Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2021, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 06.11.2021, Qupperneq 24
Undanfarin ár hefur lífið legið upp á við hjá Valdimari Guðmundssyni söngvara. Hann sleit sig úr viðjum slæms ávana, kynntist ástinni og eignaðist fjölskyldu. Þar að auki hefur hann haft nóg að gera í tónlistinni og hefur slegið í gegn í nýju hlaðvarpi. Söngvarinn Valdimar Guð- mundsson hefur í nógu að snúast þessa dagana en líf tónlistarfólks er hægt og bít- andi að komast í fyrra horf. Jólatónleikar eru fram undan, nýtt band, f leiri verkefni með hljóm- sveitinni Valdimar og nýtt hlað- varp. Hann segir faraldurinn ekki hafa bitið sig jafn fast atvinnulega séð og margt annað listafólk, því að hann hefur fengist við kennslu í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þá hefur hann einnig í nógu að snúast sem nýbakaður faðir. „Mér er búið að ganga merkilega vel þrátt fyrir að giggin hafi þurrk- ast upp í langan tíma. Ég hef haldið mér virkum,“ segir hann. Sonur Valdimars og unnustu hans, Önnu Bjarkar Sigurjónsdóttur hjúkrunarfræðings, er nú þriggja mánaða gamall. Mun hann fá nafn sitt á morgun, 7. nóvember. „Þetta er enn þá svo nýtt að ég á eftir að finna betur fyrir breyting- unum. En ég finn strax að forgangs- röðunin er orðin önnur en áður,“ segir Valdimar um hið nýja hlut- verk. Nú þegar hið hefðbundna líf tónlistarmannsins er að hefjast á ný, það er tónleikar á kvöldin og túrar um landið, sér hann fram á að það verði öðruvísi en áður. „Ætli maður verði ekki f ljótur að drífa sig heim eftir hvert gigg,“ segir hann. Kynntust á Tinder Valdimar og Anna kynntust á Tin- der, eins og mörg pör þessi miss- erin, en þau höfðu reyndar sést einu sinni áður við fremur óhefðbundnar aðstæður. „Ég var eiginlega alveg búinn að gefast upp á Tinder. Það var ekkert að gerast,“ segir hann um þennan tíma. „Síðan allt í einu poppaði upp þessi dama og ég ákvað að byrja að spjalla við hana. Þá kom í ljós að hún hafði fengið mig til þess að syngja í jarðarför afa hennar hálfu ári fyrr. Ég minntist þess þá vel að hafa séð hana þá, orðið heillaður og langað til að kynnast henni betur. Ætli örlögin hafi ekki raðað þessu svona upp?“ Valdimar segir barneignina hvorki hafa verið fyrir fram ákveðna né slys. Þau höfðu rætt þetta mikið og barneignin mátti gerast. Fæð- ingin gekk einnig vel. „Ég var orðinn svolítið stressaður eftir að hafa heyrt hryllingssögur af tveggja sólarhringa fæðingum. Þegar Anna sagði að við þyrftum að fara niður á fæðingardeild fór ég í annan heim og byrjaði að þramma um íbúðina til þess að reyna að muna eftir öllu sem við þurftum að taka með okkur. En svo tók þetta ekki nema tvo klukkutíma,“ segir hann. „Þetta var mikill hasar í stutt- an tíma. Ég reyndi að vera til staðar og aðallega að vera ekki fyrir.“ Aðspurður um hvort hann ætli að reyna að fá soninn til að fá áhuga á tónlist, eins og faðir hans gerði, segir Valdimar svo vera. Strákurinn verði þó að fá að finna sinn eigin farveg í lífinu. „Hann verður að minnsta kosti að halda með Kef lavík og Manchester United,“ segir Valdimar ákveðinn. Bitinn af strúti Í mars síðastliðnum byrjuðu Valdi- mar og gítarleikarinn Örn Eldjárn með hlaðvarpið Listamenn í Hljóð- kirkjunni. Fara þeir þar yfir sína topp 10 lista yfir sósur, bíla, tölvu- leiki, gítarsóló, kokteila, krydd og allt sem þeim dettur í hug að raða. Meira að segja sjálfum boðorðun- um. Hefur hlaðvarpið vakið athygli, einkum vegna þess hversu opnir og sjálfshæðnir stjórnendurnir eru. Sá ástina fyrst í jarðarför Valdimar fann ástina á Tinder þegar hann var eiginlega búinn að gefast upp á forritinu, en áður höfðu þau þó hist við mun sorglegri aðstæður. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Kristinn Haukur Guðnason kristinnhaukur @frettabladid.is  „Við Örn höfum þekkst síðan í Listaháskólanum þegar við vorum að læra tónsmíði,“ segir Valdimar en þeir hafa spilað mikið saman, einkum í hljómsveitinni Valdimar sem Örn gekk inn í. „Á ferðalögum okkar drepum við oft tímann með því að gera topp 10 lista og okkur datt í hug að einhverjum gæti þótt gaman að heyra þetta.“ Valdimar segir það ekki hafa verið meðvitað að vera svo opnir, meðal annars um vandræðaleg augnablik í sínu lífi. Þannig tali þeir vanalega sín á milli og eru ekkert að fela hvernig þeir eru. Rifjar Valdi- mar eina slíka sögu upp. „Eitt sinn, þegar ég var um sextán ára gamall, var ég að spila körfu- bolta með vini mínum og fékk bolt- ann fast beint framan á löngutöng. Fremsta kjúkan brotnaði og nöglin vísaði beint upp í loftið. Ég þurfti að fara beint til læknis sem dró nöglina út,“ segir Valdimar. „Nokkrum vikum seinna fórum við fjölskyldan út til Spánar. Þá var ég nýbúinn að losna við umbúðirn- ar af puttanum en enn þá aumur. Við fórum í safarí ferð þar sem voru strútar og leiðsögumaðurinn sýndi okkur hvernig við gætum gefið þeim brauð úr lófanum.“ Var Valdimar eitthvað smeykur við þetta en móðir hans eggjaði hann til þess að mata strútinn fyrir myndatöku. „Ég lét til leiðast og auðvitað beit strúturinn í brotna puttann,“ segir hann. „Þetta var bæði svo sárt og mér brá svo mikið að ég fór að hágráta, orðinn hálffullorðinn. Í hópnum okkar var líka stelpa á mínum aldri sem gerði þetta atvik allt helmingi verra og vandræða- legra.“ Sveif í gegnum skólann Valdimar segist hafa verið hlédræg- ur og feiminn sem strákur í Kefla- vík. Sonur kennaranna Sveindísar Valdimarsdóttur og Guðmundar Hermannssonar, sem nú eru skilin. Guðmundur var áður fyrr í hljóm- sveitum og hefur einnig troðið upp með skemmtara. Eina eldri systur á Valdimar, Sylvíu að nafni. Á grunn- skólaárunum var Valdimar ekki mjög virkur í félagslífinu en átti nokkra góða vini. „Ég var ekki óhamingjusamur sem barn og mér var ekki strítt í skólanum, að minnsta kosti ekki alvarlega. Ég hafði mikinn áhuga á tónlist og æfði körfubolta,“ segir hann. 24 Helgin 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.