Fiskifréttir - 20.12.1996, Blaðsíða 36
1
FRETTIR
48. tbl. föstudagur 20. des. 1996
gglcBtMlI©ggr,^. jjóla
nýjjm ári
w0s*
AKUREYRI
GARÐABÆ
Tilrauna vinnsla á rækju frá
Surinam og Guyana í Hólminum
— útgerðarmaður Brimis SU íhugar að stunda rækjuveiðar í lögsögu ríkj-
anna og íslensk bátasmiðja tekur þar til starfa í byrjun næsta árs
Fyrirhugað er að vinna rækju frá
Guyana í Suður-Ameríku í til-
raunaskyni hjá rækjuverksmiðju
Sigurðar Agústssonar hf. í Stykkis-
hólmi. Von er á lítilli tilraunasend-
ingu fyrir jól og að sögn Sigurðar
Agústssonar, framkvæmdastjóra
fyrirtækisins, verður rækjan soðin
og síðan pilluð og lausfryst og mun
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
sjá um að selja þessa afurð í Bret-
landi og hugsanlega víðar á Evr-
ópumarkaði.
OsAum oiJsAiJMaoinnm o/t/tor
fíleJi/egraJó/a.
.jl/ctji 'tt/ii ttr fierutj/i/ur
ntj ntitl oj 'ttjjti nitrr/atfi.
ICELAND PRIMA
BRAND
G. Ingason
Fornbúöum 8, 220 Hafnarfirði
•s 565 3525 • 565 4044 • 852 7020
Rækjan, sem verður unnin í
Stykkishólmi, er veidd af skipum
útgerðar- og rækjuvinnslufyrirtæk-
isins Noble House Seafoods í Guy-
ana en fyrirtækið hefur einnig með
höndum veiðar og vinnslu á rækju í
nágrannaríkinu Surinam. Eigandi
fyrirtækisins, Timur Mohamed,
kom til Islands nú um miðjan mán-
uðinn og notaði hann tækifærið til
þess að skoða rækjuverksmiðjuna í
Stykkishólmi. Má segja að með
heimsókninni hafi Mohamed verið
að endurgjalda heimsókn Sigurðar
Agústssonar til Guyana og Sur-
inam í mars á sl. ári en Sigurður
kynnti sér þá veiðar á vinnslu á
rækju í þessum löndum.
— Rækjuverksmiðjurnar þarna
eru alls ekki slæmar. Þær eru með
sams konar pillunarvélar og við
notum en umfram það eiga þær
ekkert sammerkt með íslenskum
rækjuverksmiðjum. Öll rækjan er
handflokkuð fyrir pillun og síðan
er hún fryst í blokk. Lausfrysting
þekkist ekki, segir Sigurður en
hann segir rækjuna flokkaða með
kaldsjávarrækju á mörkuðum
vegna þess að hún veiðist í Atlants-
hafinu. Rækjan, sem veiðist á
grunnslóðinni við strendur Guy-
ana og Surinam, er svipuð að stærð
og íslenska rækjan en mun ljósari á
lit. Talið er að á djúpslóðinni sé
hægt að veiða svokallaða Scarlet
rækju en hún er á stærð við íslensk-
an humar og í svipuðum verð-
flokki.
Timur Mohamed hefur mikinn
áhuga á samstarfi við Islendinga á
sviði rækjuveiða og -vinnslu og
hann kom m.a. hingað til lands til
þess að ræða við Sigurð Ingimars-
son, útgerðarmann frystitogarans
Brimis SU, um að koma með skip-
ið til rækjuveiða í lögsögu ríkj-
anna. Arnar Sigurðsson hefur
verið Mohamed innan handar hér-
lendis við að útvega skip til veið-
anna og í viðtali við Fiskifréttir
greinir hann nánar frá málinu og
áformum Regins Grímssonar,
bátasmiðs á íslandi og í Kanada,
um að hefja framleiðslu á trefja-
plastbátum í Guyana í byrjun
næsta árs. Mun Reginn framleiða
alls 25 báta, 17 metra langa og með
frystingu, fyrir Noble House Sea-
foods á næstu árum og eru hug-
myndir uppi um að bátasmiðjan í
Guyana geti í framtíðinni smíðað
báta sem henti fyrir íslenskan
markað.
Sjá nánar bls. 27 og 29
-Rækju-
framleiðendur
Hafið
samband
um verð
og
greiðslukjör
a&
íslenska
útflutningsmiðstöðin hf.
Sidumuli 34 • 121 Reykjavik
Sími 588 7600
SLUMÆLAR
EaBnaa
Allt að 15% sparnaður, tengjast GPS.
VERÐ FRÁ 49.500.-
H. Hafsteinsson.
Sími 896 4601 — Fax. 553 1070
Para-Lamp Para-Lamp Para-Lamp Para-Lamp Para-Lamp Para-Lamp Para-Lamp Para-Lamp Para-Lamp
Mirna vkhald - Aukin ending
Nú höfum við hjá Formax stórlega endurbætt
og þróað snyrtilínulampann okkar, og lagað
hann að breyttum aðstæðum og auknum
kröfum.
• Sterkari, höggþolinn
hólkur
• Þéttleiki hefur verið
aukinn í IP-68
• Silicon pakkning,
sértaklega hönnuð
til að þola vel
háþrýstiþvott.
________ct
(Ibrmax)
Faxaskála - Faxagötu, 101 Reykjavík,
Sími: 562-6800 Fax: 562-6808