Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 116

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2013, Side 116
Múlaþing Erla Dóra Vogler Nokkrir skemmtilegir þættir úr lífi Stefáns Stefán var talinn sérstakur drengur á sínum tíma enda hneigðist hann ekki að bústörfum, heldur bókum og eins og fram hefur komið spönnuðu fræðistörf hans mjög vítt svið. Hann skrifaði allt frá greinum um kynlífsvandamál í íslenskum bókmenntum til hljóðfræða í íslensku máli og árbóka Ferðafélags íslands. En Stefán var ekki „bara“ mikið gáfumenni heldur líka ótrúlega skemmtilegur persónuleiki og margslunginn listamaður. Sigurjón Jónsson í Snæhvammi, vinur Stefáns og skólabróðir, sagði að hægt hefði verið að búa til þrjá menn úr Stefáni - fræðimann, tónlistarmann og myndlistarmann. Jafnvel hefði verið hægt að skipta Stefáni í þrennt sem fræðimanni - í málfræðing, bókmenntafræðing og sagnfræðing. Og hver þessara manna ætti skilið athygli og virðingu okkar. Kaflarnir hér að framan hafa fjallað að stórum hluta um fræðimanninn en nú verður örstutt komið inn á skemmtilegar frásagnir sem til eru af Stefáni og endurspegla stórskemmtilega og margslungna persónu hans. Óforbetranlegur bréfritari Eins og áður hefur komið fram fóru samskipti Stefáns við aðra að miklu leyti fram með bréfaskriftum. Stefán skrifaði bréf bæði til að afla frétta heiman frá íslandi og sinna áhuga- málum sínum á fræðasviðinu með upplýsingaöflun frá stofnunum og einstaklingum víða um lönd. Slík var ástríða hans til bréfaskrifta að á efri árum þegar heilsa hans bilaði og nákomnir reyndu að hlífa honum með því að koma í veg fyrir að hann sendi frá sér bréf, átti hann það til að lauma bréfúm í póst með því að smygla þeim út með gestum sem heimsóttu hann. Tónlistarmaður Bréfaskr iftir, bóklestur og það sem talið hefur verið upp í fyrri köflum, voru ekki einu áhugamál Stefáns. Hann var mikill tónlistarmaður og -unnandi með næmt tóneyra, sem hefúr eflaust gert hann að svo góðum hljóðfræðing sem raunin var. í bréf til Sigurjóns Jónssonar í Snæhvammi dagsettu 14. febrúar 1921 ritar Stefán: Nú hef ég hlustað á Pál ísólfsson - var búinn að hlakka lengi til þess. Áhrifm era svipuð eins og ef maður gengur fram á klettaströnd og horfir og hlustar á brimið - sú var oft skemtun mín þegar ég var á Selnesi forðum. - Eða gengur fram á gilsbrún þar sem foss er undir — Hvemig má þessum snillingum vera innanbrjósts er þeir framleiða þetta feikna afl? - Ég ætla að reyna að fara í hvert sinn og hann lætur til sín heyra. Stefán eignaðist fiðlu sem ungur drengur í Breiðdal og hefur það líklega þótt fremur óvenjulegt á þessum tíma. Þegar fram liðu stundir tók hann það líka upp að spila á píanó og gítar auk fíðlunnar og semja jafnvel eitthvað sjálfur. Enn skulum við líta á bréf frá Stefáni til Sigur- jóns frá 23. apríl 1953: Þú minnist á fiðluna. Jú enn á ég hana í fórum mínum en hef ekki snert hana lengi vegna þess að ég þóttist aldrei geta lært að losna við sargið í henni. Aftur á móti hef ég hér gamalt píanó 114
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.