Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2021, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 06.11.2021, Qupperneq 10
Settur ríkislögmaður telur drátt á því að Guðjón Skarp- héðinsson dró framburð sinn í Geirfinnsmáli til baka mögulega hafa átt þátt í að sakborningar voru sakfelldir í málunum. adalheidur@frettabladid.is GEIRFINNSMÁL Aðalmeðferð í þrem- ur bótamálum vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála fór fram í Lands- rétti fyrir helgi. Í þeim gera Guðjón Skarphéðinsson og dánarbú Krist- jáns Viðars Júlíussonar og Tryggva Rúnars Leifssonar kröfur um samtals 4,6 milljarða á hendur ríkinu. Þeir hafa áður fengið greiddar samtals um 500 milljónir í bætur. Málflutningur hverfðist að mestu um hvort eigin sök bótakrefjenda væri fyrir hendi og hvort hún ætti að hafa áhrif á bótarétt þeirra sem sýknaðir voru í Hæstarétti 2018. Andri Árnason, settur ríkislög- maður, lagði áherslu á að sögu- sagnir eða sögur um hvarf Geirfinns hefðu komið fram mjög fljótlega við skýrslutökur af sakborningum. Því hefði hin langa eingangrunarvist og önnur meðferð á sakborningunum ekki áhrif á bótagrundvöllinn. „Þessi skýrslugjöf í málinu hafði veruleg áhrif á framvinduna og það hefur, samkvæmt dómaframkvæmd Hæstaréttar, bein áhrif á bótafjár- hæðina,“ sagði hann. Stefnendur hefðu sjálfir með skýrslum sínum stuðlað að röngum dómum. Þá gat hann þess að Guðjón Skarp- héðinsson hefði ekki dregið fram- burð sinn til baka í málinu fyrr en 13 árum eftir að dómur var kveðinn upp árið 1980. Með því hefði hann ef til vill átt þátt í því að sakborning- arnir voru ekki sýknaðir í upphafi. Þessu mótmæltu lögmenn stefn- enda. „Það var ekki umbjóðandi minn sem leiddi lögregluna á villi- götur, það var lögreglan sem leiddi hann á villligötur,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, fyrir hönd Guðjóns Skarphéðinssonar. Halldór Kristján Þorsteinsson, sem flutti mál dánarbús Kristjáns Viðars Júlíussonar, sem prófmál, leitaðist við að setja í samhengi hug- myndir setts ríkislögmanns um eigin sök Kristjáns Viðars; að hann hefði átt sök á því með einhverjum sögum í upphafi að Guðjón hefði verið dreginn inn í málið. Guðjón hefði hins vegar borið ábyrgð á því að allir hefðu ekki verið sýknaðir, af því hann dró ekki framburði sína til baka fyrr en löngu síðar. „Þegar maður metur þetta svona er eins og um sameiginlega eigin sök sakborninga í þessu máli sé að ræða, þar sem hlutur hvers sakbornings í sakfellingu annars á að hafa leitt til þess að hver um sig hafi sýnt eigin sök, sem á að hafa valdið rangri sak- fellingu. Þetta stenst að sjálfsögðu ekki skoðun,“ sagði Halldór og gat þess að jafnvel þótt yfirlýsignar Guð- jóns hefðu haft áhrif á niðurstöðu dómsins 1980, hefði það ekki verið Kristjáni Viðari að kenna og ætti ekki að hafa áhrif á bætur til hans. Þá var einnig að nokkru tekist á um hvort kröfurnar væru fyrndar. Lögmenn bótakrefjenda vilja miða við það tímamark þegar sýknudóm- ur var kveðinn upp, en að mati ríkis- lögmanns hefðu stefnendur getað sótt bótamál mun fyrr og án tillits til sýknudóms, þar sem ill meðferð væri alltaf ólögmæt, óháð sekt eða sýknu. Stefnendur lögðu hins vegar áherslu á að hin ólögmæta málsmeðferð frá öndverðu hefði valdið því að rangur dómur var kveðinn upp í málinu. Dóms í málinu er að vænta í næsta mánuði. n Það var ekki umbjóð- andi minn sem leiddi lögregluna á villigötur, það var lögreglan sem leiddi hann á villli- götur. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður ● Yfirlýsingar Guðjóns ekki Kristjáni að kenna Dómkröfur á hendur ríkinu: Guðjón Skarphéðinsson ............................................................. 1.305.780.170 kr. Dánarbú Tryggva Rúnars Leifssonar ....................................1.644.672.833 kr. Dánarbú Kristjáns Viðars Júlíussonar ..................................1.654.854.720 kr. Janúar 1980, Guðmundar- og Geirfinnsmál tekin fyrir í Hæstarétti. Einn sakborninga stígur út úr lögreglubíl. 10 Fréttir 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.