Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2021, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 06.11.2021, Qupperneq 2
Stærsta Covid-bylgjan til þessa bth@frettabladid.is STÉTTARFÉLÖG Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Eflingu, segist kominn í fjölmiðlafrí. Viðar slæst í hópinn með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi for- manninn Eflingar, sem hefur ekki veitt fjölmiðlum viðtöl eftir að hún sagði af sér í vikunni. Viðar sagði starfi sínu lausu degi síðar. RÚV hefur greint frá bréfum frá starfsfólki Ef lingar þar sem mest óánægja er sögð með stjórnunar- hætti Viðars. Er nefnt sem dæmi að hann hafi sagt upp starfsmanni, rúmföstum í öndunarerfiðleikum vegna Covid. Þegar leitað var viðbragða Viðars kvaðst hann kominn í fjölmiðlafrí. Sólveig Anna hefur eingöngu tjáð sig opinberlega á Facebook eftir að hún sagði af sér. n Viðar í Eflingu líka í fjölmiðlafrí birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 Frá og með deginum í dag er aftur grímuskylda á Íslandi. Skylt er að vera með grímu innan- dyra þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra nálægðarmörk milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum, einnig á viðburðum þar sem gestir sitja í bókuðum sætum. Nálægðarmörk og grímuskylda á ekki við um börn fædd 2006 eða síðar. Starfsfólki sem veitir ein- staklingsbundna þjónustu sem krefst nándar, til dæmis hárgreiðslu, er ekki skylt að bera grímu, grímu- skylda er á viðskiptavinum. Miðvikudaginn 10. nóvember taka gildi hertar sóttvarnareglur hérlendis sem fela meðal annars í sér 500 manna samkomutakmark- anir og styttri opnunartíma veit- inga- og skemmtistaða, sem hafa þá heimild til að hafa opið til klukkan ellefu á kvöldin. n Aftur grímuskylda Svandís Svavars- dóttir heil- brigðisráðherra Núverandi bylgja Covid-19 er sú stærsta til þessa á Íslandi. Þetta kom fram hjá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á upplýsingafundi almannavarna í gær. Á fundinum varaði Þórólfur við því að neyðarástand kunni að skapast á sjúkrahúsum landsins nema gripið verði til ráðstafana til að ná smitunum niður. Benti hann í því samhengi á stöðuna í Evrópuríkjum á borð við Rúmeníu. Landspítalinn var færður á hættustig í gær vegna fjölda smita. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Samkvæmt nýrri greinargerð eftir Kristínu I. Pálsdóttur hafa margar konur sem dvelja í neyðarskýlum misst trú á réttarkerfinu og leita því ekki réttar síns í gegnum dóms- kerfið. Endurmeta verði þjónustuna í samræmi við nýja þekkingu og áherslur. birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG „Mikilvægt er að hafa í huga að konur sem lenda í heim- ilisleysi eru fjórum sinnum líklegri en aðrar konur til að hafa upplifað ofbeldi í nánum samböndum og að heimilisleysi er oft bein afleiðing af því,“ segir í greinargerð um heimilis- lausar konur og ofbeldi. Greinargerðin er unnin af Krist- ínu I. Pálsdóttur, framkvæmda- stjóra Rótarinnar, félags um velferð og lífsgæði kvenna. Í greinargerðinni sem kynnt var á fundi ofbeldisvarnarnefndar segir að konur sem leita í Konukot, neyð- arskýli fyrir húsnæðislausar konur, hafi f lestar átt erfiða æsku, orðið fyrir áföllum í lífinu og að margar þeirra eigi einnig við geðræn vanda- mál að stríða. Þá segir að bakland kvennanna sé lélegt og að f lestar þeirra neyti áfengis og /eða vímuefna. Heimilis- leysi kvenna sé mannréttindabrot og rétturinn til fullnægjandi hús- næðis sé viðurkennd mannréttindi. „Ofbeldi í nánum samböndum er það mannréttindabrot sem konur verða oftast fyrir og algengasta ástæðan fyrir heimilisleysi kvenna,“ segir í greinargerðinni. „Í fáum hópum kvenna er að finna hærra hlutfall þolenda kyn- bundinnar áreitni, ofbeldis og þess valdaleysis sem hlýst af mismunun kynjanna, en á meðal kvenna með vímuefnavanda,“ segir áfram í greinargerðinni. Vankantar séu á ofbeldis- og kynferðisbrotakærum sem venjulega kærist sjálf krafa í heimilisof beldismálum. Gestir neyðarskýla og þau sem séu heim- ilislaus njóti ekki þeirra réttinda, jafnvel þó að maki þeirra sé gerandi. „Konurnar þurfa því að kæra sjálf- ar og taka þá áhættu sem því fylgir. Þær konur sem dvelja í neyðarskýli hafa oft misst trú á „kerfinu“ og sjá það ekki sem farveg fyrir réttlæti sér til handa og því er það mjög sjald- gæft að konur í þessari stöðu leiti réttar síns í gegnum dómskerfið.“ Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots, segist þekkja vel hversu óalgengt það sé að konurnar í Konukoti leiti réttar síns. Engir karlar fái að koma inn í Konukot svo að þar hafi „heimilis- of beldismál“ ekki komið upp, það hafi þó gerst á lóðinni. Í greinargerðinni segir að endur- meta þurfi þjónustu við þann hóp sem sæki Konukot og önnur úrræði fyrir heimilislausa í samræmi við nýjustu þekkingu og áherslur um mannréttindi og skaðaminnkun. „Við vitum að hjúkrunarheimili er á dagskrá fyrir þennan hóp, en að okkar mati vantar einnig öryggis- neyðarskýli, sem dómsmálaráðu- neyti kæmi að rekstrinum á, og kvennaathvarf fyrir konur með vímuefnavanda.“ n Kynbundið ofbeldi gæti verið orsök heimilisleysis Engir karlar fá að koma inn í Konukot. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Halldóra R. Guð- mundsdóttir, forstöðukona Konukots Konur sem leita í Konukot, neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur, hafa flestar átt erfiða æsku og orðið fyrir áföllum í lífinu. gar@frettabladid.is DÓMSMÁL Þrír lykilstarfsmenn hjá flugfélaginu Play þurfa ekki að mæta í vitnaleiðslur fyrir dómi, eins og félag Michele Ballarin hafði krafðist. Vildi lögmaður Ball- arin leiða þremenningana til vitnis vegna meints hvarfs f lugrekstrar- handbóka úr þrotabúi WOW. Taldi hann þeim hafa verið stolið. Dómarinn í Héraðsdómi Reykja- ness segir í úrskurði að ekki sé skýrt í beiðni lögmanns Ballarin að hverjum dómsmál sem hann kynni að höfða, myndi beinast. Fyrir dómi hafi lögmaðurinn full- yrt að það væri af og frá að það yrðu þremenningarnir heldur yrði það vinnuveitandi þeirra, Fly Play. „Allt að einu verður í ljósi þess sem fyrir liggur um málsatvik að telja að varnaraðilar [þremenning- arnir] séu í þeirri aðstöðu að ekki sé loku fyrir það skotið, þrátt fyrir tilvitnaða yfirlýsingu, að þeir geti orðið aðilar að væntanlegu dóms- máli,“ segir dómarinn. n Vitnaleiðslum um WOW air hafnað 2 Fréttir 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.