Fréttablaðið - 06.11.2021, Side 30

Fréttablaðið - 06.11.2021, Side 30
búinn. Ég er komin á þann stað að ég hef hreinsað út þau neikvæðu áhrif sem þetta hafði á mig. Ég upp- lifi mig hlutlausa í dag gagnvart því sem gerðist og máttur fyrirgefning- arinnar er gríðarlega mikill.“ Vinsældirnar verstar En þú misstir heilsuna. „Já, en ég var veik fyrir af því að ég hafði lagt of mikið á mig.“ Hrakaði heilsunni hjá þér strax eftir þessu miklu átök? „Það voru átök miklu fyrr, átök allan tímann. Ég var alltaf að svara fyrir fólk sem ég þekkti ekki og það versta sem kom fyrir þennan f lokk var að verða svona vinsæll, því þá færðu alls konar fólk inn í grasrótina sem er ekki í neinum tengslum við grunninn, hvaðan við sprettum. Það fara að skapast alls konar kjaftasögur og svo fer fólk að setja á mig valdatitil. Ég var vænd um valdboð sem var aldrei til staðar.“ Óvild af hálfu elítunnar Leiddu þessi uppsöfnuðu átök til veikindanna? „Ég var bara búin að klára öll batteríin.“ Hún bætir við: „Ég á fullt af vinum innan Pírata og reyndi alltaf að halda eðlilegum samskiptum. En svo bættist við að ég var beðin um að koma í trúnaðarráð og leysa úr erfiðum málum. Þá kom í ljós hve rosaleg óvild var farin að ríkja í minn garð hjá elítunni í f lokknum.“ Elítunni? „Já, fólki með völd gagnvart óbreyttum. Það hefði verið lang- heiðarlegast ef Helgi Hrafn hefði bara hringt í mig og sagt: Við vilj- um ekki hafa þig með.“ Lokaði sig inni Eins og áður kom fram hefur Birg- itta fengið aðstoð hjá VIRK. Hún einangraði sjálfa sig um tíma. Konan sem hafði verið daglega í fréttum um árabil hreinlega hvarf af sjónar- sviðinu. „Ég hætti að geta farið út úr húsi. Ég lokaði mig inni og leið eins og að allir sæju einhverja of beldis- manneskju í mér. Ég hef alltaf haft lítið sjálfsmat, ég hef alltaf átt erfitt með að taka við hinu jákvæða ef fólk segir eitthvað gott um mig, ég hlusta frekar á það neikvæða sem sagt er um mig og verð hissa ef ein- hver segir eitthvað fallegt um mig.“ Birgitta rifjar í þessu samhengi upp áföll fyrri tíma, sjálfsvíg í fjöl- skyldunni og f leira alvarlegt sem fæstir þurfa að upplifa. „Ég hef aldrei fengið áfallahjálp, ekki fyrr en nú. Ég er ótrúlega þakk- lát fyrir að Píeta samtökin séu til og þetta mál með Pírata er í raun ekki stórt í samhenginu. Ég brann út af því að ég fór óvarlega með mína orku, ég vann of mikið, kunni ekki að segja nei og ég tek fulla ábyrgð á því.“ Hvað lokaðirðu þig lengi inni? „Ég veit það ekki alveg. En ég var bara glöð þegar Covid kom,“ svarar hún og brosir. „Ég bara vissi ekkert hvernig ég ætti að vera innan um annað fólk í dálítinn tíma. Þegar maður fær svona stimpil á sig, að vera of beldismanneskja, þá tekur það á. Þú verður að athuga að Helgi Hrafn hafði fengið þann titil að vera vinsælasti þingmaður Íslands og fólk fékk áfall, að hann skyldi hafa ráðist svona á mig.“ Verstu álögin að vera þekktur Heldurðu að það sé erfiðara fyrir svo opinbera og þjóðþekkta persónu sem þig að missa heilsuna og leita aðstoð- ar en lítt þekkta einstaklinga úr hópi almennings? „Ég gleymi því alltaf að einhver viti hver ég er,“ svarar hún, kannski bæði í gríni og alvöru. „En ef ég ætti óvin og vildi setja á hann slæm álög myndi ég óska honum þess að verða heimsþekkt- ur,“ bætir hún við. Krefst meira hugrekkis fyrir hina þekktu að leita sér hjálpar? „Nei, ekki finnst mér það, en ég þori ekki að sækja um vinnu, ég er svo hrædd við höfnun. Það er líka svo erfitt þegar það kemur fram í fjölmiðlum að Birgitta sótti um vinnu en fékk ekki. Þess vegna bý ég til mínar eigin hugmyndir og reyni að framkvæma þær.“ Kona fjölmarga hatta Ljóðskáldið Birgitta, listamaðurinn Birgitta, móðirin sem berst fyrir hag barna sem hafa glímt við áskoranir og fallið niður um sprungur á kerf- inu, einn áhrifamesti stjórnmála- maður síðari tíma sem stofnaði tvo flokka og kveikti nýja von í hjörtum margra, allt þetta er Birgitta. Það er auðvelt að skilja að slíkir samfélags- brimbrjótar geti kiknað undan álagi. „Allir fá sinn öldudal og ég er viss um að við getum öll komist upp úr þeim dal en við þurfum að gera það sjálf og þá ekki síst með því að biðja um aðstoð frá öðrum.“ Er það lykillærdómur? „Það skiptir mjög miklu máli að við komust á þann stað að sjá hvað við getum lært af áföllum. Hvernig við getum tekið ábyrgð á eigin líðan.“ Stigin út úr hellinum Birgitta segist svo heppin að hafa unnið mikið með fólki erlendis sem sér hana eins og hún er. „Það sér hæfileika mína, þekkingu og reynslu. Ég hef fengið tækifæri til að vinna með frábæru fólki, miðla áfram reynslu, þekkingu og styrk í alls konar málum. Ein ástæða þess að ég hef verið algjörlega ósýnileg síðustu ár er að ég hef passað mig á hverju ég deili vegna þess að ég hef ekki viljað athygli fjölmiðla um skeið. En ég er aðgengileg manneskja þegar ég kem út úr helli mínum.“ Þú ert að stíga fram á ný? „Já, og það er svo skemmtilegt að ég átti vinkonu þegar ég var 14 ára, við vorum samlokur. Svo skildi leiðir. Ég fór á Núp og svo hittumst við aftur núna og náðum rosalega vel saman. Við vorum báðar að vinna úr burnouti, og náðum að efla styrkleika hvor annarrar. Hún er mikið náttúrubarn, fer mikið í sund eins og ég er búin að uppgötva að hjálpar mér líka og það að vinna með henni hjálpaði mér rosalega. Bæði það og sjálfsvinna með öðru fólki sem er á öðrum stað í lífinu og nota bene, það kostar ekkert að taka þátt í svona endurhæfingu. Ég er aftur komin á þann stað að vita hvað kveikir í mér.“ Langar að verða þingfréttaritari Og hvað er það sem kveikir helst í þér núna? „Ég fór að hugsa að mér hefur alltaf þótt vænt um stofnunina Alþingi, þótt vænt um hugmyndina um Alþingi eins og mér þykir vænt um hugmyndina um nýja stjórnar- skrá. Ég fór að hugsa hvað það væri skrýtið að það væri bara einn þing- fréttaritari hér á landi, sem gerir líka einhverja matreiðsluþætti og hefur tengsl við embættismannakerfið. Það var enginn niðri í þinghúsi nema þegar hálftími hálfvitanna stóð yfir [umræður um störf þings- ins] eins og fyrrverandi samflokks- maður minn kallaði það. Það vantar óháðan þingfréttaritara þannig að ég er núna að fara að ganga í alla f lokkana svo ég fái bréf frá þeim. Mig langar að vera rosa mikið niðri í þinghúsi, langar að tala við alla þessa nýju þingmenn, vera líka með visst aðhald. Það er ekki bara það sem gerist innan ráðuneytanna sem skiptir máli.“ Ertu komin svo langt að sjá fyrir þér vettvang til að miðla störfum þingfréttaritara? „Ég er að byrja að ræða við rit- stjóra og er að fá lánaða dóm- greind. Það væri best að gera þetta í samstarfi við fjölmiðil, ég á ennþá gamlan blaðamannapassa en veit ekki hvort hann er gildur ennþá.“ Heimildarmynd í bígerð Fleira er á döfinni. Heimildarmynd um Birgittu. „Það er verið að klára heimildar- mynd um mig sem hefur verið rosa- lega lengi í vinnslu. Hún er núna komin niður í fjóra tíma, og það hafa alls konar sérfræðingar komið að henni. Konan sem er að gera þessa mynd fékk Óskarsverðlaun. Hún ætti að koma út á næsta ári.“ Verður myndin um allt þitt líf? „Nei, bara verkin mín. Ég er með fullt fang af tengingum erlendis frá, mikla þekkingu, heilan fjársjóð. Mig langar að gefa þjóðinni þetta en passa hvergi inn. Ég er sjálfmenntuð og núna er ég algjörlega sátt við það. Ég vil vera öðruvísi.“ ■ Birgitta horfir bjartsýn til framtíðar eftir að hafa klárað öll batteríin. Hún segir mikla vinnu að baki. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Ég er aftur komin á þann stað að vita hvað kveikir í mér. Fjölgum íbúðum fyrir tekju- og eignalága Stofnframlög Opið fyrir umsóknir um stofnframlög Auglýst er eftir umsóknum í seinni úthlutun fyrir árið 2021 um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020. Markmið laga um almennar íbúðir er að bæta húsnæðisöryggi þeirra sem eru undir tekju- og eignamörkum við upphaf leigu. Stofnframlög eru veitt til byggingar og kaupa á almennum íbúðum. Umsóknarfrestur lengdur til 22. nóvember 2021 Umsóknum skal skila inn á rafrænu formi á heimasíðu HMS. Til þess að hægt sé að meta umsókn þurfa öll gögn skv. 14. gr. reglugerðar nr. 183/2020 að skila sér innan umsóknarfrests. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, www.hms.is. hms.isBorgartúni 21, 105 Rvk - Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki 30 Helgin 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.