Fiskifréttir


Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 27

Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 27
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996 íslendingar í útlöndum Það eru trúlega ekki mjög margir íslendingar sem eru með það á hreinu hvar Guyana og Surinam eru á hnettinum. Til upplýsing- ar má geta þess að þessi ríki eru bæði í norðanverðri Suður- Ameríku. Vestan við þau er Venesúela en fyrir sunnan er Brasilía. í fljótu bragði er ekki hægt að ímynda sér að Islendingar eigi mikil samskipti við þessi ríki en þau eru þó fyrir hendi og svo virðist sem að þau geti farið vaxandi á komandi árum. Ahugi er í Guyana og Surinam um að eiga samskipti við íslendinga á sviði útgerðar- og flskvinnslu og svo gæti farið að íslenskur frystitogari færi þangað til rækjuveiða eftir áramótin. í ráði er að fram fari tilrauna- vinnsla á heitsjávarrækju frá Guyana hérlendis á næstunni og síðast en ekki síst má nefna að athafnamaðurinn Reginn Gríms- son hyggst hefja framleiðslu á trefjaplastbátum í Guyana fljótlega eftir áramótin. Fiskifréttir ræddu við Arnar Sigurðsson, sem dvalið hefur í Guyana og Surinam, um málið. Götumynd frá höfuðborg Surinam. Til hægri er bænahús gyðinga og fjær er moska Múhameðstrúarmanna. íbúar landsins eru flestir kristnir en engin átök eru á milli ólíkra trúarhópa í landinu — Upphaf þessa máls má rekja til þess að sendinefnd frá Trinidad og Tobago kom til Kanada í því skyni að leita samstarfs við heima- menn á sviði sjávarútvegsmála. Sendinefndin hitti m.a. Regin Grímsson í Mótun hf., sem er með bátasmiðju í Kanada, og varð það til þess að ákveðið var að smíða tvo báta sem stundað gætu veiðar í landhelgi Trinidad og Tobago, segir Arnar en Reginn, sem er verðandi tengdafaðir hans, fékk Arnar og Vilhjálm Bessa Kristins- son, sem er vanur smábátasjómað- ur, til þess að taka þátt í verkefn- inu. Detroit Diesel, sem er um- boðsaðili Volvo Penta í Kanada, tók að sér að fjármagna kaupin á bátunum gegn því að selja í þá vél- arnar og var gerður kaupleigu- samningur á milli fyrirtækisins annars vegar og Arnars og Vil- hjálms hins vegar um útgerðina. — Við vissum ekki betur, þegar við komum til Trinidad og Tobago um mánaðamótin júní-júlí sl., en að allt væri í góðu lagi. Hins vegar kom fljótlega á daginn að svo var ekki. í samningnum stóð að Detr- oit Diesel þyrfti ekki að afhenda bátana fyrr en að búið væri að kanna allar lögfræðilegar hliðar málsins. Við töldum að þetta væri aðeins ákvæði um að fyrirtækið fengi lögfræðinga til þess að lesa samninginn yfir. Málið var þó flóknara en svo og það tók lög- fræðinga alls um sex vikur að fara yfir samninginn og fyrir það verk þurftum við að borga 24 þúsund dollara (rúmal,5 millj. ísl. kr). Við gátum ekkert gert þessar sex vikur annað en að bíða, segir Arnar en það var þó ekki fyrr en bátarnir komu til Trinidad og Tobago að vandræðin hófust fyrir alvöru. — Til þess að gera langa sögu stutta þá voru vélarnar í bátunum gallaðar. Við fórum í fjórar veiði- ferðir, lentum í fjórum bilunum og þurftum jafn oft að draga bát til lands. Við þrjóskuðumst við en eftir stöðug útgjöld í þrjá mánuði voru allir okkar fjármunir uppurn- ir, segir Arnar en hann segir þá félaga nú hafa höfðað mál á hend- ur Volvo vegna vélargallanna og verði það mál rekið í Kanada. 270 kr/kg skilaverð í New York Fljótlega eftir að Arnar og Vil- Sóknarfæri í Surinam og Guyana Arnar Sigurðsson (t.h.) á tali við Timur Mohamed eiganda Noble House Seafoods Myndir/Fiskifréttir: Vilhjálmur B. Kristinsson — rætt við Arnar Sigurðs- son um smábátaútgerð við strendur Suður-Ameríku og möguieika á samstarfi íslend- inga við fyrirtæki í þessum löndum Höfnin í Georgetown höfuðborg Guyana. Bátarnir á mvndinni stunda rækjuveiðar hjálmur komu til Trinidad og Tobago komust þeir að því að fiskimennirnir, a.m.k. þeir sem eitthvað hvað að, voru allir að ólöglegum veiðum í landhelgi Gu- yana og Surinam. Þar var mest aflavonin og verðmætustu fiskteg- undirnar. — Við leituðum því fyrir okkur um það hvort ekki væri hægt að gera út frá þessum ríkjum og kom- umst í samband við Timur Moha- med sem á útgerðar- og rækju- vinnslufyrirtækin Noble House Seafoods í Guyana og Guyana Seafoods í Surinam. Fyrirtækið gerir út 15 litla togbáta til rækju- veiða og er rækjan pilluð og fryst í verksmiðjunum fyrir Bandaríkja- markað. Aukaafli á veiðunum er aðallega sjóbleikja og er hún flök- uð og fryst og seld til ríkja eins og Dóminíkanska lýðveldisins, segir Arnar en hann segir Timur Moha- med hafa reynst þeim vel. Leyfi hafi fengist til veiða í landhelgi ríkjanna og aðstaða hafi fengist í landi. — Við komumst í eina áfalla- lausa veiðiferð eftir að við komum til Guyana og í henni fengum við um 850 kíló af fiski. Annar bátur- inn var með búnað til línuveiða og við beittum smokkfiski og smáfiski sem kemur með sem aukaafli á rækjuveiðunum. Á línuna fengum við fisktegundirnar grouper og red snapper, en skilaverð á þeim er um 270 kr/kg á markaði í New York, en einnig var nokkuð um hákarl og veiddist hann jafnt á línuna og handfærin. Þetta leit því ágætlega út en vegna vandræðanna, sem við lentum í með bátana, þá höfðum við ekki úthald eða fjárráð til þess að halda áfram. Hvað gerist eftir að málaferlunum er lokið er óvíst en möguleikarnir eru miklir. Ódýrt vinnuafl Arnar segir töluverðan mun vera á lífinu í Guyana og Surinam annars vegar og Trinidad og Toba- go hins vegar. — íbúar Trinidag og Tobago eru heldur betur settir en íbúar í nokkrum nágrannalandanna. Ástæðan er sú að þeir flytja út dá- lítið af olíu og fyrir vikið eru þjóð- artekjur á mann um 3700 dollarar á ári á meðan ríki eins og Guyana og Surinam eru með 1500-2000 doll- ara í þjóðartekjur á mann. Mánað-

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.