Heilsuvernd - 01.08.1948, Qupperneq 10

Heilsuvernd - 01.08.1948, Qupperneq 10
Jónas Kristjánsson: Forlög eða álög Forlög koma ofan aö, örlög kringum sveima, álög koma úr ýmsum staö, en ólög fceðast heima. Mér flaug í hug þessi gamla vísa, sem eignuð er Páli Vídalín, lögmanni, er eg fyrir nokkru sá þess getið í dag- blöðum, að 13 ára stúlkubarn hefði dáið úr sykursýki eftir nokkurra ára harða baráttu við þennan sjúkdóm. Það verður enginn héraðsbrestur, þótt barn eða efnileg- ur unglingur deyi. „En ilmur horfinn innir fyrst, hvers urtagróðinn hefir misst.“ Vaninn breiðir gleymskubrekán- ið yfir flestar misfellur. En þjóðarskaði er þetta, og ábend- ing um, að læknisfræðinni er ábótavant ennþá. Á sjúkdóma er vanalega litið sem eitthvað óhjákvæmi- legt. En hinir lærðustu meðal lækna hafa haldið því fram, að sjúkdómar, og þá ekki sízt hrörnunarsjúkdómar, stafi af orsökum, sem unnt væri að koma í veg fyrir, ef þekking læknisfræðinnar væri í bezta lagi. Sykursýkin er tiltölulega nýlegur sjúkdómur hér á ís- landi. Má segja, að hún sé nýlegt blóm í aldingarði sjúk- dóma eða vanþekkingar. Hitt er ískyggilegt, að þetta blóm er í hraðri þróun og vexti allsstaðar meðal vestrænna menningarþjóða. Hér á Islandi telja læknar, að hún hafi

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.