Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2003, Síða 82
Múlaþing
21. mynd. Hofsvötn austan undir Hofsjökli eystri, niður af sveigmyndaður stafn Hofsdals með Innri-
Hofsbót austan Hofsár og Tungubót vestan ár.
haga. Ekki er útilokað að slík tengsl liggi að
baki þessum nafngiftum en ekkert verður
þó um það fullyrt. Hérlendis fmnast nokkur
fleiri dæmi um bætur sem ömefni. I Is-
lenskri orðsifjabók (Ásgeir Blöndal Magn-
ússon, 3. pr., Reykjavík 1995, s. 73) er bent
á að bót geti haft merkinguna „stakur
gróðurblettur". 1 Færeyjum, einkum á
Suðurey, mun bót þekkt í staðarheitum á
landi í úthaga eða upp við fjöll. (Eivind
Weyhe á Fróðskaparsetri Færeyja, bréf til
Svavars Sigmundssonar dags. 2. nóvember
1989). Svavar sem nú er forstöðumaður
Örnefnastofnunar hefur ekki fundið hlið-
stæður um „bætur“ í norskum heimildum. í
Svíþjóð þekkist örnefnið Boteá, væntanlega
sama og Bótará. (Svenskt ortnamnsleksi-
kon, Uppsala 2003). Ætla má að Bóta-
örnefnin í dölum sunnan til á Austfjörðum
séu gömul, þótt skipting bótanna og af-
mörkun kunni að hafa tekið breytingum í
tímans rás. Áðurnefnd tilvitnun í upp-
skriftina úr biskupsvísitazíu á Þvottá frá
1641, sem getið er hér að framan, „Gloppu-
dalur (kallast nú Hofsbót)“, gæti hins vegar
vísað í aðra átt.
Dalimir sem skarta dalbótum em Star-
mýrardalur, Hofsdalur ásamt Hofstungu,
Múla- og Geithelladalur og Bragðavalla- og
Hamarsdalur. Á Flugustaðadal em stað-
hættir öðmvísi, land innarlega á dalnum
bratt og skriðumnnið og sunnan í Hofs-
tungu innst heitir Afrétt [Staðarafrétt]. Á
Fossárdal er engin dalbót þótt aðstæður séu
ekki með öllu ósvipaðar og á Hamarsdal.
Þar heitir innst Leirdalur neðan Líkárvatns
og Víðidalur utar, hvorttveggja fremur
gmnn dalverpi. Inn af öllum þessum dölum,
öðmm en Starmýrardal, tekur við öræfa-
svæðið Hraun.
80