Fiskifréttir


Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 29

Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 29
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996 29 Islendingar í úllöndum artekjur verkamanna í Guyana og Surinam eru sem svarar til um 8-10 þúsund ísl. kr og verðlag á nauð- þurftum er mjög lágt. Stjórnarfar- ið er ágætt. Lýðræði er í báðum löndunum og maður verður ekki var við nærveru hersins eins og í mörgum öðrum Suður-Ameríku- ríkjum. Smáglæpir eru tíðari en hér á Islandi og það er mikið um að fólk verji eigur sínar með því að setja rimla fyrir gluggana. Hins vegar varð ég ekki var við annað en að fólk væri óhult á götum úti og við lentum aldrei í neinum vand- ræðum. Þá er veðurfarið ákjósan- legt. Yfirleitt er 25-35 gráðu hiti og eini munurinn, sem maður tekur eftir á veðrinu, er sá hvort það rignir eða ekki. Ef það rignir þá fer það ekkert framhjá manni, segir Arnar. Tilraunavinnsla á heitsjávarrækju í Stykkishólmi Timur Mohamed, eigandi Noble House Seafoods, hefur að sögn Arnars mikinn áhuga á því að koma á samvinnu við Islendinga um veiðar og vinnslu í Guyana og Surinam. — Timur er ekki alveg ókunn- ugur Islendingum því Sigurður Agústsson í Stykkishólmi fór við annan mann til Guyana og Sur- inam fyrir hálfu öðru ári til þess að skoða rækjuverksmiðju sem þar var til sölu. Þeir komust í kynni við Timur og reyndar kom hann hing- að til lands í síðustu viku til þess að treysta kynnin. Hann fór m.a. til Stykkishólms og skoðaði þar rækjuverksmiðju Sigurðar Ágústs- sonar hf. en þar á að gera tilraun til þess að pilla heitsjávarrækju frá Noble House og pakka henni í neytendapakkningar. Þetta er ákveðið tilraunaverkefni en það er alveg hugsanlegt að það borgi sig að flytja heitsjávarrækju frá þess- um löndum til vinnslu hér á landi, segir Arnar en þess má geta að tilgangurinn með heimsókn Tim- urs Mohamed var ekki bara sá að heilsa upp á vini sína í Stykkis- hólmi. Arnar tók nefnilega að sér að kanna áhuga íslenskra útgerð- armanna á því að senda lítinn frystitogara til rækjuveiða við strendur Guyana og Surinam á Verksmiðjan í Surinam vegum Noble House Seafoods. Niðurstaða þeirrar könnunar leiddi í ljós að Sigurður Ingimars- son, skipstjóri og útgerðarmaður Brimis SU, sem stundað hefur veiðar á Flæmingjagrunni, hefur það nú til skoðunar að taka þátt í þessu verkefni. Er afráðið að Sig- urður fer til Guyana og Surinam til þess að skoða aðstæður í lok jan- úar nk. og ætti það að skýrast eftir þá ferð hvort Brimir SU heldur til rækjuveiða á vegum Noble House Seafood. Eins og greint hefur verið frá í Fiskifréttum eru auðug rækjumið við strendur landanna en djúpslóð- in hefur sama og ekkert verið könnuð. Þar er hald manna að hægt sé að veiða hina verðmætu Scarlet risarækju en hún er á stærð við íslenskan humar og verðið er sambærilegt við humarverðið. Arnar segir fiskvinnsluna í Gu- yana og Surinam vera mjög gamal- dags á íslenskan mælikvarða. Ljóst sé að með því að auka nýtingu og bæta vinnsluna geti menn eins og Timur Mohamed tvöfaldað hagn- aðinn af starfseminni en til gamans má geta þess að áætlaður hagnaður Noble House Seafoods á þessu ári er 130-140 millj. ísl. kr eftir skatta. Ekkert af framleiðslunni hefur fram að þessu farið á Japansmark- að og ekki þarf að fjölyrða um hefja framleiðsluna í Guyana fljót- lega eftir áramótin. Um er að ræða 17 metra langa báta með gang- hraða upp á um 10 mflur. Bátarnir verða smíðaðir samkvæmt Lloyds klassa en það þýðir að þeir munu henta til veiða við Islandsstrendur. — Þetta verða u.þ.b. 30 tonna bátar og verða þeir ýmist útbúnir til ísfiskveiða eða frystingar. Þann- ig verða allir bátar Noble House Seafoods með frystingu. Stefnt er að því að hægt verði að framleiða allt að 20 báta á ári og reiknað er með því að kostnaður við hvern bát verði 20-30 milljónir króna. Það er nóg af ódýrum harðviði í Guyana og því verður hægt að bjóða bátana með mjög góðum innréttingum án þess að það hækki verðið, segir Arnar en hann segir að einnig sé horft til þess að byggja ódýrari útfærslur af þessum bát- um. — Það er mikil eftirspurn eftir Séð inn í hina nýju rækjuverksmiðju Guyana Seafoods í Surinam kosti þess fyrir fyrirtækið ef hægt væri að selja rækju eða annan afla þangað. Framleiðsla á trefjaplastbátum í Guyana En Timur Mohamed hefur áhuga á samstarfi við íslendinga á fleiri sviðum en bara hvað varðar veiðar og vinnslu. Samningar hafa tekist um að Reginn Grímsson smíði fyrir hann um 25 trefjaplast- báta á næstu árum og mun Reginn yfirbyggðum farþegabátum, t.d. til hvalaskoðunarferða, og slíkir bátar ættu ekki að þurfa að kosta meira en 15-20 milljónir króna, segir Arnar Sigurðsson. 17% heimsaflans koma úr fískeldi Alls 18,6 milljónir tonna af fiski og skelfiski komu úr fiskeldi í heimin- um á árinu 1994, samkvæmt tölum FAO, Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þetta voru 17% heimsaflans, sem alls nam tæpum 110 milljónum tonna það ár. Af áðurnefndum 18,6 milljónum tonna af eldisfiski var 6,1 milljón tonna fengin úr sjávareldi en afgangurinn úr eldi uppi á landi. Stöðug- ur vöxtur hefur orðið í fiskeldi í heiminum á undanförnum árum. Á tímabilinu 1985-1994 varð aukningin 140% og frá árinu 1990-1994 jókst eldið um 50%. Asíulönd hafa algjöra sérstöðu í fiskeldi heimsins því þar voru framleidd 16 milljónir tonna í eldi eða 86% af heildinni. í Evrópu nam eldisfiskurinn 1,3 milljónum tonna, rösk hálf milljón í Norður-Ameríku, 290 þús. tonn í Suður-Ameríku, 140 þús. tonn í Rússlandi, 74 þús. tonn í Afríku og 73 þús. tonn í Eyjaálfu. Dapurlegt er til þess að vita að í allri Afríku, þar sem milljónir manna skortir próteinríka fæðu, skuli aðeins vera framleidd 4.000 tonnum meira í eldi en í Skotlandi, að því er segir í blaðinu Fish Farming Internation- al. Teikning af nýja trefjaplastbátnum sem framleiða á í Guyana

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.