjög
vel varin, og það gaf mörgum
ástæðu til bjartsýni. Tíu verndar-
skip fylgdu með frá Hvalfirði.
Samtímis fóru tíu tundurspillar og
korvettur frá Seyðisfirði. Þessi
skip mættu lestinni út af Norður-
landi ásamt tveimur breskum kaf-
bátum. Austur af Jan Mayen slóg-
ust fjögur beitiskip og tveir tund-
urspillar í hópinn. Auk þessa hélt
flotdeild út frá Scapa Flóa í Skot-
landi. I henni voru tvö orrustu-
skip, eitt flugmóðurskip, tvö beit-
iskip og fjöldi tundurspilla. Þessi
skip áttu að vera til taks ef Þjóð-
verjar sendu bryndreka sína til
hafs.
Bandamönnum höfðu borist af
því njósnir að Þjóðverjar myndu
reyna slíkt. Hitler hafði samþykkt
áætlun sem gekk út á að orrustu-
skipið Admiral von Tirpitz gerði
árás á skipalestina ásamt fleiri
skipum. Minnugur örlaga systur-
skipsins Bismarck, lagði hann hins
vegar blátt bann við því að skipið
yrði sent til hafs ef Bretar hefðu
flugmóðurskip til taks.
Til að rugla Þjóðverja í ríminu
var fölsk skipalest send frá Skot-
landi í áttina að Noregsströndum,
og loftárásir voru gerðar í Suður-
Noregi. Þannig var reynt að fá
Þjóðverja til að halda að Banda-
menn hygðu á tilraun til innrásar í
Noreg. Slíkt myndi binda bæði
flugvélar og herskip í sunnanverð-
um Noregi, og þar með létta álagi
af PQ17. Þjóðverjar urðu hins veg-
ar aldrei varir við fölsku skipalest-
ina og þetta hafði því engin áhrif.
Voru njósnarar
á íslandi?
Bresk bók greinir frá því að
njósnarar á Islandi hafi komið
boðum til Þjóðverja um að stór
skipalest hefði nú yfirgefið Hval-
fjörð. Bretar virðast hafa verið tor-
tryggnir gagnvart Islendingum og
talið sig merkja að Þjóðverjar nytu
verulegrar samúðar á íslandi. Til
dæmis tóku þeir eftir því að haka-
krossar voru málaðir sums staðar á
húsveggi á Seyðisfirði og þetta
túlkuðu þeir á versta veg.
Langfleygar njósnavélar voru
sendar frá Noregi og 1. júlí fannst
PQ 17. Brátt voru Þjóðverjar djúpt
niðursokknir í að skipuleggja árás-
ir á hana. Herskipum þeirra var
umsvifalaust stefnt til fjarða Norð-
ur-Noregs þar sem þau biðu frek-
ari fyrirmæla og kafbátar komu sér
fyrir á áætlaðri siglingarleið lestar-
innar.
Fyrsta árásin var gerð að kvöldi
1. júlí þegar níu sjóflugvélar
reyndu að varpa tundurskeytum
að skipunum. Skipaflotinn svaraði
ákaft fyrir sig með skothríð og ekk-
ert tundurskeytanna hæfði. Skipa-
lestin hélt áfram með 8 mflna
hraða.
Fyrsta blóðinu úthellt
Til að halda fjarlægðinni við
flugvelli óvinarins í Noregi eins
mikilli og hægt var sigldu menn svo
norðarlega sem framast var unnt
vegna íss. Lestin var
stödd norðaustur af
Bjarnarey, þegar
fyrsta blóðinu var út-
hellt í kulda og þokus-
udda að morgni 4. júlí.
Skyndilega birtist
sprengjuflugvél út úr
skýjaþykkninu. Hún
sleppti tundurskeyti
sem hæfði amerískt skip fjarri Ir-
onclad. Vélar þess urðu ógangfær-
ar og foringi skipalestarinnar
ákvað að því skyldi sökkt, eftir að
björgunarskip hafði sótt þá sem
lifðu sprenginguna af.
Þegar leið á daginn létti til og
spennan jókst, því telja mátti víst
að skipalestin yrði brátt fyrir loft-
árás. Sjóflugvélar gerðu nokkrar
máttlausar tilraunir til árása um
eftirmiðdaginn en urðu frá að
hverfa án árangurs, þar sem skipin
sendu upp mjög öfluga loftvarna-
skothríð. Þegar leið á kvöldið var
stöðugur flugvéladynur yfir skip-
unum. Nú biðu allir eftir árásinni
sem hlaut að koma.
Áfram til Moskvu!
Allt í einu sást sveit sprengju-
flugvéla búnum tundurskeytum
Guðbjörn Guðjónsson
í dag og fyrr á árum.
strax ákafa skothríð
sem neyddi fremstu
flugvélarnar til að
sleppa skeytum sínum
allt of snemma. Nokkr-
ar af síðari vélunum komust nær og
eitt skip var hæft af tundurskeyti
og byrjaði að sökkva. Vélarnar
flugu rétt yfir haffletinum. Ein
þeirra komst inn á milli skipanna í
lestinni og hún flaug drynjandi rétt
fram hjá Ironclad, skipi Guðbjarn-
ar og félaga, á meðan kúlnahríðin
dundi á henni. Guðbjörn hafði
verið gerður að handlangara við
eina byssuna þar sem hann tók við
tómum skothylkjum og henti þeim
fyrir borð. „Skipin beindu byssun-
um svo lágt að kúlurnar frá sumum
þeirra hæfðu okkar skip. Tveir
menn um borð hjá okkur létust af
þessum völdum. Til að fá þá til að
hætta urðum við að skjóta á þá á
móti í áttina til þeirra,“ segir Guð-
björn. Flugvélin hélt brennandi
áfram á milli skipanna, svo nálægt
að menn sáu að logar voru farnir
að leika um flugmennina um leið
og hún sleppti tundurskeytum sín-
um sem hæfðu kaupskipið Navar-
ino með miklum sprengingum.
Flugvélin steyptist í hafið framar-
lega í skipalestinni og sjómennirnir
á kaupskipunum hrópuðu ókvæð-
isorð að flugmönnunum sem þeir
horfðu á deyjandi í logunum sem
umléku flakið. Sjómenn sem enn
lifðu af kaupskipinu flutu í björg-
unarvestum sínum í sjónum innan
um skipin sem sigldu fram hjá
þeim. Éinn þeirra lyfti krepptum
hnefa með kommúnistakveðju yfir
hafflötinn á meðan hann hrópaði:
„Áfram til Moskvu, við sjáumst í
Rússland.“
„Komumst hvert
sem við viljum“
Sovéska olíuskipið Azerbadjan
varð einnig fyrir tundurskeyti og
mikil sprenging kvað við en áhöfn-
inni, sem að stórum hluta var kon-
ur, tókst að ráð niðurlögum elds-
ins. Nokkrir úr áhöfninni urðu svo
hræddir að þeir settu út björgunar-
bát og réru lífróður frá skipinu.
Þegar ljóst var að olíuskipið gæti
haldið áfram siglingu vildu þeir
komast um borð aftur, en skip-
stjórinn kallaði þá svikara og
harðneitaði að taka við þeim.
Breskt björgunarskip hirti þá upp
og aðra sem lifðu á meðan flutn-
ingaskipin héldu sínu striki, en
þýsku vélarnar hurfu á brott.
Þrátt fyrir að þremur skipum
hefði verið sökkt töldu menn sig
hafa sloppið vel og fjórar flugvélar
voru skotnar niður. Um kvöldið
skrifaði Jack Broome sjóliðsfor-
ingi á breska tundurspillinum
Keppel, sem bar ábyrgð á nær-
vörnum skipalestarinnar, bjart-
sýnn í dagbók sína: „Það er mín
skoðun, eftir að hafa séð baráttu-
vilja kaupskipanna og herskip-
anna, að svo framarlega sem skot-
færabirgðir endast muni PQ 17
komast hvert sem við viljum fara“.
Hann vissi ekki hvaða hroðalegu
mistök voru nú að eiga sér stað í
Flotamálaráðuneyti Bretaveldis í
London, þar sem æðstu sjóliðsfor-
ingjar hans hátignar sátu og
reyndu að ráða í spilin og geta sér
til um hvað Þjóðverjar hygðust
fyrir.
Skipalestin sundrist
Bretar voru búnir að týna Tir-
pitz. I leiðangri njósnaflugvéla
kom í ljós að skipið var horfið frá
Þrándheimi ásamt beitiskipinu
Admiral Hipper og fjórum tund-
urspillum. Enginn vafi lék á því að
þessi skip voru nú á norðurleið, en
ekkert hafði spurst til þeirra og
ekki var vitað með vissu hvar þau
væru. Þrátt fyrir þessa óvissu ák-
váðu aðmírálarnir í London að
haga aðgerðum sínum í samræmi
við það að þýska flotadeildin hefði
haldið til hafs til að tortíma skipa-
lestinni, og að hún væri nú skammt
undan. Um kvöldið var skipun
send út á dulmáli til herskipanna,
að þau skyldu halda til vesturs á
fullri ferð. Rétt á eftir kom ný skip-
un, í þetta sinn til foringja skipa-
lestarinnar: «LeyndarmáI og með
hraði: Vegna ógnunar frá herskip-
um skal skipalest dreifa sér og
halda til hafna í Rússlandi». I hug-
um mannana í PQ 17 gat þetta ein-
ungis þýtt eitt; Admiral von Tirpitz
hafði haldið til hafs. Þrettán mín-
útum síðar kom nýtt skeyti frá
London: «Leyndarmál. Afar áríð-
andi. Flotamálaráðuneytið til
fylgdarskipa PQ 17. Skipalestin
sundrist». Foringjar skipalestar-
innar gátu einungis túlkað þá
hröðu stigmögnun sem fólst í texta
skeytanna á einn hátt. Þýsku
herskipin hlutu að vera mjög nærri
og stórárás yfirvofandi.
Bjargi sér hver
sem best hann getur
Farið hafði verið yfir varnir
skipalestarinnar á fundi í Hvíta-
nesi í Hvalfirði nokkrum dögum
áður. Hugtakið að dreifa sér þýddi
að skipin áttu að auka fjarlægðina
sín á milli en lestin átti að halda
saman. Sundrun þýddi allt annað.
Þá átti að leysa skipalestina upp og
skipin að fjarlægjast hvert annað
eins fljótt og auðið væri. Síðan áttu
þau að halda áfram einskipa til
næstu vinahafnar. Þetta var undir
flestum kringumstæðum glapræði,
því ein voru kaupskipin auðveld
bráð fyrir úlfahjarðir Þjóðverja.
Gífurleg tortímingarhætta varð að
vera á næsta leyti til að réttlæta
mætti slíka skipun. „Það var eins
og við hefðum orðið fyrir raflosti,“
sagði Jack Broome síðar, en hann
átti engra kosta völ. Hann kom
boðum til kaupskipanna og skipa-
lestin hóf að sundrast. Nú varð
hver að bjarga sér sem best hann
gat. Kaupskipin, ásamt nokkrum
korvettum og léttvopnuðum tog-
urum sem sinntu hlutverki fylgdar-
og björgunarskipa, fjarlægðust
hratt hvert annað í sumarnóttinni.
íslendingar felast í ís
Ironclad hafði verið yst bak-
borðsmegin í lestinni og sigldi nú
einskipa í norður, í átt að ísrönd-
inni. Einn togaranna var á sömu
stefnu í nágrenninu. Skipherra
hans taldi óráðlegt að reyna að
halda áfram til Arkhangelsk á
meðan krökkt var af óvinum í lofti
og á legi. Hann hafði fengið hug-
mynd. Hann gaf Ironclad merki
um að fylgja sér. Þegar nálgaðist
ísröndina fann hann tvö önnur
kaupskip. Hann tjáði skipstjórum
flutningaskipanna hugmynd sína.
Skipin skyldu sigla eins langt og
hægt væri inn í ísinn. Þar skyldi
drepið á vélunum svo enginn reyk-
ur sæist og skipin máluð í felulit-
um.
Hvít málning fannst um borð í
skipunum og brátt voru menn önn-
um kafnir við að felumála þau.
„Okkur lá svo mikið á að við
skvettum úr dollunum,“ segir
Guðbjörn. „Allt hvítt tuskuefni
sem fannst var breitt á farminn á
dekkinu. Rúmfötin voru meira að
segja tekin úr kojunum." Eftir
nokkra tíma var torvelt að sjá skip-
in í ísnum.
Kafbátarnir gátu ekki grandað
þeim í ísnum en flugvélarnar ollu
áhyggjum. Til að auka varnarmátt-
inn voru vélbyssur á skriðdrekum
sem stóðu á þilfari skipanna gerðar
klárar til að verjast loftárásum og
síðan var bara að bíða. „Það var
Framhald á bls. 20