Fiskifréttir


Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 31

Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 31
FISKIFRÉTTIR föstudagur 20. desember 1996 31 Starfsfólk KASSAGERÐAR REYKJAVÍKUR HF þakkar viðskiptavinum sínumfyrir samstarfið á liðnum arum. íslenskt, já takk! KASSAGERÐ REYKJAVIKUR HF VESTURGARÐAR 1-104 REYKJAVÍK - SÍMI 55 38383 - FAX 56 82281 ESB fær 125 þús. tn Evrópusambandið fær að veiða 125 þús. tonn eða 8,4% af heild úr norsk-íslenska síldarstofninum á næsta ári. Alls verður leyft að veiða 1.486 þús. tonn á komandi ári, þar af er kvóti Norðmanna 854 þús. tonn (57,5%), íslendinga 233 þús. tonn (15,7%), Rússa 192 þús. tonn (12,9%) og Færeyinga 82 þús. tonn (5,5%). Til samanburðar má nefna, að á yfirstandandi ári var heildarkvót- inn 1-107 þús. tonn, sem skiptist þannig: Noregur 695 þús. tonn (62,8%); ísland 190 þús. tonn (17,1%); Rússland 156 þús. tonn (14,1%); og Færeyjar 66 þús. tonn (6%). ESB veiddi þá stjórnlaust. Islensk og færeysk skip mega veiða allan sinn kvóta í lögsögu hins ríkisins. Pá mega íslensk skip veiða sinn kvóta í lögsögu Jan Mayen og norsk skip geta veitt sem svarar 2/3 af kvóta íslands í ís- lenskri lögsögu. Þá er það nýjung að íslendingar geta veitt 10 þús. tonn í norskri lögsögu gegn sama magni Norðmanna við Island. Rússar mega veiða 6.500 tonn hér við land á takmörkuðu svæði. ESB er heimilt að veiða 30 þús. tonn í norski lögsögu og 10 þús. tonn í Jan mayen lögsögunni. Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegrajóla ogjarsældar á nýju ári. sœplast PÓSTHÓLF 50, 620 DALVÍK, SÍMI 466 1670, BRÉFSÍMI: 466 1833, GRÆNT SÍMANÚMER: 800 8670 Megum veiða 10 þús. tonn í norskrí lögsögu: Verðum að ná þessum hluta kvótans í ágúst — segir Freysteinn Bjarnason, útgerð- arstjóri SVN — Ég er vongóður um að það verði hægt að vinna stóran hluta síldara- flans næsta sumar til manneldis. Hvað svo sem segja má um samn- ingana um veiðar úr norsk-ís- lenska stofninum þá er það tví- mælalaust spor í rétta átt að fá að veiða hluta kvótans, 10 þúsund tonn, í norskri Iandhelgi. Þessi 10 þúsund tonn verðum við að veiða þegar sfldin er feitust og verðmæt- ust til vinnslu og ég horfi einkum til ágústmánaðar í því sambandi, seg- ir Freysteinn Bjarnason, útgerðar- stjóri Sfldarvinnslunnar í Nes- kaupsstað, í samtali við Fiskifrétt- ir. Að sögn Freysteins hefur kæli- tankavæðingin í loðnuskipaflotan- um haft það í för með sér að hægt verður að nýta kvóta viðkomandi skipa að mestu leyti til manneldis. Alls hafa fimm sjókælitankaskip verið keypt til landsins á þessu ári eða á sl. árum en það eru Jóna Eðvalds SF, Antares VE, Sighvat- ur Bjarnason VE, Jón Sigurðsson GK og Elliði GK. Þá hefur verið samið um kaup á stóru sjókæli- tankaskipi fyrir Bjarna Ólafsson AK og á það að koma til landsins seinni hluta vetrar eða næsta vor. Búið er að setja sjókælitanka og tilheyrandi búnað í Beiti NK og Hólmaborg SU og unnið er að sams konar breytingum á Guð- rúnu Þorkelsdóttur SU. Eiginleg sjókælitankaskip eru því orðin a.m.k. níu talsins. Þá hafa nokkur önnur skip verið tankavædd að undanförnu með það í huga að hægt verði að koma fyrir sjókæli- búnaði í þeim síðar. Fram að þeim tíma verður hægt að ísa aflann í tönkunum. Þessi skip eru m.a. Húnaröst RE, Örn KE, Þórsham- ar GK og Guðmundur Ólafur ÓF. — Þegar Íslandssíldin var og hét var hún aldrei unnin fyrr en komið var fram í júlí. Þá var síldin feitust og hentaði best til vinnslu. Þessi stóra og feita sfld var stundum kölluð smjörsíld og hún var jóla- matur á Norðurlöndunum, segir Freysteinn en hann segist einkum eiga von á því að hægt verði að nýta norsk-íslensku sfldina til manneldis með því að flaka hana og frysta þótt eflaust fari einhver hluti aflans í salt. — Ástæðan fyrir því að við réð- umst hér í byggingu þessa stóra og mikla frystihúss er m.a. sú að við ætlum okkur aukinn hlut í síldar- frystingu á komandi árum, segir Freysteinn Bjarnason. Sfldveiðar Islendinga úr norsk- íslenska sfldarstofninum hafa haf- ist í maí undanfarin tvö ár en um það leyti er sfldin frekar horuð og hentar ekki í vinnslu. Hins vegar aukast verðmæti aflans með hverj- um deginum sem líður og þegar komið er fram í júlí hentar hún mjög vel til vinnslu. Reynslan und- anfarin ár hefur sýnt að búast má við góðum loðnuafla í byrjun júlí og það er því spurning hve lengi íslenskir útgerðarmenn treysta sér til þess að geyma sfldarkvótana. Á vertíðinni í sumar náðist aðeins að veiða 166 þúsund tonn af 190 þús- und tonna kvóta. psr $ Síldveiðar

x

Fiskifréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.