Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 20
20
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996
íshafsskipalestirnar
Þýskar sprengjuflugvélar gera árás á PQ 17 skipalestina 4. júlí 1942.
Olíuskipið Azerbadjan verður fyrir sprengju en heldur samt áfram.
Björgunarskipið Zamalek kemur til hjálpar. Skipverjar á Azerbadjan í
björgunarbáti milli skipanna.
Framhald af bls. 19
þoka í lofti og við heyrðum hvað
eftir annað í flugvélum yfir okkur.
Þjóðverjarnir voru að leita að okk-
ur, en þeir sáu okkur aldrei. Við
biðum þarna á meðan mesti djöf-
ulgangurinn gekk yfir,“ segir Guð-
björn. Hræðilegasti harmleikur í
sögu skipalestanna á Norður-Atl-
antshafi var hafinn.
*
Oafturkallanleg mistök
verða ljós
Eftir að skipalestin sundraðist
mynduðu beitiskipin og tundur-
spillarnir einn hóp og héldu hratt
suður á bóginn. Um borð í þeim
reiknuðu menn með að sjá til
þýskrar bryndeildar á hverju
augnabliki og bjuggust við orrustu.
Eftir að hafa siglt á rúmlega 30
mflna ferð í fimm tíma, án þess að
verða varir við neitt komu ný skila-
boð frá London: «Pað er gert ráð
fyrir að óvinaskip séu norður af
Tromsö, en það er ekki, endurtek
ekki, staðfest að þau hafi haldið til
hafs». Foringjum skiplestarinnar
varð strax ljóst hvílík mistök höfðu
orðið. Þeir sáu nú að annað hvort
hefði þýska flotadeildin aldrei
haldið til hafs, eða að hún væri
stödd víðs fjarri skipalestinni. Án
þess að raunveruleg hætta væri
yfirvofandi höfðu verndarskipin
siglt á fullri ferð frá kaupskipunum
sem höfðu nú dreifst yfir gríðar-
stórt hafsvæði. Það var enginn
möguleiki á að safna þeim saman.
Það var ekki einu sinni til olía til að
reyna það, því olíuskipin sem áttu
að sjá skammdrægum tundurspill-
unum fyrir eldsneyti voru víðs
fjarri. Flotadeildin sem haldið
hafði frá Skotlandi var á heimleið
og hafði heldur ekki næga olíu til
lengra úthalds. Frá stjórnpöllum
kaupskipanna hafði sjómönnum
virst sem svo að herskipin hefðu
svikið þá og flúið á fullu undan
einhverri aðsteðjandi hættu. Eng-
in skýring var gefin á því hvers
vegna lestinni var sundrað.
Síðar kom í ljós að þýska flota-
deildin hafði verið send til hafs
þegar Þjóðverjar höfðu loks full-
vissað sig um að flugmóðurskip
væri ekki til staðar. Þetta gerðist
hins vegar ekki fyrr en tæpum sól-
arhring eftir að skipalestin sundr-
aðist. Þá hafði þýskum flugvélum
og kafbátum orðið svo vel ágengt
við að granda skipunum úr skipa-
lestinni að herskipin voru kölluð
inn aftur. Aðfaranótt 5. júlí 1942
verður ávallt minnst með skömm
hjá breska sjóhernum.
Þjóðverjar grípa gæsina
En víkjum að aðgerðum Þjóð-
verjanna gagnvart skipalestinni.
Þýskir kafbátar sem fylgdust með
PQ 17 sendu skilaboð til lands um
að herskipin, sem voru skipalest-
inni til verndar, væru horfin á brott
og kaupskipin sigldu nú í furðuleg-
ustu áttir. Þjóðverjar trúðu vart
sínum eigin augum. Flugvélar á
völlum íNorður-Noregi voru gerð-
ar klárar til árása í skyndi. Engin
óvinaherskip voru lengur til staðar
til að þefa uppi kafbátana sem gátu
í makindum komið sér í skotstöðu í
grennd við hin einmana kaupskip.
Slátrunin hófst þegar snemma um
morguninn þegar kafbátar sökktu
tveimur skipum.
Mikill floti flug-
véla leitaði nú að
kaupskipunum
og sprengdi þau
miskunnalaust af
yfirborði sjávar
hvar sem til
þeirra náðist.
Einsömul máttu
skipin sín ekki
gegn ofureflinu
og þau týndu töl-
unni eitt af öðru
allan daginn.
Langt í suðvestri
hlustaði flota-
deildin á örvænt-
ingarfull neyðar-
köll skipanna
sem hún átti að
vernda, án þess
að geta nokkuð
aðhafst. Þjóð-
verjar voru stað-
ráðnir í að útr-
ýma PQ 17.
Kafbátamenn-
irnir voru svo ör-
uggir með sig að
þeir komu iðu-
lega úr kafi eftir
að skipin höfðu
verið skotin nið-
ur til að yfirheyra
áhafnir í björg-
unarbátum og
handtaka skip-
stjórana svo yfir-
heyra mætti þá
síðar. Þeir
spurðu sjómenn-
ina vantrúðir
hvað fengi þá til
að hjálpa komm-
únistum með
þessum sigling-
um. Stundum hentu þeir einhverju
matarkyns til þeirra, áður en þeir
flýttu sér af stað til að elta uppi
næsta fórnarlamb.
Stundargrið á
Novaja Zemlyja
Taugaálagið á áhafnir kaupskip-
anna jókst mjög nú þegar þau voru
einsömul á framandi hafsvæði þar
sem allt moraði af grimmum óvin-
um. Áhöfn eins skips drap á vélum
þess og yfirgaf það í björgunarbát-
um þegar sást til kafbáts. Sá lét það
hins vegar í friði og hvarf á brott og
menn prfluðu skömmustulegir um
borð aftur og héldu áfram ferð
sinni. Áhöfn annars skip dró upp
hvítan uppgjafarfána þegar sást til
þýskrar flugvélar, og bjó sig undir
að fara frá borði. Vopnaður stýri-
maður tók þá völdin, rak skipstjór-
ann til káetu sinnar og lét sigla
skipinu áfram. Margar áhafnir
sýndu þó mikið hugrekki við að
stugga við óvininum og gáfu sig
ekki fyrr en í fulla hnefana.
Þegar skipunin um sundrun var
gefin ákváðu margir skipstjóranna
að reyna að leita skjóls við næsta
land. Mörg hinna hundeltu skipa
tóku stefnu á íshafseyjarnar Nov-
aja Zemlyja. 17 flutningaskip og
aðstoðarskip komust þangað í
smáhópum 6. júlí og lögðust inn á
Mathochin sund sem aðskilur tvær
stærstu eyjarnar í klasanum.
Mönnum var ljóst að þetta þrönga
sund gat reynst hættuleg dauða-
gildra án undakomuleiða, ef Þjóð-
verjar fyndu skipin. Þeir urðu að
halda áfram og kvöldið eftir lögðu
skipin af stað síðasta áfangann til
Rússlands. Á leiðinni urðu þau
fyrir heiftarlegum árásum flugvéla
og kafbáta, og einungis þrjú flutn-
ingaskip náðu höfn í Arkhangelsk
þann 11. júlí.
Ironclad yfírgefur ísinn
En víkjum nú sögunni aftur að
íslendingunum. Eftir að Ironclad
hafði legið tvo sólarhringa í ísnum
var ákveðið að halda áfram. Fyrr
eða síðar kæmi að því að Þjóðverj-
ar myndu finna skipin og þá yrði
engin von um grið. „Við heyrðum
Þjóðverjana státa sig af því í út-
varpinu að þeir hefðu eytt allri
lestinni,“ segir Guðbjörn. Hann
var hætt kominn þegar skipið var
að sigla út úr ísnum. „Það var þoka
og lélegt skyggni þegar við vorum
að komast úr ísnum. Við vorum
tveir niðri í messa þegar mikið
högg kom á skipið og það hallaðist
mjög. Við rukum upp á dekk og ég
var nærri hrokkinn fyrir borð.
Slagsíðan var svo mikil, - en ég rétt
náði taki og tókst að halda mér.
Við höfðum lent í árekstri við eitt
skipanna sem hafði legið í ísnum.
Sem betur fer varð ekki mikill
skaði. Það var eins gott því mikið
var af TNT sprengiefni í lestinni.
Kokkinum brá svo mikið að hann
hljóp út og byrjaði að klifra upp í
mastur. Hann ætlaði ekki að lenda
ísjónum sá,“ seg-
ir Guðbjörn.
Nýkomnir úr
ísnum sigldu
Guðbjörn og fé-
lagar fram á tvo
björgunarbáta.
„I þeim voru
Hollendingar.
Bátarnir voru á
reki hálffullir af
sjó. Allir voru
látnir í öðrum
bátnum, enda
var hann sundur-
skotinn. Fjórir
voru á lífi í hin-
um, en þeir voru
aðframkomnir
og farnir að kala
á fótunum. Við
settum þá á dýn-
ur niðri í vél. Þar
var hlýjast og
þeim var veitt að-
hlynning," segir
Guðbjörn.
Hundeltir
íslendingar
á heim-
skautaeyju
Ironclad hélt
nú í austur og
stefndi til Novaja
Zemlyja eins hin
skipin. Þangað
var komið 11. jú-
lí. Skipin sem
höfðu náð þang-
að áður voru flest
farin. Þar var
einungis olíusk-
ipið Azerbadjan
og tvö önnur
skip. Þarna var
sovésk Veðurathugunanastöð og
menn þar voru fengnir til að senda
boð um hjálp til Arkhangelsk.
„Við sáum einhverja kofa á
ströndinni en vissum ekkert hverj-
ir byggju þarna. Vopnaðir menn
frá okkur stigu á land á meðan
skyttur um borð fylgdust með til-
búnar að skjóta. Maður sem
reyndist vera Rússi kom þá hlaup-
andi og eftir nokkrar samræður
með tilheyrandi handapati sneri
hann til baka að húsunum, líklega
til að senda beiðni um hjálp. Á
meðan við biðum þarna hittum við
tvo íslenska stráka sem voru á
Panamaskipi, en ég man ekki nöfn
þeirra,“ segir Guðbjörn. Sam-
kvæmt bókum mun þetta líklega
hafa verið Troubadour, en það
komst undan með því að felast í
ísnum eins og Ironcland.
Herskip komu til að sækja skip-
in 21. júlí, og 24. júlí komust ís-
lensku farmennirnir loks heilu og
höldnu til Arkhangelsk. Þetta
voru síðustu skipin sem þangað
náðu úr PQ skipalestinni sem hélt
upp frá Hvalfirði tæpum mánuði
áður.
Hrikalegur ósigur
Af 39 skipum sem hófu leiðang-
urinn var 24 sökkt en tvö höfðu
snúið við til íslands vegna óhappa í
byrjun. Fjöldi farmanna átti nú
ömurlega vist um borð í flekum og
björgunarbátum. Tjónið var gífur-
legt. 153 sjómenn létu lífið. 430
skriðdrekar, 210 flugvélar, 3,350
ökutæki og 100.000 tonn af varn-
ingi lá nú á hafsbotni. Björgunar-
skip voru send frá Rússlandi til að
leita að sjómönnum. Sumir fund-
ust, aðrir ekki. Um svipað leyti og
Islendingarnir komust loks til
Rússlands náðu tveir björgunar-
bátar landi í Norður-Noregi.
Áhafnir þeirra höfðu róið linnu-
laust um 200 sjómflur til lands til
þess eins að lenda í þýskum fanga-
búðum. Aðrir náðu landi í Rúss-
landi.
Þetta var stórkostlegur sigur
fyrir Þjóðverja sem aðeins töpuðu
fimm flugvélum. Osigurinn var að
sama skapi hrikalegur fyrir Banda-
menn. Áfallið var enn alvarlegra í
ljósi þess að skipin fluttu vistir sem
Sovétmenn máttu alls ekki missa
eins og staða þeirra var. Álits-
hnekkir Breta var gífurlegur, því
enginn þurfti að velkjast í vafa um
að foringjar þeirra báru ábyrgð á
þessu stórslysi, sem átti eftir að
varpa löngum skugga á orðstír
breska sjóhersins um árabil.
Innlyksa í Arkhangelsk
Það átti hins vegar ekki fyrir
Guðbirni og félögum að liggja að
sleppa heim í bráð. Þegar Ironclad
hélt loks frá Hvítahafi um haustið,
strandaði skipið og náðist ekki á
flot. Síðan frysti og sjóinn lagði.
Þeir urðu innlyksa í Arkhangelsk.
„Skipstjórinn þorði einfaldlega
ekki aftur yfir hafið. Við reyndum
að leggja í hann fimm sinnum um
sumarið og haustið og alltaf var
hætt við. Það voru unnin skemmd-
arverk á skipinu til að tefja brott-
för og skipstjórinn strandaði því,
að ég tel með vilja. Hann var alveg
búinn á taugum karlgreyið. Svo
stal hann ásamt öðrum af sígar-
ettubirgðum skipsins til að selja á
svarta markaðnum. Að lokum
kom sjúkrabfll og sótti hann,“ seg-
ir Guðbjörn.
Svart brauð og sinnep
„Við vorum átta mánuði í Ark-
hangelsk og maður var alveg eins
og Belsen fangi þegar maður
komst þaðan, - grindhoraður. Það
var mikill matarskortur, og við
vorum hálfpartinn á vergangi.
Grautarvellingi var úthlutað til
fólks í eins konar mjólkurbúðum,
og með honum var svart brauð.
Áleggið var salt og sinnep, nóg af
því. Rússarnir voru samt ágætir og
gestrisni þeirra var mikil. Loks
komst ég á amerískt Liberty skip.
Þar var aðbúnaður allt annar og
nóg að bíta og brenna. Ég sigldi
loks til baka vorið 1943 og endaði í
Liverpool," segir Guðbjörn. Sigl-
ingarferli Guðbjarnar með skipa-
lestum lauk ekki þó ekki þar með.
Hann réði sig ásamt Albert heitn-
um Sigurðssyni á pólskt skip. Þeir
félagar komust loks með því til ís-
lands fyrir tilviljun eftir að hafa
lent í óveðri á leið til Grænlands.
Þá voru um tvö ár liðin síðan þeir
fóru frá íslandi. Engin bréf höfðu
komist til skila til íslands og for-
eldrar Guðbjarnar voru búnir að
telja hann af þegar skip hans varp-
aði akkerum á ytri höfninni vorið
1944. Þar munstruðu þeir félagar
af, reynslunni ríkari og fullsaddir
af stríðinu.