Heilsuvernd - 01.04.1946, Síða 40

Heilsuvernd - 01.04.1946, Síða 40
38 HEILSUVERND á latínu, sem þýðir „mjög algeng útbrot“. Ég var litlu nær. En læknirinn sendi mig með lyfseðil til lyfsalans. Hann fékk mér smyrsl, sem ég átti að bera á útbrotin, og duft, sem ég átti að taka inn á eftir mat. Allt þetta kostaði um 15 krónur. Ekki eitt orð um lifnaðarhætti mina, mataræði eða atvinnu. Ég fór beim við svo búið, bar smyrslin á útbrotin, át duftið — og bélt áfraiu að „smakka á“ bjúgum og borða kjöt. Ekki bötnuðu útbrotin — þvert á móti ágerðust þau. Ég varð gripinn örvæntingu, ekki sízt vegna þess að fólk fór að forðast mig, þar eð sá orðrómur liarst út, að ég væri haldinn einhverjum „dularfullum sjúkdómi". Ég fór aftur til læknisins, en hann gaf mér sama með- alið og sagði mér að halda áfram með það. En það kom ekki að neinum notum, og eftir 5 mán- uði frá því ég leitaði fvrst til læknis, voru útbrotin orðin svo þétt á handleggjum, baki og brjósti, að mig hryllti við sjálfum mér, er ég leit í spegil. Ég gat ekki lengur látið kunningja mina sjá mig, svo að ég sagði upp vinn- unni og lagði af stað út í lifið, með bakpoka um öxl og nokkra tíu krónu seðla í vasanum, aðeins 18 ára gam- all. Ég fékk atvinnu í hverri kjötverzluninni af annarri, þorði aldrei að vera lengi á sama stað, af ótta við að menn kæmust að sjúkdómi mínum. Og einatt var ég á þönum milli læknanna, sem hver gaf mér nýtt meðal, og í þetta fóru alíir þeir pcningar, sem ég vann mér inn. Næst fór ég til sérfræðings í húðsjúkdómum við sjúkrahúsið í Lundi. Hann gaf mér gulleit smyrsl, sein ég átti að bera á útbrotin um nokkurra mánaða skeið. — Vita árangurslaust! Læknir einn í Kristianstad opnaði einn graftrarnabb- ann með töng, rannsakaði útferðina og gaf mér síðan einskonar hvita leðju, sem ég átti að bera á úthrotin með tréhnif kvölds og morgna um langan tíma. Ég gerði

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.