Fiskifréttir


Fiskifréttir - 05.03.2004, Síða 4

Fiskifréttir - 05.03.2004, Síða 4
4 FISKIFRÉTTIR 5. mars 2004 FRÉTTIR Þröng á þingi - á loðnumiðunum Það hefur verið þröng á þingi á loðnumiðunum að undanförnu eins og venja er þegar loðnan er komin upp á grunnið. Nú um miðja vikuna voru loðnuskipin byrjuð að kasta aftur úti af Ing- ólfshöfða eftir veiðitöf í hálfan annan sólarhring vegna brælu. Loðnugangan hefur verið að mjakast vestur með suður- ströndinni. Síðastliðinn miðvikudag var staðan í skýrslum Fiskistofu sú að búið var að veiða rúman helming af heildarloðnukvótanum á vertíðinni eða 378.000 tonn en óveidd voru 360.000 tonn. Aflinn er mun minni en um þetta leyti á vertíðinni í fyrra, en þá var búið að veiða 636.000 tonn af heildarkvóta sem var svipaður og nú, eins og fram kemur í frétt á forsíðu. Svartsýnn á að kvótinn náist „Ég er frekar svartsýnn á að kvótinn náist að þessu sinni vegna þess hve loðnan er komin nálægt hrygningu. Reynslan er sú að eftir að hrygningin er hafin fer allur kraftur úr veiðunum þótt hægt sé að halda þeim eitthvað áfram,“ sagði Þorsteinn Kristjánsson skip- stjóri á Hólmaborg SU í samtali við Fiskifréttir. „Enda þótt loðnan hafi gengið upp á grunnið á svip- uðum tíma og venjulega var hrognahlutfallið í henni þá þegar orðið miklu meira en við eigum að venjast. Núna heyrir maður að hrognafyllingin sé orðin allt að 24- 25%. Því eru sennilega aðeins nokkrir dagar eða kannski ein vika KORKUR YIÐ KORK. Þröngt mega sáttir sitja á loðnumiðunum. Á stærri myndinni, sem Hlynur Ársælsson tók, hefur Hólmaborgin kastað nót sinni alveg upp við nót Jónu Eðvalds SF. Minni myndin, sem Oskar Stefánsson á Sighvati Bjarnasyni VE tók, sýnir þrengslin einnig vel. Báðar myndirnar voru teknar á miðunum utan við Horna- fjörð um miðja síðustu viku. í hrygningu hjá þeirri loðnu sem svo er ástatt um. Þetta er mjög ó- venjulegt því yfirleitt er loðnan komin vestur fyrir Reykjanes þegar hún er komin á þetta stig.“ Samkvæmt skýrslu Samtaka fiskvinnslustöðva hafa verksmiðj- ur Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og Eskju á Eskifirði tekið á móti mestum afla á vertíðinni eða um 50 þúsund tonnum hvor verksmiðja, miðað við stöðuna síðastliðinn miðvikudag. Næst kom verksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði með 45 þúsund tonn og Haraldur Böðvarsson á Akranesi með 35 þúsund tonn. Aflahæsta loðnuskipið, við skýrslu Fiskistofu 3. mars, var Hólmaborg SU með 27.600 tonn, næst kom Börkur NK með 21.200 tonn og síðan Víkingur AK og Beitir NK með 20.500 tonn hvort skip. Þar á eftir komu Júpíter ÞH með 19.000 tonn, Jón Kjartansson með 17.300 tonn og Örn KE og Ingunn AK með 16.100 tonn hvort skip. Guðmundur Ragnar Guð- mundsson útgerðarmaður frá Drangsnesi fékk um mánaðar- mótin afhentan nýjan Cleopatra 38 bát frá Báta- smiðjunni Trefjum í Hafnar- firði. Þetta er sjötti bátur þess- arar gerðar sem Trefjar af- greiða hér innanlands á innan við einu ári. Báturinn er syst- urskip Guðmundar og Hrólfs Einarssona IS, Huldu Kela IS, Gísli Súrssonar GK og Olafs HF. Ný báturinn hefur hlotið nafn- ið Kristbjörg ST-6 og leysir af hólmi eldri Cleopötrubát. Bátur- inn er 15 brúttótonn að stærð og er í krókaaflamarkskerfinu. „Við erum búnir að fara í þrjá róðra á nýja bátnum. Fengum mjög lítinn afla í þeim fyrsta, sem á að vita á gott eftir því sem gömlu mennirnir sögðu, en í hin- um tveimur aflaðist vel, þetta 4 til 5,5 tonn á 24-25 bala. Það eru geysileg viðbrigði að fara af gamla bátnum yfir á þann nýja. Við lentum í 6-7 vindstigum í einum róðrinum og báturinn hreyfðist varla. Báturinn er búinn öllum fullkomnustu tækjum, Ný Cleopatra 38 til Drangsness Guðmundur R. Guðmundsson útgerðarmaður á Drangsnesi framan við nýja bátinn. meðal annars LineTech búnaði og bógskrúfu. Bógskrúfan er tengd við sjálfstýringuna og heldur bátnum alltaf upp í veðr- ið. Það er algjör bylting að hafa slíkan búnað. Þá er báturinn það stór að vel væri hægt að vera með 35 bala og þrjá karla á, ef kvót- inn væri nægur," sagði Guð- mundur útgerðarmaður í samtali við Fiskifréttir. 650 hestafla vél Aðalvél bátsins er af gerðinni Volvo Penta D12 650hö tengd ZF gír. Siglingatæki eru frá Elcon ehf. Báturinn er útbúinn til línu- veiða. Spilbúnaður er frá Beiti. Öryggisbúnaðurinn kemur frá Viking-björgunarbúnaði. Rými er fýrir ellefu 660 lítra kör í lest. I bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla. Svefn- pláss er fyrir fjóra í lúkar. Borð- salur fyrir fjóra er í bátnum auk eldunaraðstöðu með eldavél, ör- bylgjuofni, ísskápi og heitu og köldu vatni. Skipstjóri á Kristbjörgu ST-6 er Halldór Logi Friðgeirsson og háseti Hilmar Hermannsson. Háþrýstislöngur 1,1,1 11 Spilverk DENISON Skemmuvegur 8 (blá gata) Sími: 544 5600 Fax: 544 5301 Háþrýstirör SJÁVARÚTVEGSVEFUR FISKIFRÉTTA

x

Fiskifréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fiskifréttir
https://timarit.is/publication/1594

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.