Heilsuvernd - 01.04.1946, Page 43
HEILSUVERND
41
1 febrúar árið 1932 byrjaði í lierþjómislii. í a])dl-
mánuði fór ég til Stokkbólms og leitaði þar til hins
kunna íþróttalæknis dr. Frostell, sem er m. a. þekktur
fyrir gamansemi sína — eða máske honum liafi verið
alvara, þegar hann ráðlagði mér að bafa meira saman
við kvenfólk að sælda, það væri það, sem mig vantaði.
Auk þessa „ráðs“ gaf liann mér einlivern ætandi áburð,
sem ég átti að bera á mig kvölds og morgna og mátti
ekki þvo hann af, meðan á lækningunni stóð. Ennfrem-
ur sprautaði hann inn í mig einhverju blóðvatni. Þess-
ar pyntingar komu að jafnlitlu gagni og önnur ráð, og
þegar ég losnaði úr herþjónustunni, var ég nákvæmlega
eins á mig kominn og í byrjuir bennar.
Nú var síðasta von mín Serafimersjúkrahúsið i Stokk-
hólmi, sem telja má báborg læknavísindanna i Svíþjóð
og ég bafði frá bernsku heyrt talað um sem æðsta að-
setur sænskrar læknislistar. Þangað lagði ég nú leið
mina veturinn 1933. Ég var settur í ljósböð og spraul-
aður með morfíni i handleggi og læri, en mataræðið
minntist enginn á. Hér var ég í tvo mánuði. Útbrotin
minnkuðu dálítið, en um verulegan bata var ekki að
ræða, því að rætur sjúkdómsins vor.u kyrrar í líkam-
anum, og þegar ég fór af sjúkrahúsinu, sótti alveg í sama
horfið, þau brutust fram á ný, sízt betri en áður.
Ég ákvað nú að taka málið í eigin hendur og reyna
að leysa sjálfur gátuna um sjúkdóm minn. Ég fór að
lesa allt, sem ég fann skrifað um húðsjúkdóma í Rik-
isbókasafninu í Stokkhólmi. En þá fyrst rak mig í roga-
stans, því að læknabókunum bar ekki saman um með-
ferðina á þessum sjúkdómi, og var sín aðfcrðin í hverri
þeirra. Ég vissi hvorki upp né niður. Eg var að leita að
orsökum sjúkdómsins. En það var að fara i geitarhús
að leita sér ullar að reyna að finna þær í læknaritun-
um. Þar ægði saman mótsögniun af öllu tagi, um meðul,