Fréttablaðið - 06.11.2021, Page 78

Fréttablaðið - 06.11.2021, Page 78
Kayakklúbburinn er fertugur í dag. Formaður félagsins vonast eftir skjótum bata fyrir hátíðar- höldin. arnartomas@frettabladid.is Kajak-menning á Íslandi hefur hert róðurinn á undanförnum árum og í dag fagnar Kayakklúbburinn fertugsaf- mæli sínu. Guðni Páll Viktorsson for- maður klúbbsins sá sér fært að svara spurningum Fréttablaðsins, þrátt fyrir að vera hundveikur. „Við erum í rauninni orðin fjörutíu ára en höfum verið að fresta þessu endur- tekið í samræmi við takmarkanir í sam- félaginu,“ segir hann. „Vonandi náum við að láta þetta ganga núna.“ Frá því að klúbburinn var stofnaður hefur hann stækkað jafnt og þétt, en Guðni Páll segir að það hafi þó ekki orðið gríðarleg sprenging eins og í sam- bærilegu útivistarsporti. „Í dag telur klúbburinn um 350 meðlimi, sem gerir okkur að einu stærsta félagi innan Sigl- ingasambands Íslands,“ segir hann. „Svo er auðvitað misjafnt hve virkir meðlim- irnir eru.“ Þótt vinsældir sportsins fari vaxandi segir Guðni Páll ólíklegt að kajakinn leysi einkabílinn af hólmi í bráð. „Ég held við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af því í bili.“ Ólík sjónarhorn Að kaupa nýjan kajak getur verið fjár- festing sem hleypur á nokkur hundruð þúsundum en Guðni Páll segir langbest fyrir áhugasama að kíkja á byrjenda- námskeið. „Það er best að taka fyrstu skrefin undir handleiðslu og spyrja nóg af spurningum,“ segir hann. „Það er alltaf hægt að byrja á kajak, en það þarf auðvitað ákveðinn stofnpakka til að gera hlutina vel.“ Sjálfur segir Guðni Páll að náttúran frá nýjum vinklum sé eitt það helsta sem heilli sig við sportið. „Fyrir mig er þetta fyrst og fremst ferðamennskan, að geta ferðast um landið og séð staði sem aðrir hafa kannski ekki tækifæri til að sjá,“ segir hann. „Það er allt annað að sjá landið frá sjó heldur en að labba um það eða keyra.“ Í kvöld munu meðlimir klúbbsins fagna tímamótunum með tilheyrandi róðri, afmælisköku og hraðprófum. Guðni Páll er vongóður um að hann nái bata fyrir veisluhöldin. „Það er allt reynt,“ segir hann, spurður hvort hann sé ekki ábyggilega duglegur að taka Frískamín til að ná bata. „Sem formaður vona ég auðvitað að ég verði orðinn góður, en ef ekki þá er það bara þannig. Maður tekur enga sénsa.“ n Það er allt annað að sjá landið frá sjó heldur en að labba um það eða keyra. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Árna Marinóssonar Lundi 3, 200 Kópavogi. Sérstakar þakkir til Elínar Önnu, Guðmundar Rúnarssonar og starfsfólks 11G, einnig starfsfólks HERU og líknardeildar Landspítalans fyrir einstaka ljúfmennsku og stuðning. Halla Valdís Friðbertsdóttir Berglind Árnadóttir Kristján Kristjánsson Magnea Árnadóttir Ásgeir Örn Ásgeirsson Marinó Einar Árnason Iwona Posiadala og barnabörn. Sími · 567 9110 · utfarir@utfarir.is · www.utfarir.is Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir síðan 1996 Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Kayakklúbburinn á stórafmæli Meðlimir í Kayakklúbbnum eru um 350 í dag. MYND/AÐSEND 1796 Dómkirkjan í Reykjavík vígð. Hún var 8 ár í byggingu og var endurbyggð 1848 og endurbætur gerðar 1879. 1796 Katrín mikla Rússakeisaraynja deyr og Páll I., sonur hennar, verður keisari. 1860 Abraham Lincoln kjörinn Bandaríkjaforseti. 1864 Bókasafn Akraness stofnað. 1975 Þrjú hundruð þúsund sjálfboðaliðar ganga frá Marokkó til Vestur-Sahara til stuðnings við tilkall Marokkó til þessarar fyrrverandi nýlendu Spánar. 1984 Ronald Reagan sigrar Walter Mondale með yfir- burðum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. 1989 Fyrsti fundur í Efnahagssamstarfi Asíu- og Kyrra- hafsríkjanna haldinn í Ástralíu. 1994 Tugir farast í flóðum í Piemonte á Ítalíu. Merkisatburðir Norræna húsið býður í dag upp á erindi þar sem fornmál eru skoðuð í samhengi við vinsælt sjónvarpsefni. Norsku HBO þættirnir Beforeigners fengu góðar viðtökur áhorfenda og er önnur sería þáttanna í bígerð, sem er væntanleg um næstu jól. Leikararnir í þáttunum eru flestir frá Norðurlöndun- um og meðal þeirra eru Jóhannes Haukur Jóhannesson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. Í þáttunum er fólk úr fortíðinni skyndi- lega fært inn í nútímann og þarf að takast á við nýjan veruleika. Til þess að fanga tungumál fólks fyrr á öldum á sem nákvæmastan hátt var kallað eftir vinnu málvísindamanna, enda mikil fræði þar á bak við. Málvísindamaðurinn Alexander Lykke hefur unnið við endursköpun talmáls frá steinöld, víkingaöld og 19. öld og mun flytja stutt erindi um verkefnið. Þá mun Ellert Þór Jóhannesson rannsóknarlektor koma á vegum Árnastofnunar, en við- fangsefni rannsókna hans eru helst á sviði orðabókarfræða með áherslu á íslenska málsögu. Viðburðurinn hefst klukkan 16 í dag og er aðgangur ókeypis. Fornnorræna og HBO Önnur sería af Beforeigners er væntanleg um næstu jól. 38 Tímamót 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐTÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 6. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.