Fréttablaðið - 06.11.2021, Page 16

Fréttablaðið - 06.11.2021, Page 16
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Nú þegar ekki er lengur rifist um vísindin virðist hins vegar skorta traust, bæði milli leiðtoga stórþjóða sem og ríkra þjóða og fátækra. Við heimt- um meira, lesum fréttir um allt annað en yfir- vofandi endalok og fljótum sofandi, eins og Joe Biden, að feigðarósi – í eigin skólpi. Joe Biden sofnaði undir ræðum á loftslags- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Athygli forseta Bandaríkjanna er þó ekki sú eina sem sljóvgast þegar COP26 ber á góma. Aðstoðarritstjóri breska dagblaðsins The Times viðurkenndi að umfjöllun blaðsins um ráðstefnuna, sem nú fer fram í Glasgow, væri langt frá því að teljast til mest lesnu frétta þess. Frétt sama blaðs um málefni sem er lofts- laginu með öllu óviðkomandi, vakti hins vegar töluverða athygli í vikunni. Dómsmál sem miðaldra, atvinnulaus lögfræðingur höfðaði gegn foreldrum sínum var tekið fyrir við áfrýjunardómstól Englands. Hinn 41 árs Faiz Siddiqui krafðist þess að foreldrar hans yrðu skyldaðir til að greiða honum fram- færslustyrk út ævina. Foreldrar Faiz hafa staðið undir útgjöldum hans síðustu tvo ára- tugi og leyft honum að búa leigulaust í íbúð sem þau eiga í London. En þegar þau lækkuðu mánaðarlegt fjárframlag sitt til sonarins höfðaði hann mál á hendur þeim. Faiz sagði það móður hans og föður að kenna að hann hefði ánetjast gjöfum þeirra og lækkunin væri mannréttindabrot. Í eigin skólpi „Dómsdags-klukkuna vantar eina mínútu í miðnætti,“ sagði Boris Johnson, forsætis- ráðherra Bretlands, við upphaf COP26. Ekki skortir fögur fyrirheit á ráðstefnunni. Banda- ríkin ætla að leiða minnkun á metan-losun. Fjármálaráðherra Breta vill að London verði fyrsta kolefnishlutlausa fjármálamiðstöð heims. Fyrrverandi seðlabankastjóri full- yrðir að hópur einkafyrirtækja hyggist verja 130.000 milljörðum Bandaríkjadala til að ná fram kolefnishlutleysi. Ekki trúðu allir því að orðum myndu fylgja gjörðir. Fyrir utan ráðstefnuhöllina stóð baráttukonan Greta Thunberg. Hún sakaði þjóðarleiðtoga um krónískt aðgerðaleysi og sagði COP26 aðeins vera meira af „bla, bla, bla“. En er slík svartsýni á rökum reist? Kolefnisspor olíufyrirtækisins Shell er jafnstórt kolefnisspori Rússlands. Fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í viðtali við Breska ríkisútvarpið að Shell hygðist fjárfesta í endurnýjanlegri orku og vera orðið kolefnishlutlaust árið 2050. Fáir hafa þó trú á að fyrirtækið muni ná markmiðinu. Shell ráðgerir opnun nýrra olíusvæða og áætlar að fjárfesta fjórum sinnum meira í olíu- og gas- vinnslu á næsta ári en í endurnýjanlegri orku. Framkvæmdastjórinn gaf lítið fyrir gagnrýni og sagði að svo lengi sem eftirspurn væri eftir jarðefnaeldsneyti myndi Shell eða einhver annar verða við henni. Það eru þó ekki aðeins þeir sem lúta lögmálum um framboð og eftirspurn sem eru fastir í viðjum vanans. Boris Johnson er mikið í mun að COP26 verði fjöður í hatt hans. Stuttu fyrir ráðstefnuna kaus þing- flokkur hans þó með því að fyrirtækjum yrði leyft að losa óhreinsað skólp beint í sjó og ár. Því næst lækkaði ríkisstjórn hans álögur á innanlandsflug um 50 prósent. Eftir viðdvöl sína á COP26 flaug Boris með einkaflugvél til London til að ná í kvöldverðarboð með félögum sínum. Dómari við áfrýjunardómstól Englands vísaði máli Faiz Siddiqui frá. Hann sagði „langþjáðum“ foreldrum hans ekki bera laga- leg skylda til að láta undan „frekju“ sonarins. Lesendur The Times fóru háðskum orðum um Faiz í athugasemdakerfi blaðsins. Þeim væri þó hollt að líta sér nær. Faiz er við. Við erum Faiz. Rétt eins og Faiz Siddiqui ánetjaðist gjafmildi foreldra sinna höfum við ánetjast gjöfum jarðar. Þótt „langþjáð“ móðir náttúra kikni undan „frekju“ mannkynsins stöndum við ófor- skömmuð frammi fyrir hinum hinsta dómi. Við heimtum meira, lesum fréttir um allt annað en yfirvofandi endalok og fljótum sofandi, eins og Joe Biden, að feigðarósi – í eigin skólpi. n Bla, bla, bla Skortur á trausti Elín Hirst elinhirst @frettabladid.is Gríðarlegum fjárhæðum hefur verið varið af hálfu stórfyrirtækja og stjórnvalda ýmissa landa sem tengjast olíuviðskiptum til að tala loftslagsvísindi niður og draga þau í efa. Þetta minnir mjög á herferðir tóbaksfram- leiðenda á sínum tíma til að afvegaleiða fólk og telja því trú um að reykingar væru ekki hættu- legar heilsu manna. Steininn tók úr árið 2009, rétt fyrir COP15 loftslagsráðstefnu SÞ í Kaupmannahöfn, með svokölluðu Climategate. Brotist var inn í tölvu- póstkerfi þekktra vísindamanna í háskólanum í Austur-Anglíu. Þaðan var stolið gögnum og þau birt opinberlega í röngu samhengi, þannig að skilja mátti að vísindamennirnir efuðust sjálfir um heilindi eigin rannsókna. Climategate hafði þau áhrif, að margra mati, að COP15 skilaði litlum árangri og enn var slegið á frest að horfast í augu við loftslagsvandann. Í haust hlutu þrír loftslagsvísindamenn Nób- elsverðlaun í eðlisfræði; enn ein viðurkenning þess að loftslagsbreytingar af mannavöldum byggja á traustum vísindalegum grunni. Einnig liggur fyrir COP26 svört vísindaskýrsla, svo- kölluð IPCC skýrsla, samin af fremstu vísinda- mönnum um allan heim, um hvert stefnir. Það má fara allt aftur á 19. öld til þess að finna þess stað í vísindum að tengsl séu milli aukins magns CO2 í andrúmsloftinu og hlýnunar á Jörðinni. Við höfum vitað þetta í meira en 100 ár! Það hefur hins vegar komið mörgum á óvart hve vandinn er farinn að vaxa hratt; með þurrkum, gróðureldum, fellibyljum og flóðum um allan heim. Íbúar á Norður- og Austurlandi glímdu einmitt við afleiðingar loftslagsvárinnar vegna skriðufalla nýlega. Nú þegar ekki er lengur rifist um vísindin virðist hins vegar skorta traust, bæði milli leið- toga stórþjóða sem og ríkra þjóða og fátækra. Til merkis um samstöðuleysið mæta hvorki Pútín Rússlandsforseti né Xi Jinping forseti Kína á COP26, leiðtogar ríkja sem bera ábyrgð á um þriðjungi af allri losun gróðurhúsalofttegunda Glasgow-ráðstefnan hefur verið kölluð mikil- vægasta ráðstefna mannkyns. Þar verði þjóðar- leiðtogar að horfast í augu við vandann í eitt skipti fyrir öll og gera eitthvað róttækt ef ekki á illa að fara. Væntingar eru miklar um allan heim – ekki síst meðal ungs fólks sem mun innan fárra ára sitja uppi með ábyrgðina og afleiðingar þess ef ekki verður gripið í taumana á meðan enn er mögulegt að hefta þróunina. En því miður bendir flest til þess að COP26 standi ekki undir þeim væntingum; sem þýðir með öðrum orðum að núverandi heimsleiðtogar eru ekki að axla þá ábyrgð sem þeim ber skylda til. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 6. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.