Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 158

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2004, Side 158
Múlaþing var haldið við fram til 1945 en ekki mun vatni hafa verið veitt inn í Teig eftir 1935. Um þetta má lesa í 16. bindi Múlaþings, bls. 31-37. Af persónum, sem voru í Refsmýri á búskapartíma Guðbjargar og Eiríks má nefna: Vilborg systir hans og Guðmundur Kjerúlf voru þar 1889-1890 og fóru þaðan til búskapar á Ormarsstöðum. Guðbjörg Árnadóttir var þar 1904-1905 með Sigurð son sinn kornungan. Hún var síðar hús- móðir í Heiðarseli í Tungu en Sigurður bjó þar 1932-1947 er hann fluttist til Hvera- gerðis. Guttormur Einarsson og Oddbjörg Sigfúsdóttir voru þar 1901-1902 og Einar elsta barn þeirra. Hann var síðar læknir í Vestmannaeyjum. Guðlaug Árnadóttir hét vinnukona þar 1905-1906 með Albert Hallgrímsson son sinn. Hann er sagður fæddur á Atlantshafi í aðalmanntölum. Eitt ár voru þar Þorsteinn Vigfússon og Guðrún Erlendsdóttir með tvö börn sín, Erlend og Björgu. Þau voru síðar á Egilsstöðum. Guð- rún Sigurðardóttir og sonur hennar Sigurður Jóhannsson voru eitt ár. Hann bjó síðar tvö ár í Refsmýri en lengst á Miðhúsaseli. Guð- rún var hálfsystir Guðnýjar móður Guð- bjargar. Rakið áður í þessum þáttum. Fleira fólk mætti nefna en hér verður staðar numið. Óskylt fólk hóf búskap í Refsmýri eftir brottflutning Guðbjargar og Eiríks. Yfirleitt var færra fólk þá í heimili. Er það tímanna tákn og ekki frekar þar en annars staðar. Fólki fækkaði til sveita vegna flutninga að sjávarsíðunni og til Ameríku. Helgi Hallgrímsson og Agnes Pálsdóttir Helgi (1241) og Agnes (13836) hófu búskap í Refsmýri vorið 1907. Helgi var frá Birnufelli, hálfbróðir Ólafs Bessasonar bónda þar. Alsystkini Helga voru: Guðrún sem bjó norður í Húnavatnssýslu, Björn sem dó ungur og Helga sem giftist Sölva Jónssyni í Meðalnesi. Agnes var frá Fossi á Síðu, systir Páls á Krossi og Dagnýjar hús- freyju í Skógargerði. Þessi systkini voru átta, sem upp komust. Móðir þeirra var Margrét Ólafsdóttir frá Syðristeinsmýri í Meðallandi. Sólrún Eiríksdóttir á Krossi skrifaði ágæta ritgerð um Margréti í 6. bindi Múlaþings. Helgi var mjög áhugasamur bóndi en varð skammlífur, lést úr berklum 1912. Agnes bjó áfram til 1923 og hafði ráðsmenn. Lengst var Einar Hallsson frá Krossbæ í Nesjum 8 ár. Hann var áður og lengi síðar á Skeggjastöðum, hæglátur og hljóður en búþarfur í besta lagi. Börn Agnesar og Helga voru tvö: Margrét sem dó úr tæringu 1925 og Hallgrímur, sem byggði nýbýlið Drop- laugarstaði í Fljótsdal. Kona hans var Laufey Ólafsdóttir frá Holti. Agnes lét af búskap í Refsmýri 1923, fluttist að Ási, giftist Brynjólfi Bergssyni bónda þar og var þriðja kona hans. Eignuðust dótturina Lauf- eyju sem dó hálfs árs gömul 1924. Agnes lést árið 1970 og var síðustu áratugina hjá Hallgrími syni sínum á Droplaugarstöðum. íveruhús fólksins í Refsmýri brann á laugardagsnótt í miðgóu 1921. Kviknaði í út frá röri, sem lá upp í gegnum torfþekju. Ekki brunnu önnur hús í gamla bænum. Hallgrímur Helgason skrifaði þátt um bæjarbrunann í Fellamannabók, bls. 305- 308. Oddur Sölvason var ráðsmaður þá hjá Agnesi. Álykta má eftir grein Hallgríms að handafumi og æðigangi Odds hafi verið um að kenna að baðstofan skyldi brenna. Portbyggt hús var byggt sumarið eftir og var í því búið til 1955. Það var í raun og veru timburhús með þykkum torfveggjum á þrjá vegu og tjörupappavarið timburþil fram á hlað. Þetta hús var merkilega hlýtt. 156
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.