Fréttablaðið - 06.11.2021, Side 88

Fréttablaðið - 06.11.2021, Side 88
Fyrir galdur skáld- skaparins var sérstak- lega gaman að geta hoppað frá glæsi- höllum og strætum Kaupmannahafnar og vestur í Breiðafjörð og svæðið þar í kring með bókstaflega einu pennastriki. Sigurverkið er nýjasta skáld- saga Arnaldar Indriðasonar, söguleg skáldsaga sem gerist á Vestfjörðum og í Kaup- mannahöfn á 18. öld. Arnaldur er gríðarlega vinsæll glæpasagnahöfundur, með dyggan aðdáendahóp, og hefur sent frá sér eina glæpasögu á ári í fjöldamörg ár. Hann er spurður hvort hann sé ekki að taka vissa áhættu með þessari nýju bók. „Sjálfsagt er maður að taka ein- hverja áhættu, ég hef bara ekki mikið pælt í því,“ segir hann. „Þetta söguefni kom til mín mjög skyndi- lega og ég afréð að láta reyna á að skrifa upp úr því sögulega skáld- sögu. Þótt tímabilið sem ég skrifa um og söguefnið sé frábrugðið öðrum bókum mínum hef ég alltaf reynt að senda frá mér sæmilegar bókmenntir og ég hef tekist á við margt af því sem Sigurverkið fjallar um í mínum glæpasögum. Þannig að stökkið fyrir mig var ekki svo stórt. Það eru margir aðrir en ég sjálfur hissa á þessum vendingum.“ Sagnfræði og skáldskapur Aðalpersóna bókarinnar er Jón Sívertsen úrsmiður sem segir Dan- konungi, Kristjáni VII, dapurlega örlagasögu föður síns, Sigurðar, og ráðskonu hans, Guðrúnar, sem voru tekin af lífi. Þess má geta að minnisvarði um Guðrúnu er við Mikladalsá við Patreksfjörð þar sem henni var drekkt. „Ég rakst á nafn Jóns Sívertsens úrsmiðs í Kaupmannahöfn í Árbók Ferðafélags Íslands síðasta sumar og þekkti það frá Birni Th. Björnssyni þar sem hann skrifaði um Íslend- inga í Kaupmannahöfn. Í Árbókinni sá ég að Jón tengdist ákveðnu dóms- máli frá miðri átjándu öld vestur við Breiðafjörð þannig að það var fyrst og fremst söguefnið sem réð þessu ferðalagi. Hann hefur að líkindum gert við þessa glæsiklukku sem er í forgrunni sögunnar þótt hann hafi Söguefnið réð ferðalaginu Það eru margir aðrir en ég sjálfur hissa á þessum vendingum, segir Arnaldur. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is sennilega aldrei stigið fæti inn í Kristjánsborgarhöll.“ Arnaldur segist hafa þurft að leggja í töluverða rannsóknar- vinnu vegna bókarinnar. „Ég er ekki óvanur henni í mínum störfum sem rithöfundur auk þess sem ég er með próf í sagnfræði svo að það er bara mjög skemmtilegur hluti af vinnunni. Það er heilmikil sagn- fræði í Sigurverkinu en fyrst og fremst er bókin auðvitað skáldskap- ur og fyrir galdur skáldskaparins var sérstaklega gaman að geta hoppað frá glæsihöllum og strætum Kaup- mannahafnar og vestur í Breiða- fjörð og svæðið þar í kring með bók- staflega einu pennastriki.“ Læsilegur texti Í Sigurverkinu stíga fram sögulegar persónur, eins og konungurinn og Eggert Ólafsson, skáld og náttúru- fræðingur. „Þegar maður skrifar um slíkar sögulegar persónur fer maður á stúfana og kynnir sér hverjar þær voru og hvernig þær lifðu og hugs- uðu og reynir að nýta sér það en það má ekki vera þvingað eða ofhlaðið í textanum. Einhver mikil þekking- aratriði mega ekki skyggja á drama- tíska byggingu. Maður notar ekki nema lítinn hluta af sögu þeirra í svona skáldverki og auðvitað aðeins það sem hentar ramma sögunnar. Í tilviki kóngsins fannst mér áhuga- vert samband hans og líf læknis hans, Johanns Struensee. Í tilfelli Eggerts vildi ég laða fram upp- lýsingamanninn sem var langt á undan öðrum hér í allri veraldlegri hugsun,“ segir Arnaldur. Bókin er afar læsileg og þar fyrnir Arnaldur málið ekki svo mjög, eins og kannski hefði verið freistandi. „Ég leitast við að fyrna málið upp að vissu marki en forðast í leiðinni að hafa það of stirðbusalegt eða til- gerðarlegt. Ég vildi búa til læsilegan texta sem hefði skírskotun í fortíð- ina og næði því andrúmslofti sem við kannski teljum að eigi við um þessa tíma og gera það með þeim hætti að textinn rynni vel og væri auðskilinn.“ Ofbeldi vandmeðfarið Sigurverkið er saga um skelfilega atburði og þar er frásögn af aftöku sem hlýtur að taka á lesendur. Arn- aldur er spurður hvort einhverjir kaflar hafi tekið á hann þegar hann var að skrifa þá. „Vissulega, en ég reyni líka að létta andrúmsloftið, sérstaklega með lýsingu á samskiptum úrsmiðs- ins og kóngsins í Kristjánsborgar- höll,“ segir hann. „Suma kafla var erfitt að skrifa og þeir þurftu mikla yfirlegu vegna þess að of beldi er vandmeðfarið í skáldskap. Þetta átti sérstaklega við um aftöku Guð- rúnar Valdadóttur. Það voru tveir kaflar sem var mjög erfitt að setja frá sér en ég vildi vera trúr munn- mælunum og því sem haldið var að gerst hefði þann dag og þá er engrar undankomu auðið. Að öðru leytinu var gaman að skrifa margt í þessari sögu og sérstaklega sumt af því sem gerist í Kaupmannahöfn.“ Í glæpasögum Arnaldar hefur alltaf mátt greina sterka samúð með einstaklingum sem eru beittir of beldi og andúð á þeim sem taka sér vald yfir öðrum. Spurður hvort þetta sé ekki einnig afar áberandi í þessari sögu segir Arnaldur: „Bækur mínar snúast oft um valdaleysi þolandans og langtímaáhrifin sem gerandinn hefur á hann. Ég vona að í þeim sé víða að finna samúð með þeim sem brotið er á og eiga um sárt að binda og fá ef til vill ekki réttlætinu fullnægt en þurfa að búa við afleiðingar ofbeldis og kúgunar og óréttlætis. Ég vona að Sigurverkið varpi ljósi á óréttlætið í sinni verstu mynd.“ Áfram með Konráð Á hann von á því að eiga eftir að skrifa fleiri skáldsögur sem eru ekki glæpasögur? „Ég er ekki með neinar slíkar bækur í undirbúningi,“ segir hann. „Núna held ég áfram að segja sögu Konráðs, lögreglumannsins í síðustu bókum mínum. Ég á enn eftir að gera nákvæmari grein fyrir þeim málum sem hann hefur haft í sigtinu að undanförnu og ég á enn eftir að átta mig á persónunni til fulls, svo það er næst á dagskrá. Það er þó aldrei að vita hvað gerist ef reka á fjörur manns karakterar í lík- ingu við úrsmiðinn og kónginn.“ n 48 Menning 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 6. nóvember 2021 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.