Fréttablaðið - 06.11.2021, Síða 28

Fréttablaðið - 06.11.2021, Síða 28
Ég hætti að geta farið út úr húsi. Ég lokaði mig inni og leið eins og að allir sæju ein- hverja ofbeldis- manneskju í mér. Birgitta Jónsdóttir, fyrrver- andi þingmaður og stofnandi Pírata, lifir undir fátæktar- mörkum. Hún leggur spilin á borðið í uppgjöri við erfiða reynslu. Tilbúin að takast á við nýja framtíð. Sól skín á glugga Mokka þegar við mælum okkur mót. En við hefjum sögu í húminu. Það kom fram í Lifðu núna árið 2019 að þú lifðir við kröpp kjör. Lifirðu undir fátæktar- mörkum? „Já, eins og er. Ég er að klára síð- asta mánuðinn minn hjá VIRK og fæ um 220.000 krónur í styrk á mánuði. Ég seldi íbúðina og fékk milligjöf sem ég hef notað til að brúa bilið. Ég er samt ekki að svelta.“ Þurftirðu að selja íbúðina vegna fjárhagserfiðleika? „Já. Það er allt í lagi, ég hef aldrei gefið mikið fyrir efnisleg gæði og hef aldrei átt mikla peninga en ég hef eignast mikinn tíma upp á síð- kastið sem ég hef reynt að nota vel.“ Löng og ströng áfallasaga Áfallasaga Birgittu er löng. Manns- hvörf, sjálfsvíg og veikindi hafa varðað lífsbrautina eins og hún hefur áður rætt á opinberum vett- vangi. „Þessi tími undanfarið var ekki fyrsti stóri lærdómurinn, mér hefur alla tíð verið gefið ótrúlega ríkt líf af reynslu og ég hef reynt að taka þá reynslu með mér inn í opinber störf. Ég er þannig manneskja að ég get ekki barist bara fyrir mér. Ég verð líka að berjast fyrir öðrum.“ Vinsælasti flokkur landsins Birgitta lenti í kulnun eða „burnout“ eins og hún kallar það en áður hafði hún unnið þrotlaust árum saman og sigrarnir voru margir. Hún sett- ist á þing árið 2009 með stofnun Borgarahreyfingarinnar. Árið 2012 tilkynnti hún um stofnun Pírata. Píratar fengu í fyrstu þingkosn- ingum 5,1 prósent en urðu skömmu síðar vinsælasta stjórnmálahreyf- ing landsins. Í apríl 2015 mældust Píratar í skoðanakönnun MMR með 32 prósenta fylgi. Birgitta var mjög áberandi á þessum tíma, bæði innan sem utan landsteinanna. Margir þökkuðu fylgismælingarnar og jákvætt viðmót fjölmargra lands- manna gagnvart Pírötum ekki síst frammistöðu hennar. „Auðvitað er alveg ljóst að þessi f lokkur hefði aldrei komist inn á þing ef ég hefði ekki leitt hann,“ segir Birgitta. Sjálfstæðismenn fóru á taugum „En í dag hef ur gr unnurinn gleymst,“ bætir hún við og minnir á að aðaltilgangurinn með stofnun f lokksins hafi verið tillaga um að styrkja fjórða valdið, fjölmiðla, svo þeir gætu flutt viðkvæmar fréttir af málum sem valdhafar vilja ekki að séu fluttar. „Það var meginmarkmiðið með stofnun Pírata. Svo lendum við í því að þessi f lokkur verður rosa vin- sæll. Í heilt ár mældumst við stærsti f lokkurinn í skoðanakönnun, það var í fyrsta skipti sem Sjálfstæðis- f lokkurinn upplifði raunverulega ógn og þetta fór rosalega í taugarnar á þeim, þeir urðu mjög hræddir,“ segir hún, hnykkir hárinu til og hlær. Tilkynnt að tíminn væri liðinn Hvað gerðist í aðdraganda þeirrar ákvörðunar að þú ákvaðst að segja skilið við stjórnmálin? „Þegar til óvæntu kosninganna 2017 kom, reyndi ég mjög mikið að fá Katrínu [Jakobsdóttur] og fleiri til að skipa bráðabirgðastjórn og klára fjárlögin.“ Hún heldur áfram: „En það voru þarna Halldór Auðar og fleiri sem höfðu verið í borgar- stjórn. Þeir sögðu að ég hefði verið á þingi tvö kjörtímabil, þeir tóku með kjörtímabilið sem ég hafði setið fyrir annan flokk. Þeir sögðu að í stefnu Pírata segði að ég gæti ekki farið oftar fram.“ Eyddi árum í að hugsa: Hvað gerði ég rangt? Birgitta segist fyrst nú hafa fengið áfallahjálp, en saga hennar er mörkuð mannshvörfum og miklum áskorunum. Hún segist ótrúlega þakklát fyrir að Píeta samtökin séu til. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Björn Þorláksson bth @frettabladid.is Var þér tilkynnt þetta með sam- tali? „Nei, þetta var bara sett fram á Pírataspjallinu á Facebook að ég gæti ekki haldið áfram. Ég hefði auðvitað getað tekið þennan slag en komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti ekki haldið áfram þing- mennsku þar sem eitthvert x hlut- fall af flokknum vildi ekki hafa mig áfram.“ Ætlaði að starfa með grasrótinni Hvernig upplifun var það fyrir stofn- anda flokksins að vera ýtt út? „Ég var tilbúin að stíga til hliðar, ég var búin að vera í 400 prósenta vinnu árum saman og hafði náð meiri árangri í alþjóðastarfi en kannski allir aðrir þingmenn nema kannski Ólafur Ragnar Grímsson. Ég hugsaði: Ókei, ég vinn bara áfram í grasrótinni og hjálpa til við kosn- ingabaráttuna. En það hafði skapast einhver valdabarátta og ég er engin valda- baráttutýpa,“ bætir hún við. Það hafi farið illa í suma Pírata þegar erlendir fjölmiðlar höfðu þrástagast á að hún væri leiðtogi Pírata og forsætisráð- herraefni þótt hún hefði sagt þess- um fjölmiðlum að flokkurinn væri með flatan strúktúr. „Þau fóru fram á þegar ég var í stjórnarmyndunarviðræðum með óreyndu fólki í þingflokknum að ég skrifaði þessum fjölmiðlum og segði þeim að ég væri ekki leiðtogi. Það var alls konar svona skrýtin dýna- mík sem ég upplifði sem hreinan tittlingaskít. Við höfðum fengið svo sterkt umboð, margir áttuðu sig ekki á hvað ég þurfti að hafa mikið fyrir því að fá stjórnarmyndunarumboð- ið, það þurfti að sannfæra Benedikt [Jóhannesson í Viðreisn] og fleiri.“ Heiðurssætið fauk eftir hálftíma „Ég eyddi tveimur árum í að hugsa: Hvað gerði ég rangt? En það varð allavega ljóst að ég passaði ekki lengur inn í þennan hóp,“ segir Birgitta. Þú sagðir að þú hefðir ætlað að vinna í grasrótinni. Hvað gerist svo? „Ég dreg mig út úr kosningabarátt- unni en svo fara að gerast alls konar skrýtnir hlutir. Alexandra Briem hringir í mig og býður mér heiðurs- sæti á lista sem ég þigg. Svo hringir hún hálftíma seinna aftur og segir þá að hún hafi ekki mátt bjóða mér sætið, allt í einu átti Elísabet Jökuls að fá heiðurssætið og ég hvergi á lista.“ Höfnun? Áfall? „Mikil höfnun og ég varð ringluð, því enginn sagði upphátt við mig: Við viljum ekki hafa þig með. En mér var ekki falið neitt hlutverk í kosningabaráttunni þannig að ég fór að hugsa að það væri sennilega best að ég myndi draga mig alveg út. Ég trigg eraði greinilega fólk.“ Vænd um ofbeldi Veistu af hverju þetta fór svona? „Nei, ég veit ekki enn af hverju. Það eru margir sem hafa reynt að fá svör frá Helga Hrafni um af hverju hann vændi mig um að vera ofbeldismanneskja. Ég var vænd um að vera ofbeldismanneskja og það fékk mikið á mig því ég er búddisti og stunda prógramm sem gengur út á að maður gangist við misgjörðum ef þær verða.“ Hvað áttu við? „Þetta sem Þórhildur Sunna dró fram á þessum fundi og ég hafði beðist afsökunar á, ég tek ákveðið spor strax. Síðan bað ég hana líka afsökunar fyrir framan þingflokk- inn.“ Las í óleyfi trúnaðargögn Til hvers ertu að vísa? „Á lokadögum þingsins var verið að klára mjög hratt alls konar mál og meðal annars ríkisborgaramál. Það er oft þannig að þeir sem sækja um ríkisborgararétt setja sig í samband við þingmenn, þeir hafa kannski lent í einhverju svona rugli, ekið of hratt, fengið einn punkt eða vita ekki eitthvað og biðja um skilning. Þessi hafði átt íslenska dóttur og alltaf lent á milli einhvern veginn. Ég var eitthvað að hugsa og reyna að hjálpa honum en sá að nafnið hans var komið en svo var eins og að það væri eitthvert annað nafn og ég hélt að það væri einhver misskilningur og þá stóð á borðinu taskan hennar Þórhildar með skjölunum um hverjir þetta voru. Ég kíkti á það af því að atkvæðagreiðsla var að byrja og hún var föst á fundi. Ég átti auð- vitað ekki að gera þetta, þetta voru trúnaðargögn.“ Birgitta segist hafa reynt að bæta fyrir brot sitt. „Ég baðst afsökunar, bæði Þór- hildi Sunnu og þingf lokkinn og reyndi að bæta fyrir en hún upp- lifði að ég hefði brotið á henni og ég gengst við því. En þetta er eina málið þar sem ég veit til að ég hafi gert eitt- hvað af mér.“ Flati strúktúrinn ekki gallalaus Það virðist reyna á Birgittu að rifja þetta upp. Við súpum á kaffinu í vaxandi kliði en nokkrum spurn- ingum er kannski enn ósvarað. Nú voru Píratar stofnaðir með flatan strúktúr að leiðarljósi … „… já, að minni tillögu.“ Upplifðirðu á þessum tíma að kannski hefði verið betra þrátt fyrir allt að hafa fastara skipulag? „Já, í retróspekt held ég að fólk sé ekki tilbúið fyrir flatan strúktúr.“ Myndirðu orða það þannig að hinum flata strúktúr hefði tekist að fremja ákveðið valdarán á þessum tíma? „Nei, alls ekki. Minn tími var 28 Helgin 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.