Fréttablaðið - 06.11.2021, Page 90

Fréttablaðið - 06.11.2021, Page 90
En það verður að vera líf í textanum, maður verður að hleypa gandinum á skeið, en gæta þess þó að girða gandreið- ina af. Sextíu kíló af kjaftshöggum, ný skáldsaga Hallgríms Helga- sonar, er framhald af bók hans Sextíu kíló af sólskini sem fékk Íslensku bókmennta- verðlaunin á sínum tíma. Þessi nýja bók spannar árin 1903 til 1918. Aðalpersónan, Gestur Eilífs- son, er átján ára í byrjun bókar og þrítugur í lokin. „Þessi ár voru ævin- týralegur tími í sögu landsins, allt var hægt og allt að gerast, og ekkert þurfti að fara í gegnum Reykjavík,“ segir Hallgrímur. „Þetta er áfram saga af fátæku fólki sem er að berjast fyrir sig og sína. Gestur er orðinn fyr- irvinna fimm manna heimilis. Hann eygir hins vegar tækifæri þegar hinir glæsilegu Eviger-bræður vilja kaupa gömlu jörðina þeirra, þá sem eydd- ist í snjóflóði. Fósturfaðir Gests, Lási gamli, vill hins vegar alls ekki selja. „Maður selur ekki ógæfu sína.“ Þarna takast á fortíðin og framtíðin. Í þessari bók er líka nokkuð um ástir og kynlíf, því nú er Gestur kominn á sokkabandsaldurinn, og líka slagsmál, eins og titillinn gefur til kynna, því á þessum árum, hinum svokallaða Norðmannatíma, ríkti sannkallað villtavestursástand á Siglufirði. Bærinn byggðist með hraða gullgrafarabæjanna í Kali- forníu og sumrin voru nánast ein samfelld útihátíð. Þótt bærinn teldi aðeins 50 hús voru þarna 23 leyni- knæpur, jafnvel á sjálfum bannár- unum. Og einn löggæslumaður átti að halda aga á 3.000 norskum sjómönnum og jafnmörgum inn- lendum piltum og stúlkum. Mér fannst þetta heillandi heimur að vinna úr og niðurstaðan varð sú að fyrir Norðmönnum var Segul- fjörður eins konar suðurhafseyja í norðurhöfum, slarkaraparadís. Aloha Seglo!“ Kynni við dauðann Vinnsla bókarinnar kostaði mikla heimildavinnu. Hallgrímur er spurður á hvaða hátt heimildavinn- an skili sér í verkinu. „Hún skilar sér alltaf. Í stóru og smáu. Ein örsmá klausa í dagblaði frá 1911 getur gefið 3-4 kafla. Ég verð hins vegar alltaf að passa mig að grúska ekki um of, bara passlega mikið, því mér hættir til að setja allt sem ég kem augum yfir inn í textann með einhverjum hætti. Í Seoul 2010 hitti ég Min Jin Lee sem Heillandi heimur að vinna úr Hver skrifuð lína á að mynda möskva í þá síldarnót sem sagan skal vera, segir Hallgrímur. MYND/SAGA SIG Úr jólaljóðabók Hallgríms og Ránar Flygenring. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is skrifaði síðar Pachinko, hún sagðist hafa verið í strangri heimildavinnu í sex ár og það með einni aðstoðar- manneskju! Þetta gæti ég sjálfsagt aldrei.“ Dauðinn er nánast eins og leiðar- stef í byrjun bókar og í raunveru- leikanum hefur Hallgrímur komist í kynni við dauðann. „Það er rétt, dauðinn hefur danglað í okkur undanfarið. Haustið 2015 fæddi dóttir mín andvana barn, þá dó faðir minn fyrir ári síðan og amma barnanna minna bara fyrir nokkr- um dögum. Ég er með heila sýn- ingu í Safnaðarheimili Neskirkju núna sem fjallar öll um dauðann. Svo rekst maður á eina setningu í gamalli frásögn, um barnaveikina í Ólafsfirði, sem geisaði akkúrat árið sem Gestur fer þar um, og þá er maður allt í einu farinn að skrifa um sóttkví, sóttvarnir og barnslík, og það áður en Covid skall á. En þá gat ég gripið til reynslu minnar; ég hafði séð kornabarn með svartar varir. Þú sérð ekkert verra en það.“ Skepna með beisli Blaðamaður hefur orð á að texti Hallgríms virðist ótaminn. „Ég vil nú meina að skepnan sé með beisli,“ segir hann og bætir við: „En það verður að vera líf í textanum, maður verður að hleypa gandinum á skeið, en gæta þess þó að girða gandreiðina af, sérhver kaf li má aldrei verða of langur og skal lúta heildinni. Hver skrifuð lína á að mynda möskva í þá síldarnót sem sagan skal vera.“ Sextíu kíló af kjaftshöggum er ekki eina bók Hallgríms fyrir þessi jól. Hann sendir einnig frá sér jólaljóðabókina Koma jól? þar sem hann kveðst á við fræga bók Jóhannesar úr Kötlum, Jólin koma. Rán Flygenring gerir myndir bókar- innar. Af hverju að kveðast á við jól Jóhannesar úr Kötlum? „Þetta kom yfir mig þegar ég var veðurtepptur með honum Dodda trommara á Sigló fyrir síðustu jól. Að kvengera jólasveinana og enduryrkja Jóla- köttinn. Grýlukvæði átti ég svo til. Ég er ekki einn um að hafa fengið þessa hugmynd en hún greip mig algerum heljartökum og þetta var skemmtileg áskorun, að búa til 13 nýja jólasveina sem allir eru kven- kyns, jólasystur og Grýludætur. Þær þurftu að vera nýstárlegar og fordildarlegar í senn, með dassi af femínisma. Verkefnið var að prjóna frjálst við þjóðtrúna, uppfæra hana til nýrra tíma. Úr varð þetta per- sónugallerí: Bjalla, Grýlurós, Litla ljós, Fantasía, Stelpustoð, Tösku- buska, Bokka, Tertuglöð, Fiturönd, Augasteinastara, Áttavillt, Svanga- töng og Kortasníkja sem Rán Flyg- enring gerir svo skil í sínum geggj- uðu dúkristum. Síðan bætti ég við nokkrum strang-einlægum jólakvæðum þar sem ég lá þarna í heita pottinum við Hótel Sigló eins og hver annar Jóhannes í sínum Kötlum.“n Organisti/Tónlistarstjóri óskast Sóknarnefndir Brautarholts – og Reynivallasókna Kjalarnessprófasts- dæmi auglýsa eftir organista/tónlistarstjóra í 30% fasta stöðu við Reynivallaprestakall frá 1. janúar 2022. Leitað er eftir einstaklingi sem: • Hefur metnað fyrir tónlistaþætti helgihaldsins. • Hefur áhuga á að viðhalda og efla enn frekar öflugan kirkjukór. • Er tilbúinn í gott samstarf við sóknarprest prestakallsins. Laun samkv. kjarasamningi organista hjá FÍH og launanefndar Þjóðkirkjunnar. Umsóknir skulu sendar rafrænt til bjorn@brautarholt.is Umsóknarfrestur er til 1. desember n.k. Allar upplýsingar um starfið gefa: Björn Jónsson, formaður Brautarholtssóknar 892-3042 - bjorn@brautarholt.is sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur 865-2105 - arna.gretarsdottir@kirkjan.is 50 Menning 6. nóvember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.