Fiskifréttir - 05.03.2004, Blaðsíða 1
ISSN 1017-3609
Ört vaxandi þjónusta
við sjávarútveginn
Gæði vörunnar, reynsla starfsmanna og áreiðanleiki
gagnvart viðskiptavinum eru okkar aðalsmerki
ísfell ehf • Fiskislóð 14 • 121 Reykjavík • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
Mjög góð
veiði er á
úthafsrækju
— Múlaberg Sl með um
50 tonn í einni veiðiferð
Mjög góð veiði hefur verið á
úthafsrækju fyrir norðan land
að undanförnu og landaði Múla-
berg SI til dæmis um og yfir 50
tonnum hjá Þormóði ramma-
Sæbergi hf. á Siglufirði nú í vik-
unni. Rækjan fékkst í Húnaflóa-
dýpinu og fyrir miðju Norður-
landi. Um 200 til 240 stykki af
rækju voru í kílóinu.
„Þetta var mun betri veiði í
febrúar en verið hefur undanfarið
og vonandi er þetta aðeins byrjunin
á góðu ári. Ég held að minnsta
kosti að það sé örugglega meira en
ár síðan við höfum farið yfir 50
tonnin í einni veiðiferð. ÖIl
„Rammaskipin“ voru að gera það
gott síðustu daga og þau fengu frá
45 tonnum og upp í 50 tonn í veiði-
ferð. Flest ísrækjuskip sem voru á
veiðum á sama tíma fengu jafn-
framt ágætan afla. Það er einnig á-
nægjulegt að ísrækjuskipunum
virðist vera að fjölga frá því í fyrra
en hátt í 20 skip eru farin að stunda
þessar veiðar,“ sagði Kristján
Bjarnason, skipstjóri á Múlaberg-
inu, í samtali við Fiskifréttir.
Sjá einnig bls. 2.
Eftir slaka veiði í netin í haust og vetur hjá bátum sunnan lands og vestan er aflinn víða að glæðast. Ágæt netaveiði hefur til dæmis verið í
Breiðafirði að undanförnu og sumir bátar hafa einnig fengið þokkalegan afla í Faxaflóa. Fremur rólegt hefur verið hjá netabátum sem gera
út frá Sandgerði en reitingsafli hefur fengist þegar gefur á sjó. Myndin hér að ofan er tekin í netaróðri um borð í Kristbjörgu II KE í síð-
ustu viku en nánar er sagt frá róðrinum á bls. 6-7. (Mynd/Fiskifréttir: Kristinn Benediktsson).
Útgerð Happasæls KE:
Lætur smíða fyrir
sig 32 torma plastbát
— allt gert til að drepa niður einyrkja
i útgerð, segir Guðmundur Rúnar Hallgrímsson,
útgerðarmaður Happasæls
Hjá Seiglu ehf. er nú að hefj-
ast smíði á 32 brúttótonna
plastfiskibáti fyrir Happa ehf. í
Njarðvík sem gerir út Happa-
sæl KE. Þetta verður stærsti
plastbáturinn sem smíðaður
hefur verið hér á landi. Nýi bát-
urinn verður afhentur í septem-
ber í haust og fer hann á neta-
veiðar.
Happasæll KE er 357 brúttótonn
að stærð og kom hingað nýsmíðað-
ur frá Kína árið 2001. Talið er að
Happasæll KE verði settur á sölu-
skrá en Guðmundur Rúnar Hall-
grímsson, útgerðarmaður skipsins,
vildi ekki tjá sig um það á þessu
stigi. „Við erum að vinna í þessum
málum og það kemur í ljós síðar
hvort Happasæll verði seldur. Ég er
orðinn fullorðinn maður og hef
fengið mig fullsaddan af fiskveiði-
stjórnunarkerfinu. Ég fæ heldur
ekki séð að yngra fólkið sem sest
hefur á Alþingi ætli að gera nokk-
uð í því að bæta stjórn fiskveiða.
Allt er gert til að drepa niður ein-
yrkja í útgerð og engan þarf því að
undra þótt maður vildi minnka við
sig,“ sagði Guðmundur Rúnar.
Loðnuvertíðin:
Þrefalt meira
óveitt af kvóta
— en í fyrra á sama tíma
Ljóst er að allt þarf
að ganga í haginn á
næstu vikum til þess
að úthlutaður loðnu-
kvóti náist. Síðastlið-
inn miðvikudag, 3.
mars, var aðeins rúm-
ur helmingur kvótans
veiddur, en á sama
tíma í fyrra voru 17%
eftir af kvóta þeirrar
vertíðar.
Eftirstöðvar kvótans nú um
miðja vikuna voru 360.000 tonn en
um þetta leyti á síðasta ári voru
130.000 tonn óveidd af
kvótanum. Þá voru um
það bil þrjár vikur eftir
af vertíðinni en óvíst er
hversu lengi hún endist
að þessu sinni. Því
stjórnar veðurfarið og
ástand loðnunnar. Eins
og fram hefur komið í
Fiskifréttum er
bræðslugeta verksmiðj-
anna í landinu 15-20
þúsund tonn á sólarhring en sigl-
ingar með afla langa vegu valda
frátöfum frá veiðum.
Ummrnk
ÍSl
Ra n nsóKnirásv.nay;
SM, fiw
qlussayinaai
RS(MiQjCS2S0[migQDD,[
m_______----------
EBAMIIÐIN-ER’R’A'FBRIEHil! |WÉSfmiím
email: naust@naust.is