Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Síða 109
Sveinn Einarsson hleðslumeistari frá Hrjót
Einnig var settur í vörðuna skjöldur með
áletrun og í hann er eftirfarandi áletrun
greypt.
Þessa vörðu hlóð
Sveinn Einarsson
hleðslumaður frá Hijót,
1991
f.3.12.1909 d.2.4.1994
Svá leikr hverr sem heiman er gjörr.
(Þorgeir Hávarsson)
Foreldrar Sveins:
Einar Guðmundsson bóndi Hrjót
Kristbjörg Kristjánsdóttir húsfreyja Hrjót
F.f.Guðmundur Oddsson og Anna Björg Sigurðardóttir.
M.f. Kristján Jónsson „Vopni“ og Sesselja Oddsdóttir
Systkini:
Kristján
Kristjana
Stefán
Anna Björg
Kristján
Varðan þessi verði hér
veröld megi skreyta.
Minn faðir hana handa sér
hlóð og má ei breyta.
(Þórarinn Sveinsson)
Lokaorð
Með þessum skrifum mínum hef ég
leitast við að safna saman heimildum,
munnlegum og skriflegum um verk
náttúruunnandans Sveins Einarssonar frá
Hrjót í Hjaltastaðaþinghá og færa hluta af
því á blað. Verk hans má finna um allt land,
einkum vegghleðslurnar. Mikið af lista-
verkunum hans mun vera í einkaeign, því
að Sveinn vann hluti eftir pöntunum frá
einstaklingum, seldi á mörkuðum og einnig
mun hann hafa gefið marga hluti. Sveinn
nam handverk í æsku, sem mörgum eru nú
glötuð. Hann lagði sitt að mörkum til að
kenna hinum yngri kynslóðum handbrögðin
og vonandi tekst íslendingum að halda
þessari þekkingu við. Að mínu mati væri
eftirsjá í því ef þessi verkþekking glataðist
með öllu.
Heimildaritgerð í Sögu 303 vorið 2004.
Afanginn var í samvinnu Menntaskólans á
Egilsstöðum, Minjasafns Austurlands og
Héraðsskjalasafns Austfirðinga.
Heimildaskrá
Bjarni Einarsson: munnl.heimildir, 7.4.2004 /
Egilsstaðir.
Bjarni Guðmundsson / tölvupóstur 5.3.2004 /
Hvanneyri.
Dagbækur Sveins Einarssonar / 1936-1994 / A.6-
69,70,71 / Héraðsskjalasafn Austfirðinga
Egilsstöðum.
Sigurður Friðrik Lúðvíksson / tölvupóstur
6.4..2004 / og munnl. heimildir/ Isafirði.
Vilhjálmur Einarsson / munnl.heimildir 1.4.2004 /
Egilsstaðir.
Þóra Magnúsdóttir / tölvupóstur 10.3.2004 /
Kleppjárnsreykjum / Borgarfirði.
Þórarinn Sveinsson /munnl.heimildir 29.4. 2004 /
Hólum / Reykhólasveit.
Austri / 1994 / Páll Guttormsson, minningagrein /
Neskaupstaður / Kjördæmasamband
framsóknarmanna í Austurlandskjördæmi.
DV / 1993 / Ólafur Engilbertsson, um myndlist /
Reykjavík / Frjáls fjölmiðlun H.F.
Egilsstaðabók / 1997 / Björn Vigfússon ritstjóri /
Egilsstaðir / Egilsstaðabær.
Freyr búnaðarblað / 1993 og 1994 / Matthías
Eggertsson og Júlíus J Daníelsson ritstjórar /
Reykjavík / Búnaðarfélag Islands og
Stéttarsamband bænda.
Sveitir og jarðir í Múlaþingi I, V/ 1974, 1995 /
Helgi Gíslason og Bragi Gunnlaugsson, um
Fell [útgáfustaðar ekki getið ]
Búnaðarsamband Austurlands
Þorsteinn Jósepsson,Steindór Steindórsson, Páll
Líndal/ 1982 / Landið þitt ísland 3.bindi / [
útgáfustaðar ekki getið ] Bókaútgáfan Örn og
Örlygur H.F.
htp//www.hreimsstadir.is/abuendur/hrjotur.htm.
107