Fiskifréttir


Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 24

Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 24
24 FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996 Slysfarir Framh. af bls. 23 „Varstu viðstaddur þegar myndin var tekin og er einhver líkamshluti þinn á myndinni?" „Já, ég var viðstaddur og hægri fóturinn á mér sést á myndinni,“ svaraði ég og benti á skanka sem sást á myndinni. Sheen sagðist ekki hafa fleiri spurningar og lögfræðingar Hell- yers þögðu þunnu hljóði en þeir höfðu fram til þessa verið ófeimnir að spyrja og verið harðir í horn að taka. Tekinn af allur vafí Þetta var á föstudegi og var rétt- arhlé gert fram á mánudagsmorg- un. Board of Trade sendi bifreið til Glasgow til þess að sækja ventilhett- una og það fyrsta, sem blasti við augum þegar gengið var inn í réttarsal- inn eftir helgina, var hett- an sem stóð þar á miðju gólfi. Vakti þetta nýja innlegg í málið mikla at- hygli og ákveðið var að skoðunarmenn frá réttin- um og ég færum niður að höfn og um borð í syst- urskip Kingston Peridot, Kingston Sardius, sem þar lá við bryggju. A leið- inni þangað var komið við í vélsmiðju Hellyers útgerðarinnar og þar hitt- um við fyrir roskinn vélsmið, Frank Cregg, sem fór með okkur um borð í Kingston Sardius. Var hliðstæð ventilhetta á honum skoðuð gaum- gæfilega en síðan haldið upp í rétt- arsalinn að nýju. Rannsakaði Frank gamli hettuna þar og sagði ekkert vafamál að hún væri úr Kingston Peridot. Dómararnir spurðu hvernig hann gæti verið svo viss um það. Karlinn benti þá á málmbót sem hnoðuð hafði verið á hettuna. „Ventilhettan varð einu sinni fyrir hnjaski og ég hnoðaði sjálfur þessa bót á,“ sagði hann. Þar með var allur vafi úr sögunni og ég neita því ekki að ég var svo- lítið upp með mér þegar ég gekk úr réttarsalnum, mest yfir að hafa ekki látið undan þegar dregið var úr því að ventilhettan yrði send ut- an. Þegar ég kom fram á ganginn mætti ég manni sem var í fylgd með tveimur ungum konum og var auð- séð að þær voru í mikilli geðshrær- ingu og voru útgrátnar. Maðurinn kynnti sig og sagðist vera Capteinn Oliver, formaður skipstjórafélags- ins í Hull, og að konurnar tvær, sem væru með sér, væru ekkjur skipstjórans og stýrimannsins á Kingston Peridot. Þær höfðu fylgst með réttarhöldunum frá upphafi og orðið miður sín þegar ásakanir um gáleysi voru bornar á eigin- menn þeirra. Málalok Málalok urðu þau að rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að Kingston Peridot hefði farist í rúmsjó og að skipsskaðinn hefði ekki orsakast af gáleysi skip- stjórnarmannanna. Raunar kom fram í réttinum að bæði skipstjór- inn og 1. stýrimaður togarans höfðu verið þrautreyndir skip- stjórnarmenn og haft sérstakt orð á sér fyrir að tefla ekki í tvísýnu. Löngu síðar, eða 1. mars 1969, fannst önnur vísbending um hvar togarinn hefði farist. Þá fékk vél- báturinn Björgvin frá Dalvík brak úr björgunarbáti í vörpuna er hann var að toga nánast á sama stað og armálum sem ég átti síðar eftir að hafa gott samstarf við. Þetta var fyrsta ferð mín til erlendra sam- starfsaðila á vettvangi sjóslysa- varna og björgunarmála. Ég var hinn ánægðasti með ferð- ina og að hafa getað komið með mikilsvert innlegg í málarekstur- inn í Hull. Ég var því í góðu skapi þegar ég kom heim að kvöldi 6. nóvember. En það dró brátt ský fyrir þá ánægjusól. Fyrstu fréttirn- ar, sem ég fékk voru að vélbátsins Þráins frá Neskaupstað, sem gerð- ur var út frá Vestmannaeyjum væri saknað og leit að honum þegar haf- in. Var mér ekki til setunnar boðið heldur fór strax í að aðstoða við skipulagningu leitarinnar. Hún boðið að vera þar um borð í viku- tíma og kynna mér starfsemina. Var það ágætur tími og þótti mér ekki síst athyglisvert að búið var að koma á einskonar tilkynninga- skyldu bresku togaranna. A ákveðnum tímum höfðu þeir sam- band við Miranda og gáfu upp staðsetningu sína og eins ef þeir áformuðu að færa sig til á veiði- slóð. Var gengið mjög strangt eftir því að tilkynningaskyldunni væri fylgt en eitt af því, sem sætt hafði hvað mestri gagnrýni við rannsókn fyrrnefndra sjóslysa, var að oft liðu margir dagar án þess að nokkuð fréttist frá breskum togurum sem voru á veiðum á fjarlægum miðum. Til vinstri: Togarinn Notts County á strandstað. Veðrinu hafði slotað er myndin var tekin en hún gefur samt sem áður hugmynd um hve aðstæður voru hrikalegar. Á hinni myndinni eru Hlynur Sigtryggsson og Hannes við réttarhöldin í Hull. Maðurinn tók þéttingsfast í hönd mína, sagðist vilja þakka mér fyrir og sagðist vilja gera mér grein fyrir því hversu mikilvægur vitnis- burður okkar Hlyns hefði verið í málarekstrinum. Hann gæti skipt sköpum þegar dómur yrði kveðinn upp. Þar með lauk þætti okkar Hlyns í málarekstrinum sem hélt áfram í nokkra daga í viðbót. Aður en við yfirgáfum réttarsalinn ávarpaði dómarinn okkur, þakkaði okkur sérstaklega fyrir greinargóðar skýrslur og vitnisburð og íslensk- um stjórnvöldum fyrir að gefa leyfi fyrir utanferð okkar. Olía á hafi úti Olíuskip á vegum High Sea Services verða reglulega á eftirfarandi svæðum með: • Svartolíu - IFO 30 • Gasolíu • Vatn • Smurolíu • Reykjaneshryggur • Barentshaf • Flæmski hatturinn • Hjaltlandseyjar • Önnur svæði eftir samkomulagi Gára ehf. - skipamiðlun Skútuvogi 1-B, 104 Reykjavík Sími: 581-1688. Fax: 581-1685 Heimasímar: Kári Valvesson - 555-2479 Sigvaldi Hrafn Jósafatsson - 567-0384 Sæþór hafði áður fundið hettuna, eða um 10 sjómílur norður af Mánáreyjum. Farið var með báts- brakið inn til Dalvíkur og við feng- um síðan nákvæma lýsingu á því og merkingar, sem voru á brakinu, voru sendar til okkar hjá Slysa- varnafélaginu. Komu þær heim og saman við þær sem voru á björgun- arbátum Kingston Peridot, bæði skráning á framleiðslumánuði bátsins og eins að málað var á bát- inn hversu marga hann átti að taka. Breska strandgæslan heimsótt Eftir að við Hlynur höfðum lok- ið skyldum okkar í Hull héldum við hvor í sína áttina en báðir vor- um við nokkra daga til viðbótar í Bretlandi. Hlynur fór í heimsókn til bresku veðurstofunnar en Brian Holt hafði komið því til leiðar að Central Office of Information bauð mér í heimsókn til UK Coast Guard og til RNLI (Royal Nation- al Lifeboat Institution). Þarna gafst mér kostur á að kynnast hvernig Bretarnir skipulögðu leit- ar- og björgunarmál sín og hvernig notkun björgunarbáta og þjálfun áhafna þeirra fór fram. Auk þess heimsótti ég Schermuly verksmiðj- urnar, sem um langan aldur voru leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á línubyssum og neyðarblysum, og einnig RFD-fyrirtækið sem fram- leiddi á þessum árum flesta gúm- björgunarbáta sem notaðir voru í íslenska flotanum. Þetta var mjög lærdómsrík ferð og árangursrík, ekki síst að því leyti að ég kynntist ýmsum forystumönnum í björgun- stóð nokkra daga en því miður bar hún ekki annan árangur en þann að brak fannst úr bátnum á dreifðu svæði, rekið á fjörur allt frá Vík í Mýrdal vestur undir Þrídranga. 9 menn fórust með bátnum og var þetta enn ein sorgarsaga þessa mikla slysaárs. Miranda stýrir tilkynningaskyldu í kjölfar réttarhaldanna í Hull og niðurstöðu bresku rannsóknar- nefndarinnar var ákveðið að freista þess að auka öryggi breskra togara, sem sóttu á íslandsmið, og lagði breska stjórnin til tvö eftir- litsskip sem fylgdu togurunum hingað. Þetta voru skuttogararnir Othello og Orsino. Um borð í þeim voru menn frá bresku strand- gæslunni, læknar og veðurathug- unarmenn sem sendu út veður- fréttir með reglulegu millibili. Síð- ar var keypt sérstakt skip, Miranda, sem annaðist þessa gæslu og hélt það sig oftast við Vestfirði. Þetta var eldgamall dall- ur sem útbúinn var sérstaklega fyrir þetta nýja verkefni og var t.d. komið fyrir sjúkraskýli á fram- dekkinu miðskips. En veðurfrétta- þjónusta skipsins kom ekki aðeins að góðum notum fyrir bresku sjó- mennina heldur einnig íslenska bátasjómenn á Vestfjörðum. Bæði hlustuðu þeir á veðurfréttir og veðurspár frá skipinu eða höfðu samband við séra Stefán Eggerts- son á Þingeyri sem var mikill radíóáhugamaður og fylgdist vel með fréttum frá Miranda og miðl- aði þeim. Þegar skipið hafði verið við Island í nokkurn tíma var mér í góðum félagsskap Annað, sem sjóslysin fyrir norðan og vestan höfðu í för með sér hvað mig snerti, voru kynni af Brian ræðismanni Holt hjá breska sendiráðinu og feðgunum Geir Zoéga eldri og yngri og þróuðust þau kynni fljótlega upp í vináttu. Geir eldri hringdi stundum og bað mig að líta við hjá sér á Vesturgötunni, stundum til þess að ræða málefni bresku togaranna og í annan tíma bara til þess að ræða landsins gagn og nauðsynjar. Eftir að eftir- litsskipin komu til sög- unnar fékk hann mig oft til þess að koma með sér um borð þegar skipin komu til Reykjavíkur og þá kynntist ég mörgum mönn- um í bresku strandgæslunni. Einu sinni sem oftar fórum við Geir um borð í Orsino í Reykjavíkurhöfn. Þar hittum við fyrir ungan yfir- mann frá bresku strandgæslunni og var hann í einhverjum vandræð- um með sjókort. Hafði ég skjót viðbrögð, útvegaði kortin og fór með þau um borð til hans og áttum við langar og vinsamlegar samræð- ur. Löngu síðar eða í september 1978 fór ég í mánaðartíma til Bret- lands í boði Evrópuráðsins og hafði þá Brian Holt komið málum svo fyrir að ég gæti verið í nokkra daga hjá UK Coast Guard. Um það leyti, sem ég var að fara utan, hafði Brian samband við mig og sagði mér að yfirmaður UK Coast Guard, sem hét Douglas og ég var vel kunnugur, væri hættur störfum og nýr maður tekinn við. Héti sá Tim Featherston Dilk og myndi hann taka á móti mér á tilteknum tíma á brautarstöðinni í Harwich, heimabæ sínum. Þegar ég kom þangað og leit í kringum mig sá ég tilsýndar einkennisklæddan mann sem ég taldi víst að væri sá, sem ætti að taka á móti mér, og gekk ég til hans. Þegar við hittumst gónd- um við um stund hvor á annan og það tók mig örlitla stund að átta mig á því að þarna stóð maðurinn sem ég hafði forðum hitt um borð í Orsino og útvegað sjókortin. Hann var þá orðinn yfirmaður UK Coast Guard. í þessari ferð tókst með okkur góð vinátta og skrif- umst við á enn þann dag í dag. (Millifyrirsagnir eru Fiskifrétta).

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.