Fiskifréttir


Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 23

Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 23
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996 23 Slysfarir lilllili! Nú fyrir jólin kom út bókin Á VAKTINNI eftir Steinar J. Lúðvíksson. Bókin hefur að geyma ævisögu Hannesar Þ. Hafstein sem varð þjóðþekktur maður fyrir störf sín hjá Slysavarnafélagi Island en Hannes starfaði í nærfellt þrjátíu ár hjá félaginu fyrst sem erindreki og síðar sem framkvæmdastjóri og forstjóri. I bókinni segir Hannes m.a. frá uppvaxtarárum sínum á Húsavík, síldarsjómennsku og námi fyrst í MA og síðar hjá bandarísku Strandgæslunni og í Stýrimannaskólan- um. Þá segir hann frá eftirminnilegum tíma er hann var skipstjórnarmaður hjá Eimskip og fór þá víða. Viðamesti kafli bókarinnar fjallar um störf Hannesar hjá SVFÍ og segir hann í bókinni í fyrsta sinn frá sögulegum starfslokum sínum hjá félaginu. Hér á eftir fer stuttur kafli úr bókinni þar sem Hannes segir frá því er hann og Hlynur Sigtryggson veðurstofustjóri voru kvaddir til Bretlands vegna sjóprófa sem þar fóru fram eftir hin hörmulegu sjóslys sem urðu á Islandsmiðum í ársbyrj- un 1968 en þá fórst togarinn Kingston Peridot með allri áhöfn fyrir norðan land, togarinn Notts County strandaði við Snæfjallaströnd og togarinn Ross Cleveland fórst á ísafjarðardjúpi. Komst aðeins einn maður, Harry Eddom, af og þótti björgunar hans kraftaverki líkust. í sama óveðri fórst einnig vélbáturinn Heiðrún frá Bolungarvík með allri áhöfn. Af hálfu breskra yfirvalda fór fram umfangsmikil rannsókn á togaraslysunum, enda höfðu Hull- búar, með eiginkonur togarasjó- manna í broddi fylkingar, krafist réttarhalda og aðgerða. Skipuð var sérstök rannsóknarnefnd og komu fulltúar úr henni til íslands og fóru m.a. vestur á Isafjörð til þess að kynna sér aðstæður þar. Rannsóknin beindist einkum að því hvort sumir togaranna, sem gerðir voru út frá Hull, væru í raun og veru sjóhæfir. Kom m.a. fram að ferðin, sem Kingston Peridot fór, í átti að vera hans síðasta þar sem útgerðin var búin að selja tog- arann í brotajárn. Um haustið barst beiðni frá breskum yfirvöldum um að fulltrúi frá Slysavarnafélagi íslands og Veðurstofu Islands kæmu til Hull og bæru vitni í réttarhöldunum. Var ég þá búinn að taka saman greinargóða skýrslu um hvernig staðið hefði verið að leit, bæði fyrir norðan og vestan. Varð að ráði að við Hlynur Sigtryggsson veður- stofustjóri færum utan. Áttum við að mæta tiltekinn dag síðast í októ- ber í réttarsalnum í Hull. Flugum við til Lundúna, tókum lest þaðan til Hull og vorum komnir þangað um hádegisbil. Á lestarstöðinni tóku á móti okkur fulltrúar frá Board of Trade og báðu okkur að hafa hraðann á því ég ætti að vera fyrsti maður í vitnastúkuna eftir hádegi. Ross Cieveland slysið Verið var að fjalla um Ross Cleveland og eina verkefni mitt í því máli var að staðfesta skýrslu, sem Slysavarnafélagið hafði gert um slysið, en hún lá fyrir réttinum. Aðalvitnið í málinu var Harry Eddom sem greinilega var ekkert um umstangið gefið og svaraði eins fáu til og honum var mögulegt. Ég sá hann þarna í fyrsta sinn og kom hann mér fyrir sjónir sem þrekinn, kraftmikill en þögull náungi. Síðar í réttarhöldunum fengum við okk- ur bjórkollu í réttarhléi og spjöll- uðum þá dálítið saman. Vildi hann sem minnst um slysið tala, fannst vera komið hrúður á sárið sem óþarfi væri að ýfa upp. Hlynur Sigtryggsson flutti síðan skýrslu þar sem hann lýsti veðrinu og því hvernig ísing myndaðist á Ibreskum réttarsaI — frásögn úr nýútkominni ævisögu Hannesar Þ. Hafstein af sjóprófum í Hu\\ vegna togaraslysanna miklu á íslandsmiðum i ársbyrjun 1968 Hannes Þ. Haf- stein gengur úr réttarsalnum í Hull ásamt Harry Eddom, eina skipverjan- um sem bjarg- aðist af Ross Cleveland í ísa- fjarðardjúpi. skipum. Stóð hann sig mjög vel í réttinum og mál hans vakti slíka athygli að það hefði mátt heyra saumnál detta meðan hann var að flytja lýsingu sína. Fjallaði hann bæði um óveðrið fyrir norðan og vestan. Er mér minnisstætt hve sjó- mennirnir, sem kallaðir voru til sem vitni, minntust óveðursins við ísafjarðardjúp með miklum hryll- lit. Ég sat framarlega í réttarsaln- um og gat því virt myndina vel fyrir mér. Fannst mér allt í einu að við mér blasti ventilhettan, sem fund- ist hafði fyrir norðan, og hnippti ég í sessunaut minn, Captain Bond frá Board og Trade og sagði hon- um að ég væri viss um að hettan væri af þessu skipi. Pond var kunn- ugt um skýrsluna og mælinguna, sem við höfðum sent, og sagði leyti um slysið og þar með lækkuðu dánarbætur til aðstandenda þeirra verulega. Ég klifaði á því að ótækt væri að svo mikilvægt sönnunar- gagn lægi heima á Islandi og lagði til að allt yrði gert, sem unnt væri, til þess að fá ventilhettuna sendan utan. Hlynur studdi mig einarð- lega í málinu en báðir töldum við að ef hettan væri úr Kingston Peri- dot væri nokkurn veginn vitað hvar skipið hefði farist. Sent eftir Gúmbáturinn af Kingston Peridot rannsakaður. Ljóst var að enginn hafði komist í bátinn. ingi. Fram kom hjá sumum þeirra að þegar mest gekk á hefðu menn hreinlega gefist upp og beðið þess sem verða vildi og einn skipstjór- inn sagðist hafa látið það verða sitt fyrsta verk þegar óveðrið gekk niður að sjóbúa skipið og sigla heim. Ventilhettan mikilvæga Þegar kom að Kingston Peridot málinu voru lagðar fram teikning- ar af skipinu og risastór ljósmynd í strax að svo mikið bæri á milli að útilokað væri að ventilhettan væri úr Kingston Peridot. Þegar við komum á hótelið ræddum við mál- ið nánar og sat ég fast við minn keip. Ein hlið málarekstursins var að rétturinn átti að úrskurða hvort Kingston Peridot hefði farist í rúmsjó eða við land. Ef niður- staðan yrði sú að skipið hefði farist við land var hægt að kenna skip- stjórnarmönnunum að einhverju sonnunar- gagninu Fulltrúar Board of Trade í réttarhöldunum bjuggu á sama hóteli í Hull og við Hlynur og notuðum við tækifærið um kvöldið til þess að ræða málið frekar við þá. Þar kom að Bill Pond féllst á að við hringdum heim og töluð- um við Brian Holt. Þegar ég var búinn að rekja málið fyrir Brian rétti ég Pond símtólið og lét hann einnig tala við hann. Niður- staðan varð sú að Brian tók að sér að kanna hvort ventilhettan væri enn til staðar og ef svo væri, hvaða möguleikar væru á að koma henni til Hull í tæka tíð. Ég var dauðhræddur um að hettan væri komin í brotajárn fyrir löngu og létti ósegjanlega mikið þegar Brian hringdi til mín snemma nætur og tjáði mér að hettan væri fundin og hún yrði send með flugvél til Glasgow strax næsta morgun. Fannst mér mikið til um skilning hans og skjót við- brögð. Sögðum við Pond frá þessu og kom okkur saman um að nefna það ekki í réttarhöldunum daginn eftir að von væri á hettunni. í vitnastúkunni Daginn eftir var ég enn kallaður í vitnastúkuna og Barry Sheen, lögmaður ráðuneytisins, lagði margar spurningar fyrir mig og leitaði álits á því hvort skipið hefði farist í rúmsjó eða við land. Ég sagðist vera viss um að það hefði farist í hafi, alllangt fyrir norðan Mánáreyjar og taldi líklegt að ísing hefði hlaðist á það, því hvolft og það síðan sokkið mjög skyndilega. Sagði að vel gæti verið að skipið hefði hreinlega gefið sig í því haf- róti sem var á siglingaleið þess. Fór Sheen síðan að spyrja um hettuna og svaraði ég eftir bestu getu og gætti þess að nefna ekki að von væri á hettunni að heiman. Allt í einu gekk Sheen alveg að mér og lagði fyrir mig úrklippu úr dag- blaði en þar var mynd sem tekin var er verið var að rannsaka ventil- hettuna. Þegar ég var að búa mig undir ferðina út fór ég í gegnum allt úrklippusafn Slysavarnafélags- ins, skoðaði það og las gaumgæfi- lega en einhverra hluta vegna hafði þessi mynd ekki verið í úr- klippusafninu og kom þetta mér því nokkuð á óvart. „Kannastu við þessa Ijós- mynd?“ spurði Sheen. „Já, ég kannast vel við hana,“ svaraði ég. „ Af hverju er hún og hvar er hún tekin?“ „Hún er af ventilhettunni, sem við erum að ræða um, og er tekin í höfuðstöðvum Slysavarnafélags- ins í Reykjavík," svaraði ég. Framh. bls. 24

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.