Alþýðublaðið - 14.01.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.01.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ um að bindismenn og aðrir lög- hlýðnir borgarar bæjarins geta skapað svo máttugt almennings álit hér í bænum, að inn- an skamms yrði taldir sölu- dagar þeirra manna, sem reka þá svívirðilegu atvinnu, að selja drykkjusjúkum mönnum og ung- lingum áfengi við okurverði. Þeim meinakindum bæjarins þarf að klekkja á svo um muni, og svo ■þurfa þeir að finna til þess, að mæður og feður unglinganna og hinna áfengissýktu nefna nöfn þeirra með jafnmikilli andstygð og pest eða fransós. Landsstjórnin verður að sjá um, að sérstakt lögreglulið sé sett á stofn í hinum stærri bæjum lands- ins, sem gæti bannlaganna, skip- að einbeittum og dugandi mönn- um, því annars er viðbúið, að þessir samvizkulausu þorparar geri þjóðinni allri þá smán, sem seint verður af henni þvegin, og eitri svo andlegt og líkamlegt líf hinn- ar yngri kynslóðar, að virðingin hverfi fyrir lögum og reglum á -öllum sviðum þjóðfélagsins. Og sé ekki tekið í taumana í tíma, getur þetta orðið hið mesta ólán, sem hina íslenzku þjóð hefir hent. á. i. Gifting-ar. Eitstjórinn fól mér að skrifa stutta en skemtilega grein í blað- ið. Hvorttveggja er erfitt. Það er ekki gaman að því, að eiga að skrifa grein, sem gaman er að, þó að það sé gaman að geta það. Og enn erfiðara er að hafa slíka grein stutta. En eg ætla samt að að reyna það. Úr þvi eg á að skrifa eitthvað, sem fólki þykir gaman að, þá er auðvitað sjálfsagt að skrifa um giftingar. í New-Ýork var stúlka, sem hét Edwina Miriam. Það er fallegt nafn. En það sem var betra, var að slúlkan var Ijómandi fallag. En það sem bezt var: hún hafði guð- dómlega fallega rödd — sópran. En því rniður fylgjast ekki verð- leikar og peningar alt af að, og Ungfrú Edwina Miriam var svo fá- tæk, að hún hafði engin ráð til þess að kosta sig til söngnáms. Og hvað haldið þið að húb geri, stúlkui? Hún býr til einskonar lotteií, með sér sjálfri sem nnú- meri*. Hver seðill kost.aði 40 krónur, og hver sá sem seðil keypti, undirritaði svofelda yfir- lýsingu: „í þeim tilgangi að tryggja ung- frú Edwinu Miriam fullkomna söngkenslu, borga eg hér með 40 krónur. Verði dregið úr númerið, sem er á mínum seðli, skal það- an af eitt yfir okkur bæði ganga, og við verðum hjón“. Dnginn sem átti að draga, var voða í-penningur í fólkinu. Karl- mennirnir sögðu um ungfrú Miri- am, að það væri svei mér sneið með rúsínum í. En ungu stúlk- urnar sögðu fuss og svei, en hálf- langaði þó til þess að verá í spor- um Edwinu Miriam, ef það yrði nú laglegur piltur, sem drægi hana, því það fussar engin stúlka í alvöru við laglegum pilti, þó hún kannske láti svoleiðis. Svo var dregið. Sá hamingju- sami var bankastjóri, liðlega fer- tugur. Hann var laglegur, skemti- legur og ríkur. Samt gat hann ekki hirt hlutinn, sem hann hafði unnið 1 lotteriinu. Hann var sem sé giftur áður, og konan, sem var sérlega stór og fönguleg (178 pd. ensk), nei^aði algerlega skilnaði! Svo var búið með það. En ung- frúin fékk að læra að syngja og Yarð fræg söngkona. Hún giftist síðar forkunnar fríðum mexikönsk- um stjórnmálamanni, og átti með honum þrjú börn, óll móeygð og svarthærð, tvo syni og eina dótt- ur örfhenta, en öll börnin voru orðlögð fyrir fegurð. Svo ór nú sagan af Tómasi Wemberley. Hann átti heima í Texas í Bandaríkjunum, en bjó langt frá öðrum mönnum, en hafði þó talsíma (B. 10837). Hann átti ógurlega stórar nautahjarðir, en var trúlofaður Elísu Hargrave. Nú langaði þau til þess að giftast, sem enginn mun lá þeim; en þau bjuggu jafnlangt frá prestinum eins og af Hverfisgötu 37, austur að Miðhúsum í Biskupstungum. Hvað haldið þið að Tómas geri? Hann tekur ágætt eikarrúm, sem var uppi á háaloíti, og fer með það inn í svefnherbergið sitt og setur það við hliðina á rúminu sínu, og lætur í það rúmföt og hrein lök. Síðan lætur hann slátra aligæs og segir matsveininum að búa til sveskjugraut og matreiða gæsina. Svo hringir hann í sím- ann og fær eftir stutta stund sam- band við prestinn (því þetta var í Ameríku, en ekki á íslandi), og presturinn, sem var Ameríku- maður eins og Tómas og Elísa, játaði því strax, að gefa þau hvort öðru gegnum símann. Svo fóru þau í sparifötin, og þegar prestur- inn (síra Halibus hét hann) hringdi upp aítur, þá voru þau til. og svo gaf hann þau samstundis saman í hjónaband gegnum fóninn. Svt> var etin steikt gæs og sveskju- grautur, en að því búnu fóru þau auðvitað aftur úr sparifötunum, enda var þá kominn háttatími. Gísli Eirikur. Óhæfa. í fyrsta skifti sem Sigurd Braa var leikinn fór eg í leikhúsið, það er auðvitað ekki í frásögur fær- andi, en myrkrið, sem varð þar í tvö skifti er þess vert, að á það sé minst. Þegar komið var að því, að byrja skyldi leikinn, drapst tví- vegis á öllum Ijósum í húsinu, svo að svartamyrkur varð yfir öllu. Ástæðan til þessa mun lík- lega sú, að vélin sem dregur raf- vélina, heflr stöðvast. Slíkt getur komið fyrir svo að segja hvenær sem er, að mótorar stöðvist, skamma stund og jafnvel lengi, —• þeir eru líka ekki viðurkendar óbrigðular hreyfivélar. Ekkert hefði verið við þessu „stoppi" vólarinn- ar — sem að þessu sinni var stutt — að segja ef einhver ijós- áhöld, önnur en eldspýtur, hefðu verið við hendina, svo hægt hefði verið að bregða upp Ijósi meðan rafmagnið sveik. Fað eru því vinsamleg tilmæli mín til húsráðanda, að hann sjái eftirleiðis um, að hafðir séu að minsta kosti tveir vegglampar til taks í stóra salnum, auk ljóstækja í öllum öðrum herbergjum húss- ins, sem notuð eru handa gestum þeim, sem sækja skemtanir í því- Það getur hæglega komið fyrir að lengur verði dymt en í þetta skifti

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.