Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2021, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 06.11.2021, Qupperneq 8
Lögmaður segir að farið hafi verið fram úr hámarksfang­ elsisrefsingu þegar maður var dæmdur til langrar fangelsis­ vistar fyrir ítrekaðan akstur eftir sviptingu ökuréttar. arib@frettabladid.is  DÓMSMÁL Gunnar Ingi Jóhanns­ son lögmaður segir að farið  hafi verið fram úr hámarksrefsingu þegar Kristján Már Guðnason var­ dæmdur í fangelsi fyrir  að  aka sviptur ökuréttindum. Líkt og sagði frá í blaðinu í gær var Kristján Már dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að aka sviptur ökuréttindum. Hann varði sig sjálfur. Brotin áttu sér stað áður en dómur féll í Landsrétti fyrir sams konar umferðarlagabrot, þar sem Kristján var líka dæmdur í 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Gunnar Ingi segir að Kristjáni hafi verið dæmdur hegningarauki í hinum nýja dómi héraðsdóms. Vart sé hægt að lesa dóminn öðru­ vísi en að 15 mánuðirnir í héraðs­ dómi bætist sem hegningarauki við það 15 mánaða fangelsi sem Krist­ ján var dæmdur í í Landsrétti fyrir þremur vikum. „Í dómi Héraðsdóms Suðurlands er vísað í þann dóm og bent á að þau brot sem hann er sakfelldur fyrir séu framin fyrir dóm Lands­ réttar og því eigi að dæma honum hegningarauka. Hegningarauki er sérstakt ákvæði í almennum hegningarlögum sem segir að ef verið er að dæma mann í öðru máli, sem er framið fyrir uppkvaðningu annars dóms, eigi að dæma honum refsingu eins og málin hefðu verið dæmd saman, þá er bætt við refs­ inguna,“ segir Gunnar Ingi. „Ég er ekki viss um að, ef þessi mál hefðu verið dæmd saman í fyrra málinu, hann hefði fengið tveggja og hálfs árs óskilorðsbund­ ið fangelsi fyrir sviptingarakstur. Hámarksfangelsi við sviptingar­ akstri er samkvæmt umferðarlög­ um tvö ár. Það er ekki hægt að sjá annað en að farið hafi verið fram úr hámarksfangelsisrefsingu fyrir brot af þessu tagi.“ Gunnar Ingi segir þetta einnig varhugavert þar sem dæmt sé sam­ kvæmt dómvenjum. „Dómvenja er ógagnsætt fyrirkomulag, það er úti­ lokað fyrir almenna borgara að vita hvaða refsingu þeir gætu átt von á samkvæmt dómvenju. Það er hægt að fletta upp almennum hegningar­ lögum, en ekki dómvenjum.“ Kristján hyggst áfrýja dómnum, nú með hjálp lögfræðings.  „Ef hann vill ekki sitja 30 mánuði í fangelsi þá hlýtur hann að vilja fá álit Landsréttar á því hvort hann hefði fengið 30 mánaða óskilorðs­ bundið fangelsi ef það hefði verið dæmt fyrir öll þessi brot í einu lagi og hvort það sé innan marka laga,“ segir Gunnar Ingi. n benediktboas@frettabladid.is  GRINDAVÍK „Það var alveg spenna í loftinu þegar lóðin var tilkynnt og fólk fór að standa upp til að draga spil,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðs­ stjóri skipulags­ og umhverfissviðs Grindavíkur, en 27 umsóknir bár­ ust um sjö lausar lóðir sem bærinn úthlutaði í Víðigerði. Vegna fjöldans var dregið um hæsta spilið og fékk sá lóðina sem dró það hæsta. Ásinn var hæstur. „Eignarhaldsfélagið Normi dró níu, Grindin dró fimmu, Einherjar ehf. drógu drottningu, HK verk ehf. dró ás og H.H. Smíði ehf. dró sexu,“ segir í fundargerðinni, sem lýsir útdrættinum eins og um íþrótta­ kappleik sé að ræða. Enda voru spil­ in sem notuð voru til að draga um lóðirnar fornfrægur stokkur, gefinn út 2002 af íþróttahetjum bæjarins. „Þetta eru merkilegar myndir af merkilegum íþróttahetjum. Helgi Jónas Guðfinnsson, Ólafur Örn Bjarnason, Scott Ramsey og Páll Axel Vilbergsson, svo nokkrir séu nefndir,“ segir Atli. Þegar verktakar höfðu dregið spil sýndu þeir byggingarfulltrúa og lögfræðingi sviðsins spilið áður en haldið var aftur til sætis. „Einhvern veginn verðum við að útdeilda lóð­ unum,“ segir Atli. „Sumir voru að draga kóng og héldu að lóðin væri kominn í hús en svo dró sá næsti ás. Þetta var alveg smá spenna.“ Það gerðist í úthlutun um Víðigerði 29­31 þar sem Guðmundur Ragnar Ragnarsson dró drottningu, Grind­ in dró kóng en Eignarhaldsfélagið Normi dró ás. Atli segir að áhuginn á lóðunum hafi ekkert endilega komið sér á óvart, enda Grindavík mikil para­ dís fyrir börn og fullorðna. Stefnt er að úthlutun í desember á 77 lóðum í svokölluðu Hlíðahverfi og býst Atli alveg við álíka stuði og stemningu við þann útdrátt – þar sem aftur verður notast við spilin góðu. „Það verður vonandi úthlutað í desember og þetta gefur góð fyrir­ heit. Ég er mjög spenntur að fara að úthluta fleiri lóðum. Þetta var mjög skemmtilegt enda fjölmennt og góð­ mennt,“ segir Atli Geir Júlíusson.n Það er útilokað fyrir almenna borgara að vita hvaða refsingu þeir gætu átt von á samkvæmt dómvenju. Gunnar Ingi Jóhannsson lögmaður Sannkölluð Matarupplifun og viðburðir vítt og breitt um Vesturland Matarhátíð á Hvanneyri 13. nóvember 13 -17 í nóvember! VEISLA Á VESTURLANDI Ásinn gerði útslagið í æsispennandi spiladrætti um lóðir í Grindavík Farið yfir hámarksrefsingu Lausleg talning sýnir að Kristján hafi sautján sinnum verið refsað fyrir um- ferðarlagabrot á tuttugu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Spilin sem notuð voru við lóðaút- hlutun í Grindavík og verða líklega- lega notuð við úthlutun í desember. Atli Geir Júlíus- son, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Grindavíkur 8 Fréttir 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.