Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Page 114
Múlaþing
■I
Grágœs á flugi.
Ljósmynd: Skarphéðinn G. Þórisson
sjá til mannaferða, þeim er veitt fyrirsát eða
þeir telja sig betur komna í hópi félaga og
beitarsvæði gærdagsins lofar góðu. Af flugi
gæsanna mætti ætla að ef ekkert óvænt
kemur upp á, þá stjórnist ákvörðun um
lendingarstað af áætlun að hluta til, þ.e.a.s.
þær ætla sér á ákveðinn stað. Gæsirnar eru
fastagestir einstakra kjörsvæða sem njóta
friðsældar og umferð þeirra er stanslaus til
og frá slíkum stöðum. Paraðir fuglar sem
ætla að taka sig á loft úr hópi gæsa eða
stakir fuglar, gefa frá sér garg, hvor fyrir sig
til að leita samþykkis hins eða tilkynna
brottfor. Jafnframt því sem gargið eykst
hnykkja fuglarnir goggi/höfði til hliðar þar
til ákvörðun hefur verið tekin og
viðkomandi tekur flugið.
Grágæsir geta stokkið nokkuð hátt bæði
þegar þær taka sig til flugs í miklum vindi
og eins þegar þær þurfa að komast upp eða
yfir hindranir sem á vegi þeirra verða, til
dæmis í grófu mólendi eða á leið upp úr
skurðum og lækjum. Við slíkar aðstæður
geta þær stokkið hæð sína og sjá karl-
fuglarnir stolt sitt í að nota ekki vængina til
að styðjast við. Einnig geta þær tekið sig
lóðrétt til flugs í góðum vindi.
Komutími
Gæsin kemur yfirleitt í byrjun apríl og
breytir þá engu hvort tíðarfar er gott eða
slæmt. Það er breytilegt hversu margir
fuglar koma fyrst. Það geta verið stakir
fuglar og smáhópar. Fyrstu fuglarnir koma
oft í kjölfar annarra tegunda, svo sem álfta.
Aðeins örlítið brot af stofninum kemur
íyrstu tíu dagana í apríl eða liðlega 1,5% af
hámarks innkomu fugla. Flins vegar koma
gæsirnar mjög ákveðið inn næsta þriðjung
aprílmánaðar eða um 24% af hámarki.
Fjöldinn nær hámarki frá 24.-30. apríl. Eftir
að hámarki er náð undir lok apríl er kominn
sá tími að grágæsin dreifir sér í varplöndin.
Ekki er óalgengt að síðbúnir geldfuglar séu
að koma til landsins í byrjun maí eða síðar.
Varprannsóknir
Nokkur tími fer í að forkanna varplönd
grágæsa og afla upplýsinga um þau áður en
hægt er að gera staðbundna úttekt. Velja
þarf svæði til rannsókna oft eftir legu
landsins og reyna að gæta að innan þess sé
það kjörlendi varpfuglsins sem einkennandi
er fyrir viðkomandi varp. I lentug stærð á
úttektarsvæði er 1 km2. Þá er reynt að fara í
fleiri en eina heimsókn í hvert varp til
athugunar á framvindu varpsins. í íyrstu er
reynt að telja alla þá fugla sem sjást við
fyrstu sýn í varpinu, er sá fjöldi hafður til
hliðsjónar þeim breytingum sem kunna að
verða á vettvangi. Tilkoma manns í gæsa-
varp virkar bæði tælandi og fælandi á
fuglana. Þeir fuglar sem eru bara til staðar
af tilviljun forða sér fljótlega eða halda sig
hæfilega langt frá en varpfuglar fara stutt
eða flögra órólegir yfir svæðinu með gargi.
Fuglar frá nálægum svæðum koma þá
gjarnan til hjálpar við að bægja hættunni
frá. Oftar en ekki verður öll fyrirhöfnin og
hávaðinn til að lokka að fleiri óboðna gesti.
112